Fjárreiður ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 17:48:58 (6151)

1996-05-15 17:48:58# 120. lþ. 138.11 fundur 297. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[17:48]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér skilst að hv. þm. Pétur Blöndal hafi átt sæti í þeirri nefnd sem fjallaði um fjárreiður ríkisins og var núna að skila af sér. Telur hv. þm. að ástæðan fyrir því að hér eru ekki fleiri í þingsalnum til þess að hlusta á ræðu hv. þm., mína og fleiri, sé vegna þess að menn álíti að umræða um fjárreiður ríkisins sé útþynnt, að þar hafi ekkert nýtt komið fram og muni ekkert nýtt koma fram? Telur hv. þm. að það sé ástæðan fyrir því að þingmenn láta ekki sjá sig í sölunum? Hrædd er ég um að ástæðan sé einhver önnur.