40. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. maí 2018 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 13:25
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:30

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 426. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gísla Pál Pálsson og Eybjörgu Hauksdóttur frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og
Árna Múla Jónasson, Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Freyju Haraldsdóttur frá Þroskahjálp.

3) 427. mál - lyfjalög Kl. 13:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lóu Maríu Magnúsdóttur og Ólaf Ólafsson frá Lyfjafræðingafélaginu og Guðnýju Hjaltadóttur, Hálfdán Gunnarsson og Ólaf Adolfsson frá Félagi atvinnurekenda.

4) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 14:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór Jónsson og Ingibjörgu Steindórsdóttur frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Herdísi Gunnarsdóttur, Önnu Maríu Snorradóttur og Björn Steinar Pálmason frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

5) Barnaverndarmál Kl. 15:45
Nefndin fjallaði um málið.

6) 51. mál - almannatryggingar Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

7) 9. mál - skilyrðislaus grunnframfærsla Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

8) 22. mál - brottnám líffæra Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

9) 88. mál - óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

10) 238. mál - barnalög Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

11) 91. mál - dánaraðstoð Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

12) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00