31. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. janúar 2016 kl. 08:50


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:50
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:03
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 08:50
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:50
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:59
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:50
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:50
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:50

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll. Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi. Elsa Lára Arnardóttir boðaði seinkun. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:52 vegna annarra þingstarfa. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vék af fundi kl. 11:34.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:50
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) 228. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 08:50
Nefndin afgreiddi málið með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu Ásmundur Friðriksson, Elsa Lára Arnardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Páll Valur Björnsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, með fyrirvara, og Unnur Brá Konráðsdóttir. Ásmundur Friðriksson, Elsa Lára Arnardóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rituðu undir álitið skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 407. mál - húsnæðisbætur Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund fyrst Frosta Ólafsson og Margréti Berg Sverrisdóttur frá Viðskiptaráði Íslands, næst Auðun Frey Ingvarsson frá Félagsbústöðum hf. og Einar Bjarka Gunnarsson, Ellý Þorsteinsdóttur, Helgu Jónu Benediktsdóttur, Hörð Hilmarsson og Ívar Örn Ívarsson frá Reykjavíkurborg, næst Guðnýju Hrund Karlsdóttur og Unni Valborgu Hilmarsdóttur frá Húnaþingi vestra, sem ræddu við nefndarmenn símleiðis, Sædísi M. Jónatansdóttur frá Ísafjarðarbæ og Eddu Sigurjónsdóttur og Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur frá Sveitarfélaginu Árborg, næst Benedikt Sigurðarson frá Búseta á Norðurlandi hsf. og loks Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

4) Önnur mál Kl. 12:19
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:19