Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 18. apríl 1996, kl. 15:15:19 (4981)

1996-04-18 15:15:19# 120. lþ. 122.9 fundur 464. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (flutningur grunnskólans) frv. 79/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 122. fundur

[15:15]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er auðvitað algjör fjarstæða hjá hv. þm. að frv. um fjármagnstekjuskatt taki til baka þá fjármuni sem felast í þessu samkomulagi. Ég skil ekkert í hv. þm. að láta þetta út úr sér. Hér getur verið um einhverja tugi millj. eða jafnvel 100 millj. að ræða sem ber á milli varðandi fjármgnstekjuskattinn, en þetta frv. fjallar um marga milljarða.

Áhrif frv. um fjármagnstekjuskatt á fjárhag sveitarfélaga eru til athugunar í félmrn. Við getum ekki slegið því föstu að frv. um fjármagnstekjuskatt verði afgreitt nákvæmlega eins og það liggur fyrir á þskj. í stjfrv. Áhrifin verða metin og reynt verður að komast að sanngjörnu samkomulagi milli ríkisvaldsins og sveitafélaganna um hvernig það verði bætt eða hvað eigi að bæta.