47. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. maí 2014 kl. 13:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 13:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 13:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:30

Björt Ólafsdóttir, Elín Hirst og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 14:42.
Þórunn Egilsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðbjartur Hannesson véku af fundi kl. 15:00.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 335. mál - mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu Kl. 13:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 335. mál og fékk á sinn fund Dr. Ethan Nadelmann frá Drug Policy Alliance og Pétur Þorsteinsson frá Snarrótinni. Gerðu þeir grein fyrir afstöðu sinni til málsins.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Percy Stefánsson frá Nýlu lausninni og Kristín Pálsdóttir og Árdís Þórðardóttir frá Rótinni. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 15:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:38