33. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:26
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:10. Ásmundur Friðriksson boðaði forföll af persónulegum ástæðum.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 31. og 32. funda voru samþykktar.

2) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 09:00
Kl. 9:00 mættu á fund nefndarinnar Anna Sigrún Baldursdóttir og María Heimisdóttir frá Landspítalanum, Jón Guðmundsson og Svanhvít Jakobsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Eybjörg Hauksdóttir, Ásgerður Th. Björnsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:10 mættu Anna G. Ólafsdóttir og Hrannar Jónsson frá Geðhjálp, Sigurður Jónsson og Haukur Halldórsson frá Landssambandi eldri borgara og Aðalsteinn Sigurðsson, Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Halldór Sævar Guðlaugsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:02