28. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. maí 2017 kl. 09:03


Mættir:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:03
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:18
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:35
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:16
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:03
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:03
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:06

Nichole Leigh Mosty var erlendis vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerðir 25., 26. og 27. fundar samþykktar.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu Jónas Guðmundsson og Svanhvít Jakobsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Lilja Stefánsdóttir og Ófeigur Þorkelsson frá Landssambandi heilbrigðisstofnana, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir og Hrannar Jónsson frá Geðhjálp, Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Sigurður Jónsson frá Landssambandi eldri borgara, Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Hermann Jónasson og Rut Hreinsdóttir frá Íbúðalánasjóði og Gissur Pétursson frá Vinnumálastofnun.
Fóru þau yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 440. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 11:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tíu daga umsagnarfresti.

4) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 11:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tíu daga umsagnarfresti.

5) 439. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 11:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tíu daga umsagnarfresti.

6) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:42