3. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. september 2015 kl. 09:02


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:03
Páll Valur Björnsson (PVB), kl. 09:03
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:12
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:07
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:03

Páll Jóhann Pálsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir voru fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) Kosning 2. varaformanns. Kl. 09:03
Kosningu 2. varaformanns var frestað.

3) Málefni eldri borgara. Kl. 09:04 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Haukur Ingibergsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir frá Landssambandi eldri borgara og Aðalbjörg Finnbogadóttir, Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir og Anný Lára Emilsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

4) Tilskipun 2014/40/ESB er varðar framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum Kl. 11:07
Nefndin afgreiddi álit til utanríkismálanefndar.

5) 3. mál - almannatryggingar Kl. 11:11
Ákveðið var að Páll Valur Björnsson yrði framsögumaður málsins.

6) 4. mál - byggingarsjóður Landspítala Kl. 11:11
Ákveðið var að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir yrði framsögumaður málsins.

7) 25. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 11:11
Ákveðið var að Ragnheiður Ríkharðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

8) 35. mál - sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra Kl. 11:11
Ákveðið var að Steingrímur J. Sigfússon yrði framsögumaður málsins.

9) Önnur mál Kl. 11:14
Á fund nefndarinnar komu Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Arnórsson og Kristján Andri Guðjónsson frá Ísafjarðarbæ til að ræða fjármögnun þjónustu við fatlaða.

Fundi slitið kl. 11:36