Ferill 504. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1992–93. – 1062 ár frá stofnun Alþingis.
116. löggjafarþing. – 504 . mál.


1133. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 46 27. júní 1985, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn til viðræðna frá landbúnaðarráðuneytinu Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmann landbúnaðarráðherra, og Guðmund Sigþórsson skrifstofu stjóra, frá utanríkisráðuneytinu Gunnar Snorra Gunnarsson sendiherra og frá félagi garðyrkjubænda Kjartan Ólafsson formann og Sigurð Þráinsson, varaformann félagsins. Enn fremur bárust nefnd inni umsagnir frá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Stéttarsambandi bænda, Búnaðarfélagi Íslands, Alþýðusambandi Íslands og Vinnuveitendasambandi Íslands. Þá naut nefndin aðstoðar Tryggva Gunnarssonar hrl. við athugun á málinu.
    Í nefndinni fór fram ítarleg umræða um landbúnaðarþátt samningsins um Evrópska efnahags svæðið og málefni er því tengjast. Samhliða samningnum um Evrópska efnahagssvæðið var gert samkomulag milli Íslands og Evrópubandalagsins um sérstakt fyrirkomulag í landbúnaði sem tók gildi 15. apríl sl.
    Verður nú gerð grein fyrir þeim þáttum er sérstaklega komu til umfjöllunar í nefndinni við at hugun þessa frumvarps.

I. Um blóm og grænmeti.


    
Samkvæmt samkomulaginu frá 15. apríl verður innflutningur frjáls og án álagningar tolla á fimm tegundum blóma á tímabilinu 1. desember til 30. apríl og á jafnmörgum tegundum grænmetis frá 1. nóvember til 15. mars ár hvert. Þær tegundir, sem hér um ræðir, eru:

     Tollnr.
Úr 0603.1000    Afskorin blóm: Nellikur, lokaskegg, flamingóblóm, fuglamjólk, paradísarfuglablóm.
Úr 0702.00        Tómatar, nýir eða kældir.
Úr 0705.1100    Salathöfuð, ný eða kæld.
Úr 0707.1100    Gúrkur og reitagúrkur, nýjar eða kældar.
Úr 0709.6009    Ómulin paprika, ný eða kæld.
Úr 0710.8000    Ómulin paprika, fryst.

    Í viðtölum við blóma- og garðyrkjubændur og í bréfum frá samtökum þeirra, sem nefndinni bárust, kemur fram að þeir óttast að innlend framleiðsla verði ekki samkeppnisbær við þessar innfluttu vörur sem ræktaðar eru við ákjósanleg vaxtarskilyrði, auk þess sem þessar greinar njóta víða erlend is opinbers stuðnings gagnstætt því sem er á Íslandi. Bent var á að sumar þeirra tegunda, sem nú verður frjálst að flytja inn, hafa mikið geymsluþol. Slík vara getur því verið lengur á markaði hér á landi en meðan innflutningur er frjáls. Þess vegna er tekin upp í tillögu nefndarinnar heimild til handa landbúnaðarráðherra til að ákveða að sala á innfluttum vörum verði bundin við það tímabil sem innflutningur er heimill.

II. Bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.


    Bókun 3 með EES-samningnum varðar samninga um frjálsan innflutning á vissum unnum land búnaðarafurðum og töku verðjöfnunargjalda af þeim innflutningi. Viðmiðun verðjöfnunargjalda í viðskiptum við EB-þjóðir miðast við lægsta verð EB-ríkja og innanlandsverð innflutningslands. Þær vörur, sem EES-samningurinn opnar fyrir innflutning á og leggja má á óheft verðjöfnunargjald, eru eftirtaldar:

     Tollnr.
Úr 0403.10     Jógúrt, bragðbætt eða með ávöxtum, hnetum eða kakói.
Úr 0403.90     Vissar sýrðar mjólkurafurðir, bragðbættar með ávöxtum, hnetum eða kakói.
Úr 1517.10     Smjörlíki sem inniheldur meira en 10% en þó ekki meira en 15% af mjólkurfitu miðað við þunga.
Úr 1517.90     Aðrar olíublöndur sem innihalda meira en 10% en þó ekki meira en 15% af mjólkurfitu miðað við þunga.

    Enn fremur er heimilt að leggja óheft verðjöfnunargjöld á vörur í eftirgreindum tollflokkum sem ekki hefur verið innflutningsbann á:

Úr 1806    Súkkulaði og önnur matvæli sem innihalda kakó.
Úr 1901    Maltkjarni; framleiðsla úr mjöli, fín- eða grófmöluðu, sterkju eða maltkjarna sem ekki inniheldur kakóduft eða inniheldur kakó sem að magni til er innan við 50% miðað við þunga, auk matvæla úr ákveðnum vörum sem ekki innihalda kakóduft sem að magni til er innan við 10% miðað við þunga.
Úr 1902    Pasta, einnig soðið eða fyllt, (með kjöti eða öðrum efnum) eða unnið á annan hátt, svo sem spaghettí, makkarónur, núðlur, lasagne, gnocchi, ravíólí, kanellóní; couscous, einnig unnið.
Úr 1905    Brauð, sætabrauð, kökur, kex og aðrar brauðvörur, einnig með kakói; altarisbrauð, lyfjahylki, innsiglunaroblátur, rísþynnur og áþekkar vörur.
Úr 2007    Sulta, ávaxtahlaup, mauk, ávaxta- eða hnetudeig, soðið, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætuefni.
Úr 2103    Sósur og framleiðsla í þær; blönduð bragðefni og blönduð bragðbætiefni; mustarðsmjöl, fín- eða grófmalað, og unninn mustarður.
Úr 2104    Súpur og seyði og framleiðsla í það og jafnblönduð samsett matvæli.

III. Viðaukar 2–7 í bókun 3 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.


    Á fundi sérfræðinga EFTA og EB í Brussel 31. mars sl. var rætt ítarlega um viðauka 2–7 við bókun 3 við EES-samninginn. Þar skýrðist afstaða EB til útfærslu á hráefnalista bókunar 3. Á fund inum kom fram sú krafa EB að kjöt, fitur og olíur skuli hafa verið skráð á hráefnalista hvers samn ingsaðila 1. janúar 1992 til þess að falla undir almenna meginreglu um verðjöfnun, sbr. 2. gr. bókun arinnar.
    Þessi afstaða Evrópubandalagsins, eins og hún var skýrð fyrir nefndinni, kom á óvart því að Ís land fékk undanþágu frá 5. gr. I. viðbætis eins og staðfest var í skýrslu fimm ráðuneyta sem birt er sem fylgiskjal með nefndaráliti meiri hluta utanríkisnefndar við frumvarpið til laga um Evrópska efnahagssvæðið. Þá leitaði formaður landbúnaðarnefndar, með bréfi dags. 23. apríl sl., eftir því við utanríkisráðuneytið að það skýrði stöðu þessara mála, sjá fskj. I. Í svari ráðuneytisins, sem barst samdægurs, kom fram að þau sjónarmið, sem af Íslands hálfu voru lögð til grundvallar, væru óbreytt. Hér væri einungis um að ræða framsetningu af hálfu EB sem EFTA-ríkin hefðu hafnað, sjá fskj. II.

IV. Aðrir fríverslunarsamningar.


    
Fyrr á þessu þingi voru samþykktar þingsályktunartillögur sem heimila utanríkisráðherra að gera fríverslunarsamninga við Tyrkland, Pólland, Tékkland og Slóvakíu. Auk þess hefur Ísland áður gert hliðstæða samninga við Færeyjar, Ísrael, Rúmeníu, Ungverjaland og Búlgaríu. Á fskj. III með áliti þessu er að finna yfirlit yfir gildissvið framangreindra samninga. Ekki er lokið endanlegri gerð hliðstæðs lista varðandi blandaðar vörur en samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu ganga samningarnir, sem gerðir hafa verið við einstök ríki, yfirleitt skemmra en EES-samningurinn.

V. Gagnkvæmni samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.


    Fram til þessa hefur íslenskur landbúnaður í framkvæmd búið við nær algjöra innflutningsvernd. Frá því er nú horfið að því er tekur til þeirra heimilda sem EES-samningurinn veitir til innflutnings á landbúnaðarvörum sem framleiddar eru hér á landi. Í þessu sambandi má benda á þá gagnkvæmni sem m.a. felst í EES-samningnum. Í honum, og öðrum þeim fríverslunarsamningum sem nú hefur hefur verið greint frá, felst að samhliða skyldu aðildarríkja til að leyfa innflutning vinnsluvara úr hráefnum landbúnaðarins fylgir réttur til að taka verðjöfnunargjöld af þessum innflutningi. Einnig er þar víða, t.d. í 2. gr. bókunar 3 með EES-samningnum, jafnframt kveðið á um endurgreiðslur við útflutning.

VI. Breytingartillögur nefndarinnar.


    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Tillögurnar fela ekki í sér víðtækar efnisbreytingar frá því sem er í frumvarpinu heldur er leitast við að gera lagatextann skýrari til að auðvelda framkvæmd laganna.
    Lagðar eru til nokkrar breytingar á 1. mgr. 2. gr. Í fyrsta lagi er lögð til viðbót við 1. málsl. Eins og frumvarpið er orðað tekur ákvæðið til allra búvara, sbr. skilgreiningu búvörulaganna, hvort sem varan eða tilsvarandi vara er framleidd hér á landi eða ekki. Þar sem verndarhagsmunirnir eru inn lend framleiðsla þykir rétt að taka af skarið um það í lagatextanum. Í öðru lagi er lagt til að við máls greinina bætist nýr málsliður er kveði á um að ákvæði 1. málsl. eigi einnig við um vörulíki þeirra vara sem þar er getið um. Til að fyrirbyggja misskilning á túlkun 1. málsl. þykir rétt að kveða ótví rætt á um að einnig þurfi samþykki ráðherra til innflutnings slíkra vörulíkja, svo sem smjörlíkis, ost líkis og rjómalíkis enda þótt það leiði af orðinu „tilsvarandi“ í 1. málsl. að vörulíki og hliðstæðar vörur eigi þar undir.
    Í þriðja lagi er lögð til sú breyting á 3., 4. og 5. málsl. að í stað orðsins „álit“ verði notað orðið „umsögn“. Um samræmingaratriði er að ræða og þykir réttara að nota orðið „umsögn“, enda er í öllum tilvikum um að ræða umsögn viðkomandi aðila sem ekki bindur hendur ráðherra. Í fjórða lagi er lögð til sú breyting á 4. málsl. að þegar ráðherra ákveður að innflutningur búvara verði tímabund ið undanþeginn leyfisveitingu skv. 1. mgr. skuli hann jafnframt ákveða leyfilegan sölutíma varanna. Nauðsynlegt þykir að setja slíkan varnagla, m.a. í þeim tilgangi að koma í veg fyrir birgðasöfnun sem kæmi til sölu að loknum þeim tíma sem frjáls innflutningur er heimill. Í fimmta lagi er lagt til að nýr málsliður komi á eftir 5. málsl. Til þess að einfalda framkvæmd á reglum 1. mgr. þykir rétt að ráðherra geti, með sama hætti og við innflutning á garðyrkjuafurðum, ákveðið að innflutningur tiltekinna vara skuli tímabundið vera frjáls en að óbreyttu mætti skilja frumvarpið þannig að leita þurfi umsagnar Framleiðsluráðs landbúnaðarins hverju sinni við innflutning.
    Breytingarnar á 2. mgr. felast í fyrsta lagi í að við 1. málsl., sem kveður á um heimild ráðherra, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., til að heimila innflutning í samræmi við ákvæði fríverslunar- og milli ríkjasamninga, verði bætt skilyrði um beitingu verðjöfnunargjalda í samræmi við heimildir milli ríkjasamninga. Í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, og bókun 3 sem honum fylgir, er gengið út frá því að heimila skuli frjálsan innflutning á tilteknum vörum sem unnar eru úr hráefnum frá landbúnaði. Þar er einnig gert ráð fyrir heimild til að leggja verðjöfnunargjöld á slíkan innflutn ing eftir ákveðnum reglum. Verðjöfnunin er því í raun forsenda þess að fallist er á að heimila þennan innflutning. Hér á landi hefur verið valin sú leið að fela fjármálaráðherra framkvæmd á verðjöfnun arheimildinni en landbúnaðarráðherra framkvæmd á heimildum til innflutnings þessara vara. Með breytingunni er lagt til að tekið verði skýrt fram í frumvarpinu að skilyrði þess að landbúnaðarráð herra beiti heimild sinni til að leyfa hinn samningsbundna innflutning verði að fjármálaráðherra nýti sér heimildir viðkomandi samninga um beitingu verðjöfnunargjalda. Verði það skilyrði ekki upp fyllt getur landbúnaðarráðherra synjað um slíkan innflutning.
    Á grundvelli breytingarinnar á 1. málsl. er lagt til að á eftir 2. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður þar sem kveðið verði á um skyldu landbúnaðar- og fjármálaráðuneytisins til að hafa samráð sín á milli um beitingu verðjöfnunarheimildanna.
    Einnig að sett verði sú viðmiðunarregla að þess skuli gætt við framkvæmd verðjöfnunarinnar að ekki verði raskað samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu landbúnaðarvara og vara sem unnar eru úr hráefnum frá landbúnaði. Lögð er til þessi framsetning og tenging við framkvæmd ákvæða tollalaga um verðjöfnunina þar sem framkvæmd þessara mála er lögum samkvæmt hjá fyrrgreindum tveimur ráðuneytum.
    Þá er lagt til að við 2. gr. bætist ný málsgrein sem kveði á um að ráðherra afmarki nánar í reglu gerð til hvaða vara og vörulíkja ákvæði 1. og 2. mgr. taka, en þar verði skilgreint hvaða vörur megi flytja inn án þess að sækja þurfi um leyfi, hvaða vöruflokkar séu háðir leyfisveitingu og í hvaða til vikum innflutningur sé með öllu óheimill af heilbrigðisástæðum. Jafnframt verði í þeirri reglugerð kveðið á um það til hvaða vara og hráefna verðjöfnun skuli taka. Í þriðja er lagt til að ákvæði 3. mgr. frumvarpsins, um að áður en teknar eru ákvarðanir um útflutning landbúnaðarvara skuli þeir aðilar, sem fara með þau mál, leita álits og tillagna Framleiðsluráðs landbúnaðarins, falli brott en þar er um að ræða leifar frá gömlu útflutningskerfi. Í fjórða lagi er lagt til að við greinina bætist ný málsgrein þess efnis að ráðherra ákveði með reglugerð af hvaða landbúnaðarhráefni skuli vera heimilt að end urgreiða jöfnunargjald við útflutning auk þess sem hann ákvarðar endurgreiðslufjárhæðina í þeirri reglugerð.
    Það sem hér hefur verið rakið er fram sett á grundvelli ákvarðana sem fyrir liggja þegar fjallað er um þetta mál án þess að meiri hlutinn taki efnislega afstöðu til þeirra ákvarðana. Í frumvarpi því, sem hér er til umfjöllunar, er málinu fundinn staður í lögum um framleiðslu og sölu búvara og það þannig bundið stjórnsýslulega við landbúnaðarráðuneytið.
    Eggert Haukdal óskar aftir því að fram komi sú afstaða hans að hann sé í andstöðu við samning inn um Evrópska efnahagssvæðið, svo sem fram hefur komið, þar sem samningurinn sé í andstöðu við hagsmuni landbúnaðarins.

Alþingi, 5. maí 1993.



    Egill Jónsson,     Össur Skarphéðinsson.     Árni R. Árnason.
    form., frsm.          

    Einar K. Guðfinnsson.     Eggert Haukdal,     Guðni Ágústsson,
         með fyrirvara.     með fyrirvara.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson,


með fyrirvara.





Fylgiskjal I.


Bréf Egils Jónssonar til utanríkisráðuneytisins.


(23. apríl 1993.)



    Samkvæmt frásögn af samningafundi sérfræðinga EB og EFTA 30. og 31. mars sl. eru kjöt og fita (önnur en smjörfita) ekki á lista þeirra vörutegunda sem skilyrðislaust má verðjafna fyrir. Að því er Ísland varðar yrðu áhrif tillögu EB þau að óheimilt væri fyrir Ísland að verðjafna fyrir þessum hráefnum.
    Hvaða ráðstafanir hefur Ísland gert til þess að tryggja að framkvæmd bókunar 3 við EES-samn inginn, sbr. yfirlýsingu utanríkisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og landbúnaðarráðneytis sem birt er sem fylgiskjal með nefndaráliti meiri hluta utanríkismálanefnd ar Alþingis, nái fram að ganga:
     a .     Ef ekki næst fram að heimild til töku viðmiðunargjalda miðist við árið 1992 er þá mögulegt að Ísland fái skýlausa undanþágu frá þeim ákvæðum sem takmarka möguleika Íslands á að beita verðjöfnunargjöldum vegna fitu og kjöts á hliðstæðan hátt og Noregi eru boðin í 3. gr. í II. við auka í tillögum EB sem mundi tryggja rétt Íslands á óyggjandi hátt?
     b .     Náist ekki niðurstaða á grundvelli þeirra leiða sem nefndar eru í a-lið hvaða ráðstafana hyggst Ísland þá grípa til svo unnt verði að standa við framangreindar yfirlýsingar ráðuneytanna?
     c .     Hverjar eru horfur á niðurstöðu um lágmarksinnihald kjöts svo að verðjöfnun verði heimil? Styður Ísland tillögu Noregs um 1% kjötinnihald í unnum afurðum sem innihalda kjöt?

Virðingarfyllst,



Egill Jónsson.


Fylgiskjal II.

Svar utanríkisráðuneytis við bréfi Egils Jónssonar.


(23. apríl 1993.)



    Með bréfi dags. í dag spyrjist þér fyrir um gang viðræðna um frágang bókunar 3 við EES-samn inginn með sérstakri vísan til sérfræðingafundar 31. þ.m. Af því tilefni vill ráðuneytið taka eftirfar andi fram.
    Á sérfræðingafundi 31. f.m. lagði fulltrúi framkvæmdastjórnar EB fram tillögur sínar að texta II. viðbætis við bókun 3 við EES samninginn en í II. viðbæti eru skráð þau hráefni sem verðjafna má fyrir. Í þessum tillögum EB eru fyrst taldar upp í 1. gr. mjólkurvörur, kornvörur, sykur, egg og kartöflur en í 2. gr. eru taldar upp aðrar afurðir, feiti, olíur og kjöt. Þessar tillögur EB gera ráð fyrir því að aðeins sé hægt að verðjafna fyrir þær vörur sem taldar eru upp í 2. gr. hafi verðjöfnun tíðkast á þeim 1. janúar 1992. Ef þessar tillögur EB næðu fram að ganga yrðu verðjöfnunaraðgerðir þær við innflutning á pitsum og pastaréttum, sem ríkisstjórnin greip til á síðasta ári, óheimilar við gildistöku EES-samningsins.
    Annað atriði orkar tvímælis í þessum tillögum EB svo ekki sé meira sagt en það er að aðeins skuli verðjafnað fyrir hráefni úr tollflokki 2 en ekki fyrir kjötvörum úr 16. flokki.
    EFTA-ríkin hafa staðið saman um það að hafna þessum tillögum og vísa til þess að í samþykktri fundargerð við undirskrift EES-samningsins er tekið fram að miða skuli við það hvaða hráefni verð jafnað er fyrir við gildistöku samningsins. Afstaða EFTA-ríkja er því að annaðhvort skuli ekki minnast á neina dagsetningu þarna eða setja inn þá dagsetningu sem upphaflega var fyrirhugað að samningurinn tæki gildi við, þ.e. 1. janúar 1993. Undanþága sú, sem EB-textinn gerir ráð fyrir vegna Noregs, yrði því óþarfur samkvæmt þessu og félli út. Hitt er annað mál að EB hefur verið til kynnt um verðjöfnunaraðgerðir íslenskra stjórnvalda á pitsum og pastaréttum og hefur ekki verið amast við þeim af hálfu EB. Ekki er ástæða til þess að ætla að EB telji aðgerðir Íslendinga á þessu sviði varhugaverðari en annarra eða að samningar gætu af þeirra hálfu strandað á þessum aðgerðum. Á fundi um vöruviðskipti 19.–20. þ.m. kom fram að tillögur EB á sérfræðingafundinum höfðu verið settar fram án samráðs við samningamann framkvæmdastjórnar í vöruviðskiptum og var því lofað að þær skyldu teknar til frekari athugunar. Á sama fundi var sú afstaða Íslands skýrt áréttuð að ekki kæmi til greina að fallast á samkomulag sem hefði það í för með sér að falla yrði frá verðjöfnunarað gerðum þeim sem gripið var til á síðasta ári.
    Á síðasta ári náðist um það samkomulag eftir að ljóst var að frágangur bókunar 3 mundi dragast að EES-samningurinn skyldi ganga í gildi á fyrirhuguðum tíma en bókun 3 tæki gildi síðar þegar allir viðbætar væru tilbúnir. Samkvæmt þessu mun það ekki koma niður á útflutningshagsmunum í sjávarútvegi þó samningaviðræður um bókun 3 dragist á langinn.
    Enn hefur ekki fengist niðurstaða um lágmarksinnihald kjöts svo verðjöfnun sé heimil en nú er tekist á um 1–5% í stað 1–10% áður. Íslendingar og Norðmenn standa saman um lægri mörkin en aðrar EFTA-þjóðir geta sætt sig við 5%.

F.h.r.



Gunnar Snorri Gunnarsson.





Fylgiskjal III.

Utanríkisráðuneyti,
viðskiptaskrifstofa:


Gildissvið samninga Íslands við önnur ríki


um viðskipti með landbúnaðarafurðir.


(30. apríl 1993.)



(Tafla ekki tiltæk.)