Norður-Atlantshafsþingið 1995

Fimmtudaginn 29. febrúar 1996, kl. 16:02:43 (3463)

1996-02-29 16:02:43# 120. lþ. 99.6 fundur 335. mál: #A Norður-Atlantshafsþingið 1995# skýrsl, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[16:02]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Ég veit að hv. þingmenn sem sitja á NATO-þingum hafa gert það. Ég hef líka gert það og aðrir meðlimir íslensku sendinefndarinnar sem situr þing Vestur-Evrópusambandsins. En það er ekki nóg. Ég vil að ráðherrar Íslands geri það líka. Stefna smáríkisins Íslands þarf að vera algerlega skýr í þessu. Eins og sagan sýnir, þá þarf einhvern til þess að rjúfa keðjuna. Það þarf einhvern til þess að stíga fram og taka svari þeirra afdráttarlaust. Það hefur áður skipt máli fyrir þessi ríki að Íslendingar tóku af skarið og þeir þurfa að gera það aftur.