66. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 08:40
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 08:35
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:35
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:43
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:37

Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll af persónulegum ástæðum.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 645. mál - lyfjalög Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Einar Magnússon og Jón Fannar Kolbeinsson frá velferðarráðuneyti og Rúna Hauksdóttir og Sindri Kristjánsson frá Lyfjastofnun.

2) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 61., 64. og 65. fundar voru samþykktar.

3) 18. mál - útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili Kl. 09:03
Málið var afgreitt með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu Ásmundur Friðriksson, Elsa Lára Arnardóttir, Guðbjartur Hannesson, Páll Jóhann Pálsson, Páll Valur Björnsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

4) Önnur mál Kl. 09:13
Nefndin ræddi 696. mál um húsaleigulög (réttarstaða leigjanda og leigusala).

5) Áhrif verkfalls heilbrigðisstarfsmanna á öryggi sjúklinga og heilbrigðiskerfið Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar komu Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Páll Matthíasson frá Landspítala.

Fundi slitið kl. 10:07