44. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. mars 2013 kl. 08:48


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:48
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 08:48
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:48
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 08:48
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 08:48
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:48
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 08:48

KLM og GStein voru fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi, sat ekki fund nefndarinnar.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 28. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir Kl. 08:48
Formaður í fjarveru framsögumanns lagði fram drög að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni sem allir viðstaddir voru sammála.
Að nefndaráliti standa: SII, ÞBack, JRG, LME, OH, EKG, UBK, BJJ með fyrirvara og GStein.

2) 152. mál - jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum Kl. 09:09
Framsögumaður lagði fram drög að nefndaráliti í málinu og lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt.
Öll nefndin stendur að áliti nefndarinnar.

3) 499. mál - tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak Kl. 09:16
Framsögumaður lagði fram drög að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt. EKG, UBK og BJJ lögðust gegn afgreiðslu málsins.
Að nefndaráliti meiri hlutans standa: SII, ÞBack, JRG, OH og MSch.

4) 606. mál - starfsmannaleigur Kl. 09:12
Formaður lagði fram drög að nefndaráliti vegna málsins og lagði til að það yrði afgreitt sem var samþykkt.
Að nefndaráliti standa: SII, ÞBack, JRG, OH, MSch, EKG, UBK og BJJ.

5) 635. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 09:23
Nefndin sendi málið til umsagnar og veitt frest til 12. apríl.

6) 636. mál - lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegur stuðningur Kl. 09:23
Nefndin sendi málið út til umsagnar og veitti frest til 12. apríl.

7) Önnur mál. Kl. 09:33
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:33