13. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:05
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 11:26
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir LRM, kl. 10:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:16

KaJúl var á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd þar til hún koma á fundinn kl. 11:26.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:00
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) 185. mál - málefni aldraðra Kl. 10:01
Nefndin tók til umfjöllunar 185. mál og fékk á sinn fund Bolla Þór Bollason og Rún Knútsdóttur frá velferðarráðuneytinu. Kynntu þau efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 186. mál - barnaverndarlög Kl. 10:15
Nefndin tók til umfjöllunar 186. mál og fékk á sinn fund Einar Njálsson og Björn Sigurbjörnsson frá velferðarráðuneytinu. Kynntu þeir efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 144. mál - almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð Kl. 10:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 144. mál og fékk á sinn fund Sigríði Lillý Baldursdóttur og Höllu Bachmann frá Tryggingastofnun. Gerðu þær grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar ofangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Þorbjörn Guðmundsson frá Samiðn og Þórey S. Þórðardóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Gerðu þau grein fyrir sínum umsögnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 24. mál - sjúkraskrár Kl. 11:50
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni sem var samþykkt af öllum viðstöddum.

Að nefndaráliti standa: SII, ÞórE, ÁsF, ElH, KaJúl, PJP og UBK.

6) Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri Kl. 11:55
Formaður lagði til að álit nefndarinnar til utanríkismálanefndar yrði afgreitt sem var samþykkt af öllum viðstöddum og stendur nefndin öll að álitinu.

7) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10