46. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Ingibjörg Óðinsdóttir (IngÓ) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:00

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) 454. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks Kl. 09:01
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Elsa Lára Arnardóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Páll Valur Björnsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, með fyrirvara, og Valgerður Bjarnadóttir.

3) 416. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Guðný Björk Eydal frá félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, Jón Helgi Óskarsson og Pálmey Gísladóttir frá Hagsmunasamtökum heimilanna, Lára Björnsdóttir, Gunnar Kristinn Þórðarson frá Samtökum um framfærsluréttindi og Helga Jóna Benediktsdóttir og Kristjana Gunnarsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

4) Önnur mál Kl. 11:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:27