11. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. janúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:13
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Anna Kolbrún Árnadótttir boðaði forföll sökum veikinda.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 6., 7. og 8. funda samþykktar.

2) 24. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Helga Sól Ólafsdóttir og Linda Kristmundsdóttir frá Landspítalanum, Laura Sch. Thorsteinsson og Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis og Unnur Sverrisdóttir frá fæðingarorlofssjóði. Erla Sigurjónsdóttir ljósmóðir var á símafundi. Fóru þær yfir athugasemdir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Ákveðið var að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins.

3) 43. mál - bygging 5.000 leiguíbúða Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, Elmar Erlendsson og Ólafur Heiðar Helgason frá Íbúðalánasjóði og Björn Traustason frá Bjargi íbúðafélagi. Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 98. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið út til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

5) 9. mál - skilyrðislaus grunnframfærsla Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið út til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

6) 105. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið út til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

7) 91. mál - dánaraðstoð Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið út til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

8) 88. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið út til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

9) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10