35. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 1. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ) fyrir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur (SII), kl. 09:02
Haraldur Benediktsson (HarB) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 09:06
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:07
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 10:31

Páll Valur Björnsson og Unnur Brá Konráðsdóttir boðuðu forföll vegna veikinda. Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 9:30 vegna fundar fjárlaganefndar. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir vék af fundi kl. 9:59.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund fyrst Guðrúnu Björnsdóttur frá Félagsstofnun stúdenta og Tryggva Másson frá Stúdentaráði Háskóla Íslands og næst Guðjón Bragason, Karl Björnsson og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) Önnur mál Kl. 11:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:02