21. fundur
velferðarnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 13:05


Mættir:

Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 13:05
Alex B. Stefánsson (ABBS) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 13:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 14:00
Una María Óskarsdóttir (UMÓ) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 13:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:21

Halldóra Mogensen boðaði forföll.
Ásmundur Friðriksson og Guðmundur Ingi Kristinsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 15:38.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárlið frestað.

2) 299. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mættu Áslaug Einarsdóttir, Inga Birna Einarsdóttir og Þórunn Oddný Steinsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá mættu á fund nefndarinnar Sigríður Klara Böðvarsdóttir frá lífvísindasetri Háskóla Íslands, Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir frá Háskólanum á Akureyri og Engilbert Sigurðsson frá Læknadeild Háskóla Íslands. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Einnig mættu á fund nefndarinnar Hrafnhildur Runólfsdóttir, Vigdís Vala Valgeirsdóttir, Bryndís Eva Birgisdóttir og Ellen Alma Tryggvadóttir frá Doktorsnemanefnd Heilbrigðisvísindasviðs við Háskóla Íslands og Erna Magnúsdóttir frá Vísindafélagi Íslands. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá voru á símafundi með nefndinni Bjarni Jónasson, Sigurður E. Sigurðsson, Hildigunnur Svavarsdóttir og Alexander Smárason frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 157. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 15:00
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu.
Ásmundur Friðriksson og Halldóra Mogensen voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en rita undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, er samþykk álitinu.

4) 156. mál - umboðsmaður barna Kl. 15:10
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu.
Halldóra Mogensen var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.
Ásmundur Friðriksson og Guðmundur Ingi Kristinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
Hanna Katrín Friðriksson, áheyrnarfulltrúi í nefndinni er samþykk álitinu.

5) 266. mál - lyfjalög og landlæknir og lýðheilsa Kl. 15:20
Á fund nefndarinnar mættu Ósk Ingvarsdóttir frá Félagi íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna og Óskar Reykdalsson, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir og Kristján Linnet frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjölluðu þau um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 15:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:56