Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 15:56:54 (6129)

1996-05-15 15:56:54# 120. lþ. 138.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[15:56]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Herra forseti. Frv. skerðir réttindi opinberra starfsmanna. Þetta frv. treður ekki síst á konum og ungu fólki, möguleikum þeirra í starfi og setur fæðingarorlofsrétt í uppnám. Þetta frv. verðskuldar ekki framgang og því væri réttast að vísa því beint í eðlilegan samningafarveg til félaga opinberra starfsmanna. Ég segi nei.