82. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. ágúst 2016 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:50
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:27

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir boðaði forföll og Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 81. fundar samþykkt.

2) 677. mál - lyfjalög Kl. 09:35
Einar Magnússon, Jón Fannar Kolbeinsson og Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 678. mál - lyfjastefna til ársins 2020 Kl. 10:10
Einar Magnússon, Jón Fannar Kolbeinsson og Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 20. mál - aukinn stuðningur vegna tæknifrjóvgana Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar mættu Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu og Ásta Sól Kristjánsdóttir og Berglind Ósk Birgisdóttir frá Tilveru. Kynntu þær umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 12:19
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:19