Norður-Atlantshafsþingið 1995

Fimmtudaginn 29. febrúar 1996, kl. 16:10:02 (3466)

1996-02-29 16:10:02# 120. lþ. 99.6 fundur 335. mál: #A Norður-Atlantshafsþingið 1995# skýrsl, GHH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[16:10]

Geir H. Haarde (andsvar):

Herra forseti. Ekki veit ég hvaða kristilegir íhaldsmenn eru að grauta í reynsluheimi hv. þm. og ekki veit ég hvaða íhaldsmenn geta verið gildari en hann á þeim vettvangi þar sem hann kemur. En formlega eru ekki tengsl þarna á milli þó að menn kannski vilji praktískt tengja þetta saman og segja: Eigum við ekki að gera annað fyrst og svo hitt. En viðræður eru í gangi samtímis um hvort tveggja þannig að í sjálfu sér eru formlega engin tengsl á milli. Það var það sem ég vildi leggja áherslu á. Þess vegna er hvorki skynsamlegt né rétt að blanda þessu saman.