Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 171 . mál.


213. Frumvarp til laga



um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse-Lonza Holding Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.


(Lagt fyrir Alþingi á 120. löggjafarþingi 1995.)



1. gr.

    Með lögum þessum staðfestist samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse-Lonza Holding Ltd. (sem hefur yfirtekið réttindi og skyldur Swiss Aluminium Limited að lögum), dags. 16. nóvember 1995, um viðauka við aðalsamning milli sömu aðila, dags. 28. mars 1966 (áður breyttan með viðaukum dags. 28. október 1969, 10. desember 1975, 5. nóvember 1984 og 11. nóvember 1985), um byggingu og rekstur álbræðslu við Straumsvík, í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með lögum þessum á íslensku og ensku.
    

2. gr.

    Ákvæði viðaukasamnings þess sem um ræðir í 1. gr. skulu hafa lagagildi hér á landi.
    

3. gr.

    Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast gagnvart Íslenska álfélaginu hf. og Alusuisse-Lonza Holding Ltd. fullar og tímanlegar efndir Hafnarfjarðarbæjar á öllum skuldbindingum sínum samkvæmt samkomulagi bæjarins og Íslenska álfélagsins hf. um stækkun hafnarmannvirkja í Straumsvíkurhöfn, dags. 16. nóvember 1995, svo sem þær skuldbindingar væru samkvæmt hafnar- og lóðarsamningi milli Hafnarfjarðarbæjar og Íslenska álfélagsins hf., dags. 28. mars 1966.
    Ríkisstjórninni er heimilt að semja við Hafnarfjarðarbæ um hlutdeild bæjarins í framleiðslugjaldi sem Íslenska álfélagið hf. greiðir samkvæmt aðalsamningi þeim er um ræðir í 1. gr. svo sem hann er á hverjum tíma.
    

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.



Fylgiskjal.


FIMMTI VIÐAUKI VIÐ AÐALSAMNING


MILLI


RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS


OG


ALUSUISSE-LONZA HOLDING LTD.



Samningur gerður hinn 16. dag nóvembermánaðar, 1995,
milli
    
RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS (hér eftir nefnd „ríkisstjórnin“) annars vegar
og
ALUSUISSE-LONZA HOLDING LIMITED (hér eftir nefnt „Alusuisse“) sem er hlutafélag stofnað að svissneskum lögum hins vegar.
    
    Ríkisstjórnin og Alusuisse eru aðilar að samningi dagsettum 28. mars 1966, er staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 76, 13. maí 1966 og tók gildi 20. september 1966, með áorðnum breytingum samkvæmt (i) fyrsta viðauka dagsettum 28. október 1969, er staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 19, 6. apríl 1970 og tók gildi 16. apríl 1970, (ii) öðrum viðauka dagsettum 10. desember 1975, er staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 42, 25. maí 1976 og tók gildi 12. júní 1976, (iii) þriðja viðauka dagsettum 5. nóvember 1984, er staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 104, 30. nóvember 1984 og tók gildi 30. nóvember 1984, og (iv) fjórða viðauka dagsettum 11. nóvember 1985, er staðfestur var með lögum frá Alþingi nr. 111, 31. desember 1985 og tók gildi 31. desember 1985 (hér eftir svo breyttur nefndur „aðalsamningurinn“). Samningur þessi fjallar meðal annars um byggingu og rekstur álbræðslu með tilheyrandi búnaði við Straumsvík í Hafnarfjarðarbæ („kaupstaðnum“), sem er í eigu Íslenska álfélagsins hf. („ÍSAL“), dótturfélags Alusuisse;
    Ríkisstjórnin hefur hug á að stuðla að frekari aukningu orkufreks iðnaðar á Íslandi og auka þannig fjölbreytni í atvinnulífi landsins með því að nýta vatnsafls- og jarðhitaorkulindir landsins;
    Alusuisse stundar fjölþætta, alþjóðlega iðnaðarstarfsemi, m.a. áliðnað sem framleiðandi súráls og hrááls og fullunninnar og hálfunninnar álvöru;
    Alusuisse hefur hug á að styrkja samkeppnisstöðu ÍSALs með því að stækka ÍSAL og tryggja þannig betri nýtingu núverandi aðstöðu við Straumsvík;
    Í kjölfar samningaviðræðna, sem staðið hafa yfir frá því í janúar 1995, um leiðir til þess að ná þessum markmiðum vilja ríkisstjórnin og Alusuisse nú gera breytingar á tilteknum ákvæðum aðalsamningsins er varða stækkunina, ákvörðun framleiðslugjalds, sem ÍSAL greiðir, og aðra þætti sem tengjast rekstrinum;

MEÐ SKÍRSKOTUN TIL ÞESSA ER HÉR MEÐ GERÐUR EFTIRFARANDI


SAMNINGUR:


    

1. gr.

Heiti samnings þessa og skýringar á orðum, sem notuð eru í honum.


    1.01 Samning þennan ber að nefna fimmta viðaukann við aðalsamninginn.
    1.02 Eftirtalin orð, sem notuð eru í þessum samningi, skulu þar hafa sömu merkingu og þeim er gefin í þeim málsgreinum sem tilgreindar eru í 1. gr. aðalsamningsins (með áorðnum breytingum samkvæmt fyrri viðaukum og breytingum samkvæmt þessum viðauka), nema annars gerist þörf vegna samhengis:
                                  „Ríkisstjórnin“               málsgr. 1.01(a)
                                  „Alusuisse“               málsgr. 1.01(b)
                                  „Kaupstaðurinn“               málsgr. 1.01(d)
                                  „ÍSAL“               málsgr. 1.01(e)
                                  „Dótturfélag Alusuisse“               málsgr. 1.01(f)
                                  „Fylgiskjöl“               málsgr. 1.02
                                  „Fylgisamningar“               málsgr. 1.02
                                  „Ál“               málsgr. 1.03(a)
                                  „Bræðsla“               málsgr. 1.03(b)
                                  „Samningsbundið rafmagn“          málsgr. 1.03(r)
                                  „Fimmti áfangi bræðslunnar“          málsgr. 1.05(a)
                                  „Fjórða stækkun bræðslunnar“          málsgr. 1.05(b)
                                  „AR V“               málsgr. 1.05(c)
                                  „Viðbótarorkuvirki“               málsgr. 1.05(d)
    
1.03 „Fylgiviðauki“ merkir fjórða viðauka við rafmagnssamninginn (fylgiskjal A) milli Landsvirkjunar og ÍSALs. „Viðaukaskjalið“ merkir samkomulag um stækkun hafnaraðstöðunnar í Straumsvík samkvæmt málsgrein 12.02 í hafnar- og lóðarsamningnum og um framkvæmd tiltekinna ákvæða í þeim samningi, sem gerður var milli kaupstaðarins og ÍSALs og fylgir þessum samningi í Viðauka A.
1.04 Krefjist samhengi ekki annars, skulu eftirfarandi orð, sem notuð eru í samningi þessum, fylgiviðauka við hann og viðaukaskjali með honum hafa eftirfarandi merkingu:
    „Staðfestingarlögin“ merkir lög þau frá Alþingi sem veita samningi þessum lagagildi eins og kveðið er á um í málsgrein 12.02 í samningi þessum.
    „Gildistökudagur“ þessa samnings skal hafa þá merkingu sem tilgreind er í málsgrein 12.02 í þessum samningi.
    

2. gr.

Breytingar á skýringum, sem notaðar eru í aðalsamningnum


og fylgiskjölum hans.


2.01 Stafliður (b) í málsgrein 1.01 í aðalsamningnum skal hljóða sem hér segir:
    „(b) „Alusuisse“ merkir Alusuisse-Lonza Holding Ltd., félag, sem stofnað er að svissneskum lögum, skráð í Zürich, Sviss, sem er réttartaki Swiss Aluminium Limited í Chippis í Valais-fylki í Sviss með höfuðstöðvar við Feldeggstrasse 4, CH-8008 Zürich, Sviss.“
2.02 Stafliðir (f) og (g) í málsgrein 1.01 í aðalsamningnum skulu hljóða sem hér segir:
„(f) „Dótturfélag Alusuisse“ merkir sérhvert félag, sem nú er til eða síðar er stofnað, þar sem meira en 50% hluta, sem almennur atkvæðisréttur fylgir, er beint eða óbeint í eigu eða undir stjórn Alusuisse.
    (g) „Samþykktur hluthafi“ merkir sérhvert fyrirtæki (annað en Alusuisse eða dótturfyrirtæki þess) sem á hluti í ÍSAL, sem það hefur eignast í samræmi við 22. gr. þessa samnings. Sérhver tilvísun til minnihlutahluthafa í þessum samningi skal teljast tilvísun til samþykkts hluthafa.“
2.03 Upphafsmálslið í málsgrein 1.03 í aðalsamningnum er hér með breytt þannig að orðin „þá merkingu, sem segir í þessari málsgrein og málsgrein 1.04“ í lok hans falla brott og í þeirra stað koma orðin „þá merkingu sem segir í þessari málsgrein 1.03 og málsgreinum 1.04 og 1.05“.
2.04 Stafliðir (a) og (b) í málsgrein 1.03 í aðalsamningnum skulu hljóða sem hér segir:
„(a) „Ál“ merkir ál sem framleitt er af ÍSAL og sem getur verið í formi
    i) „hrááls“, sem merkir blandaðan eða óblandaðan álmálm sem framleiddur er í bræðslunni og steypuskála bræðslunnar og sem getur verið annaðhvort i) „álhleifar“ sem verslað er með sem „ál að lágmarkshreinleika 99,7%“ á London Metal Exchange „LME“, eða ii) „afurðir úr hrááli“, sem framleiddar eru með samfelldu framleiðsluferli er hefst með kvikmálmi, og geta verið af hvaða tegund, stærð eða lögun sem er, þar með talið hleifar til endurbræðslu og steypu, valsbarrar, stangir til þrýstimótunar, álvír, pressuð korn og álryk, svo og sísteyptar plötur, steypuþráður (hvort heldur niðurbrotinn og uppvafinn eða ekki ), álskífur sem slegnar eru úr sísteyptum plötum, sem almennt er verslað með á LME-verði auk uppbóta sem stafa af gæðum eða lögun; og
    ii) „fullunninnar álvöru“, sem merkir framleiðsluvörur úr hrááli framleiddar á bræðslulóðinni eða utan hennar úr hrááli, sem framleitt er í bræðslunni eða steypuskála bræðslunnar með framleiðsluferli sem hefst með köldum álmálmi, svo sem heit- eða kaldvölsuðum plötum, þrýstimótuðu, steyptu eða mótuðu áli án tillits til þess hvort framleiðslan fer fram í steypuskála bræðslunnar eða í sérbyggðri verksmiðju, aðstöðu eða mannvirki.“
„(b) „Bræðsla“ merkir álbræðsluna, ásamt tilheyrandi mannvirkjum á bræðslulóðinni, eins og hún er gerð og búin á hverjum tíma, með 60 megavatta málraun fyrir fyrsta áfanga bræðslunnar og 295 megavatta málraun í upphafi fimmta áfanga bræðslunnar, sem heimilt er að auka innan fimmta áfanga bræðslunnar upp í 360 megavatta málraun, svo sem nánar er tilgreint í rafmagnssamningum hverju sinni, og getur þegar hún er fullbyggð verið:
    (i) tveir eða fleiri kerskálar með röðum af álbræðslukerum ásamt tilheyrandi raf- og rafeindabúnaði og öðrum fylgibúnaði;
    (ii) einn eða fleiri steypuskálar með bræðslu-, geymslu-, gashreinsi-, steypu- og jafnblöndunarbúnaði ásamt öllum þeim fylgibúnaði sem þörf er á til álframleiðslu á hverjum tíma;
    (iii) annar verksmiðjubúnaður, húsnæði eða aðstaða og viðeigandi vélakostur, búnaður og fylgibúnaður sem nauðsynlegur er til framleiðslu áls;
    (iv) fylgi- og hjálpartæki til framleiðslu og festingar á rafskautum, endurheimtu flúorsambanda, meðferðar á málmúrgangi og rafskautaleifum, dælingar og meðferðar á vatni og til viðgerðar og viðhalds á verksmiðju og búnaði;
    (v) rannsóknarstofur til efnagreiningar og til eftirlits með framleiðslu og gæðum;
    (vi) lestunar-, losunar-, flutnings- og geymslubúnaður (hvort sem hann er á bræðslulóðinni eða á hafnarsvæðinu) og vörugeymslur fyrir framleiðsluna, efnivörur og rekstrarvörur og miðstöðvarkerfi; og
    (vii) stjórnunaraðstaða, þar með talin skrifstofubyggingar, mötuneyti og búningsaðstaða.“
2.05 Stafliður (v) í málsgrein 1.03 í aðalsamningnum breytist þannig að orðin „þrítugasta og fimmta“ falli brott og í þeirra stað komi orðin „fertugasta og fimmta“.
2.06 Við fyrstu grein aðalsamningsins bætist ný málsgrein, 1.05, svohljóðandi:
„1.05 Eftirtalin orð í þessum samningi og fylgiskjölum hans skulu hafa eftirtaldar merkingar, nema annars gerist þörf vegna samhengis:
    (a) „Fimmti áfangi bræðslunnar“ merkir bræðsluna eins og hún er byggð og búin með 295 megavatta málraun í fyrstu og síðan allt að 360 megavatta málraun.
    (b) „Fjórða stækkun bræðslunnar“ merkir þann hluta bræðslunnar sem hefur 110 megavatta málraun umfram málraun fjórða áfanga bræðslunnar.
    (c) „Fimmti afhendingardagur rafmagns“ („AR V“) merkir dag þann sem skilgreindur er og ákveðinn samkvæmt ákvæðum 9. gr. samnings þessa.
    (d) „Viðbótarorkuvirki“ merkir vatnsaflsvirkjunina við Hrauneyjafoss í Tungnaá á Suðurlandi, sem hefur 210 megavatta málraun og Blönduvirkjun að Eiðsstöðum við Blöndu á Norðurlandi, sem hefur 150 megavatta málraun, eins og þessar virkjanir eru á hverjum tíma að gerð og búnaði, þar með talin farvegs- og inntaksmannvirki, skurðir, þrýstivatnspípur, stöðvarhús, spennistöðvar, tengivirki og nettengingar, svo og stækkun uppistöðulónsins í Þórisvatni, sem tekur til vatnsmiðlunarmannvirkja er auka geymslurými uppistöðulónsins við Þórisós í sem svarar u.þ.b. 1.330 gígalítra.“
    

3. gr.

Breytingar á ákvæðum aðalsamningsins er lúta að byggingu mannvirkja


og málum er því tengjast.


3.01 Málsgrein 4.02 er hér með breytt og verður svohljóðandi:
    „4.02   Auk þess að ljúka byggingu Búrfellsvirkjunar, Þórisvatnsmiðlunar og Sigölduvirkjunar, hefur Landsvirkjun byggt viðbótarorkuvirkin og skal stækka samtengt orkukerfi sitt enn frekar með því að byggja, reka og halda við þeirri viðbótargetu til orkuframleiðslu og flutnings sem þörf krefur til þess að láta í té samningsbundið rafmagn samkvæmt ákvæðum þessa samnings og rafmagnssamningsins allan gildistíma þeirra og framlengdan gildistíma ef til kemur.“
3.02 5. gr. aðalsamningsins er hér með breytt þannig að orðin „og AR IV“ eru felld brott og í staðinn koma orðin „AR IV og AR V og aðrir afhendingardagar rafmagns til viðbótar sem kunna að vera tilgreindir og ákveðnir í rafmagnssamningnum á hverjum tíma“.
3.03 Málsgrein 6.01 í aðalsamningnum er hér með breytt, í fyrsta lagi með því að fella brott orðin „og þriðju stækkun bræðslunnar“ og setja í þeirra stað orðin „þriðju stækkun bræðslunnar og fjórðu stækkun bræðslunnar“; og í öðru lagi með því að fella brott orðin „og AR IV“ og setja í þeirra stað orðin „AR IV og AR V“.
3.04 Við 6. gr. aðalsamningsins bætist ný málsgrein, 6.03, svohljóðandi:
    „6.03   Alusuisse skal fela ÍSAL að byggja og útbúa fjórðu stækkun bræðslunnar þannig að hún sé fullbyggð og fullbúin til starfrækslu eigi fyrr en 1. júlí 1997 og eigi síðar en 31. desember 1997. ÍSAL ber að tilkynna Landsvirkjun með eigi minna en árs fyrirvara, hvenær áætlað sé að hefja starfrækslu á fjórðu stækkun bræðslunnar.“
3.05   Við 6. gr. aðalsamningsins bætist ný málsgrein, 6.04, svohljóðandi:
    „6.04 ÍSAL skal byggja og útbúa bræðsluna og Alusuisse skal fela ÍSAL að byggja og útbúa bræðsluna þannig að öll frekari stækkun hennar, sem á sér stað innan ramma fimmta áfanga bræðslunnar, sé fullbyggð og fullbúin til starfrækslu eigi síðar en þann dag sem tilgreindur er og ákveðinn í rafmagnssamningnum sem fyrsti dagur er Landsvirkjun er skuldbundin að afhenda rafmagn til slíkrar frekari stækkunar bræðslunnar.“
3.06 7. gr. aðalsamningsins er hér með breytt þannig að orðin „og AR IV“ falli brott og í þeirra stað komi orðin „AR IV og AR V og þeir afhendingardagar til viðbótar sem kunna að vera tilgreindir og ákveðnir í rafmagnssamningnum á hverjum tíma“.
3.07 Fyrirsögn 9. gr. er hér með breytt þannig að hún verði svohljóðandi: „9. gr. Ákvörðun um AR I, AR II, AR III, AR IV og AR V“.
3.08 Málsgrein 9.01 í aðalsamningnum er hér með breytt, í fyrsta lagi með því að fella brott orðin „og fjórði afhendingardagur rafmagns („AR I“, „AR II“, „AR III“ og „AR IV“)“ og orðin „og fjórða áfanga bræðslunnar“ í fyrsta málslið málsgreinar 9.01 og setja í þeirra stað í réttri röð orðin „fjórði og fimmti afhendingardagur rafmagns („AR I“, „AR II“, „AR III“, „AR IV“ og „AR V“)“ og orðin „fjórða og fimmta áfanga bræðslunnar“ og, í öðru lagi, með því að fella brott orðin „og AR IV“, orðin „málsgr. 9.02, 9.03 og 9.04“ og orðin „málsgr. 9.05, 9.06, 9.07 eða 9.10“ í öðrum málslið málsgreinar 9.01 og setja í þeirra stað í réttri röð orðin „AR IV“ og „AR V“, orðin „málsgr. 9.02, 9.03, 9.04, 9.09 og 9.11“ og orðin „málsgr. 9.05, 9.06, 9.07, 9.10 eða 9.12“.
3.09 Við 9. gr. aðalsamningsins bætist ný málsgrein 9.11, svohljóðandi:
    „9.11 AR V skal vera sá dagur, eigi fyrr en 1. júlí 1997 og eigi síðar en 1. janúar 1998 (þó háð ákvæðum málsgreinar 9.12 um frestun) sem ákveðinn er með samkomulagi milli Landsvirkjunar og ÍSALs, en ef slíkt samkomulag hefur ekki verið gert er AR V hér með ákveðinn sem 1. janúar 1998 (þó háð ákvæðum málsgreinar 9.12 um frestun).“
3.10 Við 9. gr. aðalsamningsins bætist ný málsgrein 9.12, svohljóðandi:
    „9.12 Fari svo einhvern tíma innan tólf mánaða fyrir dagsetningu AR V, eins og sú dagsetning er ákvörðuð skv. málsgrein 9.11, að framkvæmdir við fjórðu stækkun bræðslunnar verði fyrir töfum vegna óviðráðanlegra afla og ÍSAL geti ekki samkvæmt bestu fyrirhyggju komið í veg fyrir slíkar tafir með öllum þeim ráðum sem eðlileg mega teljast, þá skal Alusuisse vera heimilt að lýsa yfir frestun, með sama hætti og kveðið er á um í málsgrein 9.08, á dagsetningu AR V til þess dags sem tilgreindur er í slíkri yfirlýsingu, að því tilskildu þó að frestunin skal eigi fara fram úr þeim tímatöfum sem slík óviðráðanleg öfl hafa valdið. Ákvæði málsgreinar 9.08 um rétt til þess að vefengja sérhverja yfirlýsingu um frestun og lengd sérhverrar meintrar tímatafar, eða að öll eðlileg ráð hafi verið viðhöfð til að koma í veg fyrir slíka töf og varðandi samkomulag, dómsmeðferð eða gerð um slíka vefengingu skulu gilda.“

4. gr.

Breytingar á ákvæðum aðalsamningsins varðandi


framleiðsluafköst og takmörkun framleiðslu.


4.01 10. gr. aðalsamningsins er breytt í heild sinni og verður svohljóðandi:
    „Að teknu tilliti til fjárhagslegrar og tæknilegrar hagkvæmni skal bræðslan jafnan starfrækt með hagstæðustu framleiðsluafköstum. Hámarksafköst skulu aðeins háð þeim takmörkunum sem tilgreind eru í umhverfisstarfsleyfi og fylgiskjölunum.“
4.02 11. gr. aðalsamnings er hér með breytt og verður svohljóðandi:
    „11.01 ÍSAL skal stunda framleiðslu hrááls ásamt allri skyldri starfsemi og er heimilt að takast á hendur framleiðslu fullunninnar álvöru eða stunda hvers kyns aðra starfsemi á Íslandi, sem er óskyld álframleiðslu, eftir því sem íslensk lög heimila, einkum lög nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi, eins og þau eru á hverjum tíma.
    11.02 Ef ÍSAL fæst við starfsemi sem er óskyld álframleiðslu skal um slíka starfsemi stofna til sérstaks lögaðila að íslenskum lögum sem háður er íslenskum skattalögum, nema um annað sé samið við ríkisstjórnina.“
    

5. gr.

Breytingar á ákvæðum aðalsamningsins er varða innflutningsleyfi,


rekstrarfé og erlendan gjaldeyri.


5.01 Ný málsgrein, 14.07, bætist við 14. gr. aðalsamningsins, svohljóðandi:
    „14.07 Að því marki sem flutt er inn brotaál eða lággæða hráál til endurbræðslu, hreinsunar eða frekari vinnslu hjá ÍSAL, skal slíkt innflutt brotaál eða annað hráál bera lægstu aðflutningsgjöld sem heimiluð eru samkvæmt alþjóðasamningum, sem Ísland er aðili að, eða undanþegið aðflutningsgjöldum þegar heimilt er samkvæmt slíkum samningum.“
5.02 Orðin „staflið g) í“ í 2. málsl. 15. gr. aðalsamningsins falli niður.
5.03 Fyrirsögn 16. gr. verði „Erlendur gjaldeyrir og gjaldeyrisreikningar“. Málsgrein 16.01 í aðalsamningnum falli niður og niðurfellingin verði sýnd með því að setja í stað hinnar niðurfelldu málsgreinar orðin „Felld niður með fimmta viðauka við aðalsamninginn“.
5.04 Orðin „Að fullnægðum skilyrðum málsgreinar 16.01 skal ÍSAL“ í málsgrein 16.02 í aðalsamningnum falli niður og í stað þeirra komi orðin „ÍSAL skal . . .“
    

6. gr.

Breytingar á ákvæðum aðalsamningsins varðandi starfslið,


efni og þjónustu og aðstoðarsamninga.


6.01 Orðin „. . . í samræmi við lög nr. 39/1951“ í lok málsgreinar 17.01 og 17.02 í aðalsamningi verði felld niður og í stað þeirra komi orðin „. . . í samræmi við íslensk lög“.
6.02 Málsgrein 17.04 í aðalsamningi er hér með breytt þannig að hún hljóði svo í heild sinni:
    „17.04 Samningurinn milli lýðveldisins Íslands og Svissneska sambandslýðveldisins til að koma í veg fyrir tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir, sem undirritaður var 3. júní 1988, með áorðnum breytingum hverju sinni, gildir um álagningu skatta á tekjur og eignir starfsmanna sem hafa búsetu í Sviss og ráðnir eru af Alusuisse, dótturfyrirtæki þess, ÍSAL, eða verktaka þeirra í sambandi við byggingu og starfrækslu bræðslunnar og alla starfsemi sem heimiluð er skv. 11. gr. Ríkisstjórnin skal beita ákvæðum draga frá 1992 að samningi til að koma í veg fyrir tvísköttun að því er varðar tekjur og eignir (með áorðnum breytingum hverju sinni), sem undirbúin hafa verið af OECD, við álagningu skatta á tekjur og eignir erlendra ríkisborgara sem hafa búsetu annars staðar en í Sviss og þannig eru ráðnir á Íslandi nema — og þar til — í gildi sé tvíhliða samningur til að koma í veg fyrir tvísköttun milli Íslands og heimaríkis slíkra erlendra ríkisborgara er kveði á um annað.“
    
6.03 Ný málsgrein, 17.05, bætist við 17. gr. aðalsamningsins, svohljóðandi:
    „17.05 Ákvæðum málsgreina 17.01 og 17.02 skal beitt að því marki sem samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands, einkum samkvæmt samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði eða síðari samningum er kunna að koma í hans stað.“
6.04 Ný málsgrein, 18.04, bætist við 18. gr. aðalsamningsins, svohljóðandi:
    „18.04 Ákvæðum málsgreina 18.01 og 18.02 skal beitt að því marki sem samræmist alþjóðlegum skuldbindingum Íslands, einkum samkvæmt samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði eða síðari samningum sem kunna að koma í hans stað.“
    

7. gr.

Breytingar á ákvæðum aðalsamningsins varðandi


hlutafé og endurskoðendur ÍSALs.


7.01 21. gr. aðalsamningsins er breytt og verður svohljóðandi:
    „Hlutafé í ÍSAL má hvenær sem er auka eftir því sem starfsemi ÍSALs krefst í samræmi við ákvæði samþykkta félagsins og íslensku hlutafélagalaganna eins og þau eru á hverjum tíma. Hlutafé ÍSALs má lækka hvenær sem er með breytingum á samþykktum félagsins í samræmi við ákvæði þeirra og samkvæmt ákvæðum íslensku hlutafélagalaganna eins og þau eru á hverjum tíma.“
7.02 Orðin „að því áskildu þó að eftir slíka útgáfu eða sölu skal Alusuisse aldrei eiga minna en fimmtíu hundraðshluta (50%) af útistandandi hlutabréfum í ÍSAL, er almennur atkvæðisréttur fylgir (að meðtöldum í þeim fimmtíu hundraðshlutum sérhverjum hlutabréfum, er aðrir lögaðilar kunna að eignast í samræmi við málsgrein 22.04)“ í lok málsgreinar 22.01 í aðalsamningnum falli niður.
7.03 Eftirfarandi málsliður bætist við málsgrein 22.02 í aðalsamningnum:
    „Ríkisstjórnin skal ekki án gildrar ástæðu synja um samþykki sitt skv. málsgrein 22.01 og þessari málsgrein, og skal samþykki að jafnaði veitt fyrir sölu eða framsali á hlut í ÍSAL til alþjóðlegs fyrirtækis sem er í góðum metum og staðsett í OECD-ríki, þó háð ákvæðum málsgreinar 22.03.“
7.04 Eftirfarandi málsliður bætist við málsgrein 22.03:
    „Hafi ríkisstjórnin samþykkt sölu eða framsal hlutabréfa í Alusuisse til samþykkts hluthafa samkvæmt þessari 22. gr., skal ríkisstjórnin, ef hinn samþykkti hluthafi er fjárhagslega jafnsterkur og Alusuisse, ganga til samningaviðræðna í góðri trú um að staðfesta yfirfærslu á fyrrnefndum skuldbindingum Alusuisse til hins samþykkta hluthafa í hlutfalli (pro rata) við þann hlut sem seldur er eða framseldur, svo og hlutfallslega (pro rata) yfirfærslu skuldbindinga fyrrnefndra aðila gagnvart Alusuisse.“
7.05 Fyrsta málslið málsgreinar 23.02 í aðalsamningnum er breytt og verður svohljóðandi:
    „Í samræmi við íslensku hlutafélagalögin, eins og þau eru á hverjum tíma, íslensk lög um ársreikninga, eins og þau eru á hverjum tíma, og svo sem enn fremur er kveðið á um í samþykktum ÍSALs, skulu á aðalfundi ÍSALs ár hvert kosnir endurskoðendur eða endurskoðunarfyrirtæki, sem hafi það hlutverk að athuga ár hvert reikninga ÍSALs og gerðir stjórnarinnar að því leyti sem þeir telja nauðsynlegt.“
    

8. gr.

Breytingar á ákvæðum aðalsamningsins varðandi framleiðslugjald.


8.01 Málsgrein 25.03 í aðalsamningnum er hér með breytt þannig að hún hljóði svo í heild sinni:
    „25.03 Frá og með 1. janúar 1985, skal fjárhæð framleiðslugjalds fyrir hverja smálest af áli vera tuttugu Bandaríkjadollarar (US$ 20,00) og frá og með 1. janúar 1998, eða á fyrsta degi almanaksmánaðarins sem fer á eftir AR V eins og sá dagur er skilgreindur í málsgrein 9.11, hvort sem síðar verður, skal fjárhæð framleiðslugjaldsins fyrir hverja smálest af áli vera tíu Bandaríkjadollarar (US$ 10,00) („grunntaxtinn“). Framleiðslugjaldið, sem ÍSAL ber að greiða í heild fyrir hvert einstakt almanaksár eða hluta úr almanaksári, skal aldrei verða lægra en sú fjárhæð í Bandaríkjadollurum sem jafngildir framleiðslugjaldi á þær smálestir áls sem skipað hefur verið út frá bræðslunni (eða færðar til umframbirgða) á því almanaksári eða hluta almanaksárs, þegar það er reiknað á grunntaxtanum („lágmarksframleiðslugjaldið“).“
8.02 Málsgrein 25.04 er breytt og hljóðar svo:
    „25.04   Frá og með 1. janúar 1995 skal fjárhæð framleiðslugjaldsins af nettóhagnaði ÍSALs fyrir hvert ár vera 33% af nettóhagnaði en þó þannig að sú fjárhæð, er greidd hefur verið sem lágmarksframleiðslugjald vegna hvers almanaksárs frá 1995 til og með 2004 samkvæmt málsgrein 25.03, skal talin til frádráttar þeirri fjárhæð sem greiða ber í framleiðslugjald af netthóhagnaði ÍSALs fyrir það almanaksár, ef um hagnað er að ræða. Framleiðslugjald, sem ÍSAL ber að greiða í heild vegna hvers almanaksáranna frá 1995 til og með 2004 skal aldrei vera hærra en umrædd fjárhæð lágmarksframleiðslugjaldsins í Bandaríkjadollurum eða framleiðslugjaldsins á nettóhagnað, hvort sem hærra er. Frá og með 1. janúar 2005, kemur fjárhæðin, sem greidd er sem lágmarksframleiðslugjald vegna þess almanaksárs og síðari almanaksára, til frádráttar sem rekstrarkostnaður. Við reikning á þeim hundraðshlutum, sem að ofan greinir, skal nettóhagnaði ÍSALs fyrir almanaksár umbreytt úr íslenskum krónum í Bandaríkjadollara á gengi, sem er meðaltal af því mánaðarlega gengi milli íslenskrar krónu og Bandaríkjadollars (byggt á opinberri gengisskráningu) sem notað hefur verið við færslu á tekjum og gjöldum ÍSALs á því almanaksári.“
8.03 Málsgrein 25.05 í aðalsamingnum er hér með breytt þannig að hún hljóði svo í heild sinni:
    „25.05 Á gildistíma eða framlengdum gildistíma þessa samnings skal framleiðslugjaldið gilda nema eitthvað af eftirfarandi eigi sér stað:
    (a) ÍSAL velji að lúta almennum íslenskum skattalögum skv. málsgrein 33.03 með gildistöku á þeim degi sem breytingin yfir í hið almenna skattkerfi er ákveðin í samræmi við sömu málsgrein 33.03;
    (b) samkomulag náist samkvæmt 30. gr. um að taka upp annað skattlagningarfyrirkomulag.“
8.04 Málsgrein 25.06 í aðalsamningnum falli niður og niðurfellingin verði sýnd með því að setja í stað hinnar niðurfelldu málsgreinar orðin „Felld niður með fimmta viðauka við aðalsamninginn“.
8.05 Við 25. gr. aðalsamningsins bætist ný málsgrein, 25.07, svohljóðandi:
    „25.07 Flytji ÍSAL inn ál eða brotaál (eða annan sambærilegan álmálm) til endurbræðslu í bræðslunni eða steypuskála bræðslunnar skal magn hins innflutta málms, sem notaður er við framleiðsluna (í tilteknum mánuði), dregið frá heildarmagninu, sem skipað er út frá bræðslunni á þeim mánuðum (eða færður er til umframbirgða) við útreikning lágmarksframleiðslugjalds. Gerð skal grein fyrir hinu innflutta áli á hverjum gjalddaga framleiðslugjaldsins skv. málsgrein 29.02. Flytji ÍSAL inn brotaál (eða annan sambærilegan álmálm þar sem raunverulegt efnistap á sér stað við endurbræðslu) til endurbræðslu, skal hið innflutta magn sem til frádráttar kemur við útreikning lágmarksframleiðslugjaldsins, leiðrétt með leiðréttingarstuðli samkvæmt nánara samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar og Alusuisse til að leiða í ljós raunverulegt efnistap sem á sér stað við endurbræðslu.“
8.06 26. gr. aðalsamningsins er breytt í heild sinni og verður svohljóðandi:

„26. gr.


Útreikningur heimsmarkaðsverðs á áli.


26.01 Við útreikning á nettóhagnaði ÍSALs með tilliti til framleiðslugjalds, skal heimsmarkaðsverð á áli („heimsmarkaðsverðið“) merkja það verð á hrááli, sem ákvarðast fyrir hvern almanaksársfjórðung með útreikningi í upphafi næsta almanaksársfjórðungs á eftir samkvæmt eftirfarandi formúlu:
    P =         LME + MW + 2 (LME 3M + PREM)
                             4
þar sem
         
P =
    Heimsmarkaðsverðið í bandarískum sentum á pund (2.204,62 pund = 1 smálest).
         
LME =
    Meðaltalið, fyrir undanfarandi almanaksársfjórðung, tilgreint í Bandaríkjasentum á pund (2.204,62 pund = 1 smálest), af daglegum meðaltöldum verðskráningum hjá London Metal Exchange á hrááli, með lágmarkshreinleika 99,7 af hundraði, staðgreiddu við afhendingu, eins og þær eru birtar í „Metal Bulletin“ og umreiknaðar, þegar þörf krefur, úr sterlingspundum í Bandaríkjadollara eftir meðaltöldu síðasta daggengi á viðkomandi skráningardegi samkvæmt birtingu í „Financial Times“ (á blaðsíðunni „Currencies and Money“ í töflunni „The Dollar, Spot Forward against the Dollar“).
         
MW =
    Meðaltalið, fyrir undanfarandi almanaksársfjórðung, af meðaltöldum mánaðarlegum verðskráningum í Bandaríkjasentum á pund af hrááli, með lágmarkshreinleika 99,7 af hundraði, staðgreiddu við afhendingu, eins og þær eru birtar í „Metals Week USA“ undir fyrirsögninni „U.S. Free Market“.
         
LME3M =
    Meðaltalið, fyrir undanfarandi almanaksársfjórðung, tilgreint í bandarískum sentum á pund (2.204,62 pund = 1 smálest), af daglegum meðaltöldum verðskráningum hjá London Metal Exchange á hrááli, að lágmarkshreinleika 99,7 af hundraði, með þriggja mánaða afhendingarfresti, eins og þær eru birtar í „Metal Bulletin“ og umreiknaðar, þegar þörf krefur, úr sterlingspundum í Bandaríkjadollara eftir meðaltöldu síðasta daggengi á viðkomandi skráningardegi samkvæmt birtingu í „Financial Times“ (á blaðsíðunni „Currencies and Money“ í töflunni „The Dollar, Spot Forward against the Dollar“).
         
PREM =
    Meðaltalið, fyrir undanfarandi almanaksársfjórðung, tilgreint í bandarískum sentum á pund (2204,62 pund = 1 smálest), af meðalgildi uppbótarfjárhæða fyrir hráál í háum gæðaflokki með þriggja mánaða afgreiðslutíma, svo sem það birtist í „Metal Bulletin“ á viðkomandi ársfjórðungi (á blaðsíðunni Non-ferrous primary metals) undir fyrirsögninni „Aluminium, Certain other transactions,“ í liðnum „LME Premium Indicator: HG three months“ og, þegar þörf krefur, umreiknað úr sterlingspundum í Bandaríkjadollara eftir meðaltöldu síðasta daggengi á viðkomandi skráningardegi samkvæmt birtingu í „Financial Times“ (á blaðsíðunni „Currencies and Money“ í töflunni „The Dollar, Spot Forward against the Dollar“).
    26.02 Ef svo fer að einhverjar af þeim upplýsingum, sem á þarf að halda til að ganga úr skugga um LME, MW, LME3M og/eða PREM, samkvæmt skilgreiningunum í málsgrein 26.01, eru ekki fáanlegar fyrir einhvern almanaksársfjórðung, af ástæðum sem hvorki ríkisstjórnin né Alusuisse fá við ráðið, skal nota LME, MW, LME3M og/eða PREM fyrir undanfarandi almanaksársfjórðung við ákvörðun á heimsmarkaðsverði. Verði þessar upplýsingar tiltækar fyrir 1. júní á næsta ári eftir það ár, sem umræddur almanaksársfjórðungur tilheyrir, skal þetta heimsmarkaðsverð endurreiknað á grundvelli hinna nýju upplýsinga, og mismunurinn, ef einhver er, sem við það kemur fram milli heimsmarkaðsverðsins eins og það er upphaflega reiknað og heimsmarkaðsverðsins eins og það er endurreiknað samkvæmt hinum nýju upplýsingum, tekinn með við útreikning á nettóhagnaði ÍSALs fyrir það ár, sem ársfjórðungurinn tilheyrir. Verði þessar upplýsingar tiltækar eftir 1. júní á næsta ári á eftir því ári, sem umræddur almanaksársfjórðungur tilheyrir, skal ekki tekið tillit til upplýsinganna, nema aðilar verði ásáttir um annað og að áskildum ákvæðum málsgreinar 26.03.
26.03 Ef svo fer að einhverjar af þeim upplýsingum, sem á þarf að halda til að ganga úr skugga um LME, MW, LME3M og/eða PREM, samkvæmt skilgreiningunum í málsgrein 26.01, eru ófáanlegar í fjóra eða fleiri almanaksársfjórðunga samfleytt, af ástæðum sem hvorki ríkisstjórnin né Alusuisse fá við ráðið, skulu ríkisstjórnin og Alusuisse reyna að ná samkomulagi um að nota aðrar sambærilegar upplýsingar við útreikning á heimsmarkaðsverði í stað þeirra upplýsinga, sem orðið hafa ófáanlegar. Nái þau samkomulagi skulu þær upplýsingar notaðar í þessu skyni, en takist þeim ekki að ná samkomulagi, er hvorum aðila um sig heimilt að vísa málefninu til gerðardóms samkvæmt 47. gr. Þar til málið er útkjáð með samkomulagi eða úrskurði gerðardóms og að áskildu því, sem felst í þeim málalokum, skulu ákvæði málsgreinar 26.02 í samningi þessum gilda áfram.“

8.07 Við staflið (g) í málsgrein 27.01 í aðalsamningnum bætist eftirfarandi málsliður:
    „Frá 1. janúar 1997 er ÍSAL ekki heimilt að leggja fé í varasjóð samkvæmt þessum staflið (g), og þeim varasjóði sem til er 31. desember 1996 skal ráðstafað í tengslum við fjárfestingu vegna fjórðu stækkunar bræðslunnar án þess að upphæðin teljist til nettóhagnaðar ÍSALs.“
8.08 Aftan við staflið (g) í málsgrein 27.01 í aðalsamningnum bætist við nýr stafliður (h), svohljóðandi:
    „(h) Frá 1. janúar 1997 skal ÍSAL heimilt að flytja rekstrartap, sem myndast á árinu 1997 eða á síðara almanaksári, milli ára í allt að fimm ár. ÍSAL skal endurmeta fjárhæð tapsins, sem flutt er milli ára, með því að hækka eða lækka hana í beinu hlutfalli við nettóbreytinguna sem kann að hafa orðið á meðalársgengi milli íslensku krónunnar og svissneska frankans frá því almanaksári sem tapið myndaðist og til þess almanaksárs sem verið er að gera reikningsskil fyrir.“
8.09 Eftirfarandi orðum skal skotið inn framan við orðin „staflið (g) hér að ofan“ í lok málsgreinar 27.01 í aðalsamningnum: „málsgrein 25.04 og . . .“.
8.10 Stafliðum (a) og (b) í málsgrein 27.04 í aðalsamningnum er breytt og verða svohljóðandi:
    „(a) Heildarkostnaðarverð (FOB-rafskautaverksmiðju) þess samanlagða magns af rafskautum, sem afhent er til ÍSALs á hverju einstöku almanaksári, skal ákvarðað samkvæmt hinu samningsbundna verði sem við á um meðalverð pr. smálest (FOB-rafskautaverksmiðju) á rafskautum, sem látin eru í té af hálfu Alusuisse á sama ári frá rafskautaverksmiðjum þess í Evrópu til annarra aðila en Alusuisse eða dótturfélaga Alusuisse samkvæmt sölusamningum öðrum en um einstakar sölur (að undanteknum rafskautum til aðila sem eiga eignarhlutdeild hærri en 15% í viðkomandi rafskautaverksmiðju), eins og það mundi gilda um hið samanlagða magn til ÍSALs.“
    „(b) Útreikning meðalverðs á rafskautum til annarra aðila en Alusuisse eða dótturfyrirtækja Alusuisse samkvæmt staflið (a) skal gera í svissneskum frönkum, þannig að verð sé umreiknað í þann gjaldmiðil eftir því gengi sem í gildi er á útskipunartíma.“
8.11 Málsgrein 27.05 í aðalsamningnum er breytt þannig að næstsíðasti málsliður, sem hefst með orðunum „Ef ekki er um annað samið“ og lýkur með orðunum „óháðra viðskiptavina“ er felldur niður og í hans stað eru settir eftirfarandi tveir málsliðir:
    „Ef ekki er um annað samið milli aðila, skulu uppbætur á grundvelli málmgæða og lögunar málmsins, sem stuðst er við til þess að reikna nettóhagnað ÍSALs, ákvarðaðar af Alusuisse-Lonza Trading Ltd. og taka mið af uppbótum sem gilda á Evrópumarkaði. Hið alþjóðlega fyrirtæki óháðra löggiltra endurskoðenda, sem ríkisstjórnin skipar til þess að yfirfara og sannprófa ársreikninga ÍSALs samkvæmt málsgrein 29.05 í aðalsamningnum, skal hafa það sem fastan lið í árlegu endurskoðunarstarfi sínu að sannprófa að slíkar uppbætur séu samkvæmt viðskiptaháttum milli óskyldra aðila á Evrópumarkaði.“
8.12  Eftirfarandi tveir málsliðir bætist við málsgrein 27.05 í aðalsamningnum:
    „Að því marki sem ÍSAL hefur með höndum endurbræðslu eða hreinsun innflutts áls (t.d. brotaáls eða lággæðaáls) skal slík starfsemi vera annaðhvort i) gegn gjaldi, þannig að ÍSAL fái greitt, á grundvelli viðskipta milli óháðra aðila, fyrir endurbræðslu eða hreinsun, eða ii) framkvæmt fyrir eigin reikning ÍSALs þannig að verð fyrir álið, sem flutt er inn af ÍSAL, sé ákvarðað á grundvelli hlutlægra viðmiða skv. málsgrein 27.01 svo sem nánar er samið um milli ríkisstjórnarinnar og Alusuisse. Að því marki sem ÍSAL hefur með höndum framleiðslu á fullunnum álvörum skal verð hinnar fullunnu álvöru ákvarðað á grundvelli hlutlægra viðmiða skv. málsgrein 27.01 svo sem nánar er samið um milli ríkisstjórnarinnar og Alusuisse.“
8.13     Á eftir orðunum „. . . Bandaríkjadollurum . . .“ í málsgrein 27.06 í aðalsamningnum verði bætt inn orðunum „. . . eða svissneskum frönkum . . .“
8.14     Stafliður (d) í málsgrein 28.01 í aðalsamningnum breytist og verði svohljóðandi: „d) frá AR IV til AR V, af áli umfram 27.000 smálestir“ og strax á eftir staflið (d) í málsgrein 28.01 bætist nýr stafliður (e), jafnframt því að orðið „og“ er fellt niður í staflið (c) og orðinu „og“ bætt við staflið (d), svohljóðandi:
    „(e)   frá AR V og síðan þar til samningur þessi gengur úr gildi, af áli umfram 43.000 smálestir.“
8.15     Eftirfarandi orð bætist fremst í staflið (d) í mgr. 29.03 í aðalsamningnum: „Fyrir tímabilið frá 1. janúar, 1985 til 31. desember 2004 . . .“ og nýr málsliður bætist við staflið (d) í mgr. 29.03 í aðalsamningnum, svohljóðandi:
    „Frá og með 1. janúar 2005 og á hverju almanaksári eftir það skal í útreikningum á því framleiðslugjaldi, sem ÍSAL ber að greiða fyrir viðkomandi almanaksár, koma fram fjárhæð framleiðslugjaldsins, reiknað út samkvæmt gjaldþrepi því sem tilgreint er í málsgrein 25.04, eins og því er beitt um framtalinn nettóhagnað ÍSALs samkvæmt staflið (c) hér að ofan en lágmarksframleiðslugjaldið frádregið einungis sem rekstrargjöld í því skyni að reikna út nettóhagnað ÍSALs án þess að það hafi önnur áhrif á útreikning framleiðslugjaldsins.“

9. gr.

Breytingar á ákvæðum aðalsamningsins er varða skatta og opinber gjöld.


9.01 Fyrirsögn 30. gr. breytist og verði „Framlenging framleiðslugjaldsins“ og málsgrein 30.01 breytist þannig að hún hljóði svo í heild sinni:
    „30.01   Ef gildistími þessa samnings er framlengdur á valdegi sem fellur á fertugasta og fimmta árdegi AR I þá skulu þágildandi reglur um framleiðslugjaldið halda gildi þar til samningur þessi rennur út nema um annað sé samið milli aðila. Grunntaxtinn á framlengdu samningstímabili skal þó endurskoðaður samkvæmt eftirfarandi formúlu, nema aðilar komist að samkomulagi um annað:

         
         

 ODP 

    

 OPPI 


         
RBR =
    10 USD x (0,5

    + 0,5

          )


                        

BP

    

BPPI


þar sem:
         
RBR =
    Endurskoðaður grunntaxti (í Bandaríkjadollurum á hverja smálest af áli).
         
BP =
    Grunnverðið sem er meðalheimsmarkaðsverð á hrááli á almanaksárunum 1987–1996 reiknað skv. 26. gr.
         
ODP =
    Valdagsverðið, sem er meðalheimsmarkaðsverð á hrááli reiknað skv. 26. gr. á þeim tíu almanaksárum sem fara næst á undan þeim degi sem annar aðilinn skal í síðasta lagi hafa notað heimild sína til þess að framlengja gildistíma þessa samnings fram yfir fertugasta og fimmta árdag AR I.
         
BPPI =
    Grunnvísitala framleiðslukostnaðar í Bandaríkjunum, sem er vegið meðaltal vísitölunnar „U.S. Producer Price Index (All Commodities)“ á almanaksárunum 1992–1996 eins og hún er birt af Atvinnumálastofnun Bandaríkjanna (U.S. Bureau of Labor Statistics).
         
OPPI =
    Vísitala framleiðslukostnaðar á valdegi, sem er vegið meðaltal vísitölunnar „U.S. Producer Price Index (All Commodities)“ svo sem hún er birt af Atvinnumálastofnun Bandaríkjanna (U.S. Bureau of Labor Statistics) fyrir þau fimm almanaksár sem fara næst á undan deginum þegar annar hvor aðili skal í síðasta lagi hafa nýtt heimild sína til þess að framlengja gildistíma samnings þess fram yfir fertugasta og fimmta árdag AR I.“
9.02 Málsgreinar 30.02, 30.03, 30.04, 30.05, 30.08, 30.09, 30.10, 30.11 og 30.12 í aðalsamningnum falli niður og niðurfellingin verði sýnd með því að setja í stað hverrar hinna niðurfelldu málsgreina orðin „Felld niður með fimmta viðauka við aðalsamninginn.“
9.03 Málsgrein 31.01 í aðalsamningnum er hér með breytt þannig að við bætast stafliðir (o), (p) og (q), svohljóðandi:
    „(o) Byggingarleyfisgjald og gatnagerðargjald vegna fjórðu stækkunar bræðslunnar, að upphæð sem svarar til jafnvirðis 100.000 svissneskra franka í íslenskum krónum hvort gjald, greiðist eigi síðar en 31. desember 1996, umreiknað í íslenskar krónur á greiðsludegi.
    (p) Skipulagsgjald vegna fjórðu stækkunar bræðslunnar, að upphæð sem svarar til jafnvirðis 50.000 svissneskra franka í íslenskum krónum, greiðist eigi síðar en 31. desember 1996, umreiknað í íslenskar krónur á greiðsludegi.
    (q) Gjöldin skv. stafliðum (o) og (p) koma til greiðslu vegna fjórðu stækkunar bræðslunnar. Ef til frekari stækkunar kemur innan fimmta áfanga bræðslunnar skal greiða viðbótargjöld. Slík gjöld skulu vera í hlutfalli við þá fjölgun kera (pro rata) sem verður við slíka frekari stækkun samanborið við fjölgun kera vegna fjórðu stækkunarinnar.“
9.04 Ný málsgrein, 33.03, bætist við 33. gr. aðalsamningsins, svohljóðandi:
    „33.03  Á gildistíma þessa samnings má ÍSAL velja þann kost að lúta almennum íslenskum skattalögum sem í gildi eru hverju sinni. Beiðni um slíka breytingu skal lögð fram skriflega eigi síðar en 1. júní þess almanaksárs sem fer á undan því almanaksári sem breytingin á að taka gildi. Beiðnina má fyrst leggja fram 1. júní 1999 eða vegna þess dags, en hvenær sem er fyrir 1. júní ár hvert eftir það. Berist slík beiðni, skulu aðilar þegar ganga til samninga um breytinguna yfir í hið almenna skattkerfi. Aðilar skulu koma sér saman um aðferðir við framkvæmd breytingarinnar yfir í hið almenna skattkerfi. Við breytinguna skulu réttindi ÍSALs og hluthafa þess samkvæmt ákvæðum málsgreinar 33.01 haldast óskert í þann tíma sem getið er í sömu grein. Eftir það skal ÍSAL lúta almennum íslenskum skattalögum það sem eftir er af samningstímanum.“
9.05 Ný málsgrein, 33.04, bætist við 33. gr. aðalsamningsins, svohljóðandi:
    „33.04  Hafi ÍSAL ekki valið að lúta almennum íslenskum skattalögum samkvæmt málsgrein 33.03 áður en samningur þessi rennur út, skal ÍSAL lúta almennum íslenskum skattalögum eftir að samningur þessi rennur út, nema aðilar komist að samkomulagi um annað. Um breytinguna yfir í hið almenna skattkerfi skal fara samkvæmt málsgrein 33.03“.
    

10. gr.

Breytingar á ákvæðum aðalsamningsins


er varða almenn ákvæði.


10.01 Málsgrein 49.01 í aðalsamningnum er breytt með því að fella niður orðin „tuttugu og fimm ár“ í fyrsta málslið og orðin „þrjátíu og fimm ár“ í þriðja málslið og setja í þeirra stað orðin „fjörtíu og fimm ár“ á báðum stöðum. Jafnframt er annar málsliður felldur niður í heild sinni.
10.02 Málsgrein 49.02 í aðalsamningnum falli niður og niðurfellingin verði sýnd með því að setja í stað hinnar niðurfelldu málsgreinar orðin „Felld niður með fimmta viðauka við aðalsamninginn.“
10.03 50. gr. aðalsamningsins er breytt þannig að hún verði svohljóðandi í heild sinni:
    

„50. gr.


Réttindi og skyldur að loknum samningstíma eða við riftun.


    
a) Réttindi ef ÍSAL er slitið eða það leyst upp:
50.01  Þegar samningur þessi og fylgisamningarnir renna út eða þeim er rift, skulu allar fjárfestingar Alusuisse og sérhvers samþykkts hluthafa vera áfram á þeirra nafni. Alusuisse skal þá eiga rétt á, ef það óskar þess, að slíta ÍSAL og leysa það upp. Fari svo, skal Alusuisse og sérhverjum samþykkum hluthafa heimilað að endurheimta:
        (a) upphæð fjárfestinga sinna í ÍSAL og allan uppsafnaðan hagnað ÍSALs innan Íslands sem utan, enda er það skilningur aðila að réttindi ÍSALs og samþykktra hluthafa þess samkvæmt málsgrein 33.01 haldist; og
        (b) innkomið fé vegna sölu á eignum ÍSALs á Íslandi á því gengi sem ákvarðað er í 16. gr. samnings þessa.
50.02 Ef ÍSAL er slitið eða það leyst upp eftir að samningur þessi rennur út eða er rift, skulu V. kafli og 35., 45., 46., 47. og 50. gr. vera áfram í gildi að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til að fullnægja þeim tilgangi er þar greinir.
    b) Ráðstöfun mannvirkja:
50.03 Ef rekstri bræðslunnar er hætt, skulu aðilar, í samvinnu við kaupstaðinn, leitast við í góðri trú að finna önnur arðbær not fyrir bræðsluna og tilheyrandi mannvirki. Ef slíkar tilraunir leiða ekki til gagnkvæms samkomulags um slíka aðra notkun bræðslunnar innan tólf mánaða frá því að tilkynnt er um þá ætlun að hætta rekstri, skal Alusuisse, ef ekki er um annað samið, sjá um að ÍSAL fjarlægi bræðsluna og tilheyrandi mannvirki, sem ekki hafa fundist önnur not fyrir, innan eðlilegs tíma (þó ekki síðar en 30 mánuðum frá þeim degi sem starfrækslu er endanlega hætt).
50.04 Strax eftir að bræðslulóðin hefur verið rudd, samkvæmt málsgrein 50.03, skal ÍSAL afhenda kaupstaðnum bræðslulóðina veðbanda- og kvaðalausa. ÍSAL skal eftir það ekki eiga neina kröfu um bræðslulóðina, né heldur skulu leggjast á ÍSAL neinar kvaðir vegna hennar, enda hafi ÍSAL rekið bræðsluna í fullu samræmi við ákvæði umhverfisstarfsleyfis.
    c) Réttur til áframhaldandi starfrækslu eftir lok samningstíma:
50.05 Kjósi ÍSAL að halda áfram rekstri þegar samningur þessi rennur út, skulu öll leyfi (svo sem umhverfisstarfsleyfi), sem ÍSAL hafa verið veitt á samningstímanum gilda áfram samkvæmt ákvæðum sínum um gildistíma eða samkvæmt ákvæðum íslenskra laga eins og þau eru á hverjum tíma. Haldi ÍSAL áfram rekstri eftir lok gildistíma þessa samnings skulu grundvallarréttindi til starfrækslu (svo sem réttur til þess að eiga fasteignir og til iðnrekstrar) og undanþágur (svo sem undanþágur frá ákvæðum hlutafélagalaga er lúta að þjóðerni) sem veittar eru með þessum samningi eða felast í honum halda fullu gildi, að teknu tilliti til stjórnsýslukrafna. Eftir lok gildistíma þessa samnings skal rekstur ÍSALs, sbr. þó það sem að framan greinir, alfarið lúta íslenskum lögum og reglugerðum og félagið njóta sömu réttinda og önnur iðnfyrirtæki á Íslandi.“

10.04 Nafn og heimilisfang Alusuisse í 53. gr. breytist og verður sem hér segir:
         „Alusuisse: Alusuisse-Lonza Holding Ltd.
                         Feldeggstrasse 4
                         CH-8008 Zürich,
                         Switzerland“.
    

11. gr.

Tengsl við breytingar á fylgisamningnum og fylgiskjalinu um framkvæmd.


11.01 Samtímis undirritun þessa samnings skal fylgiviðaukinn undirritaður af aðilum hans í formi fylgiskjals A.
11.02 Samtímis undirritun þessa samnings undirrita viðkomandi aðilar samkomulag (viðaukaskjalið), um stækkun hafnarmannvirkja samkvæmt málsgrein 12.02 í hafnar- og lóðarsamningnum og um framkvæmd tiltekinna ákvæða hans, og tekur sá samningur gildi á gildistökudegi þessa samnings (fylgir þessum samningi í viðauka A).
11.03 Ríkisstjórnin og Alusuisse skulu staðfesta hvort um sig samþykki sitt við fylgiviðaukann og viðaukaskjalið með áritun á þau.
11.04 Fylgiviðaukinn telst óaðskiljanlegur hluti viðkomandi fylgisamnings og ef samhengi krefst ekki annars skal hvers kyns tilvísun til fylgiskjalanna, sem hér með er gerð eða síðan kann að vera gerð, teljast vera gerð til fylgiskjalanna eða fylgisamninganna eins og þeim hefur verið breytt með fylgiviðaukanum og fyrri fylgiviðaukum.
    

12. gr.

Gildi samnings þessa og gildistökudagur.


12.01 Samningur þessi er gerður sem viðbótarsamningur við aðalsamninginn samkvæmt ákvæðum 51. gr. hans og skal talinn beinn hluti af aðalsamningnum, svo sem væri hann felldur inn í meginmál hans. Ákvæði aðalsamningsins (eins og honum hefur áður verið breytt) taka ekki öðrum breytingum en þeim, sem gerðar eru í samningi þessum eða með honum, og halda að öðru leyti fullu gildi. Allar tilvísanir til aðalsamningsins, sem gerðar eru í fylgiskjölunum eða fylgisamningunum, eða hvers þeirra sem er, eða verða gerðar hér á eftir, skulu taldar vera gerðar til aðalsamningsins eins og honum hefur áður verið breytt og eins og honum hefur verið breytt með samningi þessum, nema samhengi krefjist annars.
12.02 Þegar samningur þessi og fylgiviðauki við hann hafa verið undirritaðir af aðilum og tilkynning verið gefin út svo sem mælt er í 51. gr. aðalsamningsins, skal samningur þessi, ásamt lagafrumvarpi þar að lútandi, lagður fyrir Alþingi til staðfestingar og samþykktar. Við staðfestingu og að fullnægðum öðrum löggjafaratriðum skal samningur þessi öðlast gildi („gildistökudagur“) og hafa lagagildi á Íslandi svo sem kveðið verður á um í staðfestingarlögunum.
    
ÞESSU TIL STAÐFESTU er samningur þessi undirritaður af hálfu ríkisstjórnarinnar og Alusuisse á þeim degi, er í upphafi greinir.
    

Fyrir RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS


Finnur Ingólfsson (sign)


iðnaðarráðherra.



Fyrir ALUSUISSE-LONZA HOLDING LTD.


Dr. Wolfgang Stiller (sign).


Beat Lehmann (sign).




FIFTH AMENDMENT TO THE MASTER AGREEMENT


BETWEEN


THE GOVERNMENT OF ICELAND


AND


ALUSUISSE-LONZA HOLDING LTD.




Agreement made as of the 16th day of November, 1995 between
    
The Government of Iceland (hereinafter referred to as the „Government“) of the First Part, and
    
Alusuisse-Lonza Holding Ltd. (hereinafter referred to as „Alusuisse“), a company organized under the laws of Switzerland, of the Second Part.

WHEREAS the Government and Alusuisse are parties to an agreement dated March 28, 1966 ratified by Act of the Althing No. 76, May 13, 1966, and effective as of September 20, 1966, amended (i) by a First Amendment dated October 28, 1969, ratified by Act of the Althing No. 19, April 6, 1970, and effective as of April 16, 1970, (ii) by a Second Amendment dated December 10, 1975, ratified by Act of the Althing No. 42, May 25, 1976, and effective as of June 12, 1976, (iii) by a Third Amendment dated November 5, 1984, ratified by Act of the Althing No. 104, November 30, 1984, and effective as of November 30, 1984 and (iv) by a Fourth Amendment dated November 11, 1985, ratified by Act of the Althing No. 111, December 31, 1985, and effective as of December 31, 1985 (hereinafter as so amended referred to as the „Master Agreement“) relating, among other things, to the construction and operation of an aluminium reduction plant and appurtenant facilities at Straumsvík in the Township of Hafnarfjördur, owned by Icelandic Aluminium Company Ltd. („ISAL“), a subsidiary of Alusuisse;
    
WHEREAS the Government is interested in promoting the further expansion of power intensive industries in Iceland and thereby contributing to diversification in the national economy through the utilization of the hydroelectric and geothermal energy resources of the country;
    
WHEREAS Alusuisse is engaged in a wide range of industrial activities on an international scale including the aluminium industry as producer of alumina and primary aluminium and manufacturer of fabricated and semi-fabricated aluminium products;
    
WHEREAS Alusuisse whishes to strengthen the competitive position of ISAL through an expansion of ISAL ensuring better utilization of the existing infrastructure at Straumsvík;
    
WHEREAS the Government and Alusuisse, as a result of negotiations conducted since January 1995 on ways to achieve these objectives now wish to amend certain provisions of the Master Agreement relating to such expansion, the determination of the Consolidated Tax payable by ISAL and related operational matters;
    
    

NOW IT IS HEREBY DECLARED AND AGREED AS FOLLOWS:



Article 1


Title of this Agreement and Definitions Used Therein.


Section 1.01     This Agreement shall be known as the Fifth Amendment to the Master Agreement.
Section 1.02     Unless the context otherwise requires, the following terms as used in this Agreement shall have the meanings assigned to them in the Sections specified in Article 1 of the Master Agreement (as earlier amended and as amended by this Agreement) :
         “Government“     Section 1.01(a)     
         “Alusuisse“     Section 1.01(b)
         “Township“     Section 1.01(d)
         “ISAL“          Section 1.01(e)
         “Alusuisse Affiliate“     Section 1.01(f)
         “Scheduled Documents“     Section 1.02
         “Scheduled Contracts“     Section 1.02
         “Aluminium“     Section 1.03(a)
         “Smelter“          Section 1.03(b)
         “Contract Power“     Section 1.03(r)
         “Fifth stage of the Smelter“     Section 1.05(a)
         “Smelter Fourth Enlargement“     Section 1.05(b)
         “PDDV“          Section 1.05(c)
         “Additional Power Facilities“     Section 1.05(d)
Section 1.03     The „Scheduled Amendment“ means the Fourth Amendment to the Power Contract (Schedule A) between Landsvirkjun and ISAL. The „Annexed Document“ shall mean the Memorandum of Agreement on the Expansion of the Port Facilities at Straumsvík Harbour pursuant to Section 12.02 of the Smelter Site and Harbour Agreement and on the Implementation of Certain Provisions thereof entered into between the Township and ISAL annexed hereto as Annex A.
Section 1.04     Unless the context otherwise requires, the following terms as used in this Agreement and the Scheduled Amendment and the Annexed Document shall have the following meaning:
        (a)     The „Ratifying Act“ shall mean the Act of the Althing that gives this Agreement the force of law in Iceland as provided in Section 12.02 of this Agreement.
        (b)     „Effective Date“ of this Agreement shall have the meaning assigned to that term in Section 12.02 of this Agreement.

Article 2


Amendment of Definitions Used in the Master Agreement and the Scheduled


Documents.


Section 2.01     Subsection (b) of Section 1.01 of the Master Agreement shall read as follows:
        “(b)     “Alusuisse“ shall mean Alusuisse-Lonza Holding Ltd., a company organized under the laws of Switzerland, registered in the City of Zurich, Switzerland, which is the legal successor of Swiss Aluminium Ltd. Chippis, Canton Valais, Switzerland, and whose principal office is located at Feldeggstrasse 4, CH-8008 Zurich/Switzerland“.
Section 2.02     Subsections (f) and (g) of Section 1.01 of the Master Agreement shall read as follows:
        “(f)     “Alusuisse Affiliate“ shall mean any existing or future corporation of which more than fifty percent (50%) of the shares having ordinary voting power are at the time directly or indirectly owned, respectively controlled by Alusuisse“.
        “(g)     “Approved Shareholder“ shall mean any corporation (other than Alusuisse or any Alusuisse Affiliate) owning shares in ISAL that have been aquired in accordance with Article 22 of this Agreement. Any reference in this Agreement to a Minority Shareholder shall be deemed to be a reference to an Approved Shareholder.“
Section 2.03     The introductory sentence of Section 1.03 of the Master Agreement is hereby amended by deleting the words “the meanings set forth in this Section 1.03 and in Section 1.04“ at the end thereof and inserting in their place the words “the meanings set forth in this Section 1.03 and in Sections 1.04 and 1.05“.
Section 2.04     Subsections (a) and (b) of Section 1.03 of the Master Agreement shall read as follows:
        “(a)     “Aluminium“ shall mean aluminium produced by ISAL and which may be in the form of;
             i) “primary aluminium“ meaning alloyed or unalloyed aluminium metal produced in the Smelter and in the Smelter Casthouse and which can be either i) “aluminium ingots“ traded as “aluminium minimum purity 99.7%“ on the London Metal Exchange “LME“, or ii) “primary aluminium derivatives“, manufactured in a continuous production line from liquid metal, which can be of any type, size or shape, including ingots for remelting and casting, rolling slabs, extrusion billets, wire bars, pellets and atomized aluminium and also including continuously cast plate, strip rod (whether or not broken down and up-coiled) and slugs punched out from continuously cast strip, which are normally traded at LME prices plus premiums predicated on quality or shape; and
             ii) “fabricated aluminium products“ which shall mean products made inside or outside the Smelter Site from primary aluminium produced in the Smelter or in the Smelter Casthouse in a production line starting from cold aluminium metal such as hot and cold rolled sheet, extrusions, castings and forgings irrespective of whether manufactured in the Smelter Casthouse or in separate, purpose-built plant, premises, or facilities.“
        “(b)     “Smelter“ shall mean the aluminium reduction plant and appurtenant facilities situated at the Smelter Site as the same shall be constituted and equipped at any particular time having in the First Stage of the Smelter a rated capacity of 60 megawatts and in the initial stage of the Fifth Stage of the Smelter a rated capacity of 295 megawatts and which may be increased in the Fifth Stage of the Smelter to a rated capacity of up to 360 megawatts, as further specified in the Power Contract from time to time, and may, when fully constructed, generally consist of:
        (i)     two or more potrooms containing a series of aluminium reduction furnaces, together with appurtenant electrical and electronic equipment and other auxiliary equipment;
        (ii)     one or more cast houses containing melting, holding, fluxing, casting and homogenizing equipment, together with all the auxiliary equipment needed for the production of Aluminium from time to time;
        (iii)     such other plant, premises, or facilities and related machinery, equipment and auxiliaries as required for the manufacture of Aluminium;
        (iv)     related and auxiliary facilities for the production and rodding of electrodes, the recovery of fluorides, the treatment of dross and anode butts, the pumping and treatment of water and the repair and maintenance of plant and equipment;
        (v)     laboratories for analyses and for process and quality control;
        (vi)     loading, unloading, handling and storage equipment (whether situated in the Smelter Site or in the Harbour Area) and warehouses for products, materials and supplies, and central heating system; and
        (vii)     administrative facilities, including office buildings, canteen and change houses.“
Section 2.05     Subsection (v) of Section 1.03 of the Master Agreement is amended by deleting the words “thirty-fifth“ and inserting in their place the words: “forty-fifth“.
Section 2.06     There shall be added to Article 1 of the Master Agreement a new Section 1.05, reading as follows:
“Section 1.05     Unless the context otherwise requires, the following terms used in this Agreement and the Scheduled Documents have the following meanings:
    (a)    “Fifth Stage of the Smelter“ shall mean the Smelter as constructed and equipped to have in the initial stage a rated capacity of 295 megawatts and eventually a rated capacity of up to 360 megawatts.
    (b)    “Smelter-Fourth Enlargement“ shall mean that portion of the Smelter having a rated capacity of 110 megawatts in excess of the rated capacity of the Fourth Stage of the Smelter.
    (c)    “Fifth Power Delivery Date“ (“PDDV“) shall mean the date so designated determined as provided in Article 9 of this Agreement.
    (d)    “Additional Power Facilities“ shall mean the hydroelectric power development at Hrauneyjafoss on the River Tungnaá in Southern Iceland, having a rated capacity of 210 megawatts and at Blanda power plant at Eidsstadir on the River Blanda in Northern Iceland, having a rated capacity of 150 megawatts, as the same shall be constituted and equipped at any particular time, including diversions and intake structures, canals, penstocks, power stations, transformer stations, switchyards and grid interconnections and Thórisvatn Storage Enlargement which constitutes the water regulation facilities increasing the storage capacity of the Thórisvatn Storage Facilities to a total of approximately 1330 Gigaliters.“

Article 3


Amendment of Provisions of the Master Agreement Relating to Construction of


Facilities and Related Matters.


Section 3.01     Section 4.02 of the Master Agreement is hereby amended to read as follows:
        “Section 4.02 In addition to completing the construction of the Búrfell Facilities, the Thórisvatn Storage Facilities and the Sigalda Facilities Landsvirkjun has constructed the Additional Power Facilities and shall effect further enlargement of its interconnected power system by constructing, operating and maintaining such further power generation and transmission capacity as necessary for the supply of Contract Power pursuant to the terms of this Agreement and the Power Contract for the entire term and any extended term thereof.“
Section 3.02     Article 5 of the Master Agreement is hereby amended by deleting the words “and PDDIV“ and inserting the words “PDDIV and PDDV and such additional power delivery dates as may be designated and determined in the Power Contract from time to time“ in their place.
Section 3.03     Section 6.01 of the Master Agreement is hereby amended, firstly by deleting the words “and the Smelter-Third Enlargement“ and inserting the words “the Smelter-Third Enlargement and the Smelter-Fourth Enlargement“ in their place; and, secondly, by deleting the words “and PDDIV“ and inserting the words “PDDIV and PDDV“ in their place.
Section 3.04     There shall be added to Article 6 of the Master Agreement a new Section 6.03, reading as follows:
        “Section 6.03 Alusuisse shall cause ISAL to construct and equip the Smelter-Fourth Enlargement so that it is fully constructed and equipped for operation not earlier than July 1, 1997 and not later than December 31, 1997. ISAL shall notify Landsvirkjun not less than one year in advance of the scheduled date of start-up of the Smelter-Fourth Enlargement.“
Section 3.05     There shall be added to Article 6 of the Master Agreement a new Section 6.04, reading as follows:
        “Section 6.04 ISAL shall construct and equip the Smelter and Alusuisse shall cause ISAL to construct and equip the Smelter so that any further enlargement thereof effected within the framework of the Fifth Stage of the Smelter is fully constructed and equipped for operation not later than the date designated and determined in the Power Contract as the first date on which Landsvirkjun shall be obligated to make power available to such further enlargement of the Smelter.“
Section 3.06     Article 7 of the Master Agreement is hereby amended by deleting the words “and PDDIV“ and inserting the words “PDDIV and PDDV and such additional power delivery dates as may be designated and determined in the Power Contract from time to time“ in their place.
Section 3.07     The heading of Article 9 of the Master Agreement is hereby amended to read as follows: “Article 9. Determination of PDDI, PDDII, PDDIII, PDDIV and PDDV“.
Section 3.08     Section 9.01 of the Master Agreement is hereby amended, firstly by deleting the words “and Fourth Power Delivery Dates (“PDDI“, “PDDII“, “PDDIII“ and “PDDIV“)“ and the words “and the Fourth Stage of the Smelter“ in the first sentence of Section 9.01 and inserting the words “Fourth and Fifth Power Delivery Dates (“PDDI“, “PDDII“, “PDDIII“, “PDDIV“ and “PDDV“)“ and the words “the Fourth Stage of the Smelter and the Fifth Stage of the Smelter“, respectively, in their place; and, secondly, by deleting the words “and PDDIV“, the words “Sections 9.02, 9.03 and 9.04“ and the words “Sections 9.05, 9.06, 9.07 or 9.10“ in the second sentence of Section 9.01 and inserting the words “PDDIV and PDDV“, the words “Sections 9.02, 9.03, 9.04, 9.09 and 9.11“ and the words “Sections 9.05, 9.06, 9.07, 9.10 or 9.12“, respectively, in their place.
Section 3.09     There shall be added to Article 9 of the Master Agreement a new Section 9.11, reading as follows:
    “Section 9.11 PDDV shall be the date, not earlier than July 1, 1997 and (subject to postponement pursuant to the provisions of Section 9.12) not later than January 1, 1998, specified by agreement between Landsvirkjun and ISAL or, in the absence of such agreement, PDDV is hereby fixed as January 1, 1998 (subject to postponement pursuant to the provisions of Section 9.12).“
Section 3.10     There shall be added to Article 9 of the Master Agreement a new Section 9.12, reading as follows:
    “Section 9.12 In the event that at any time within twelve months prior to the date of PDDV, as determined pursuant to Section 9.11, construction work on the Smelter-Fourth Enlargement shall suffer delays caused by Force Majeure, and ISAL cannot in its best estimate overcome such delays by taking all reasonable measures, then Alusuisse shall be entitled to declare, in the same manner as provided in Section 9.08, a postponement of the date of PDDV to such later date as shall be specified by such declaration; provided, however, that the period of any such postponement shall not exceed the period of delay caused by such Force Majeure. The provisions of Section 9.08 regarding the right to challenge any declaration of a postponement, the duration of any asserted period of delay, or the use of all reasonable measures to overcome such delay and regarding the settlement, adjudication or arbitration of such challenge, shall apply.“

Article 4


Amendments of Provisions of the Master Agreement


Relating to Level and Limitation of Production.


Section 4.01     Article 10 of the Master Agreement shall be amended in its entirety to read as follows:
        „Subject to economic and technical feasibility the Smelter shall always be operated at the optimal production level. The maximum level of production shall only be subject to constraints set out in the Environmental Operating Licence and the Scheduled Documents.“
Section 4.02     Article 11 of the Master Agreement shall be amended to read as follows:
        “Section 11.01 ISAL shall carry on the production of primary aluminium including all related activities and may engage in the manufacturing of fabricated aluminium products or in any other activities in Iceland unrelated to the production of Aluminium as permitted under Icelandic law, in particular Act. no. 34/1991 on foreign direct investment in Iceland as amended from time to time.
        Section 11.02 If ISAL engages in activities unrelated to the production of Aluminium such activities shall, unless otherwise agreed to with the Government, be carried out through a separate legal entity established under Icelandic Law and subject to Icelandic tax laws.“

Article 5


Amendments of Provisions of the Master Agreement


Relating to Customs Licence, Working Capital and Foreign Exchange.


Section 5.01     A new section 14.07 shall be added to Article 14 of the Master Agreement reading as follows:
        “Section 14.07 To the extent aluminium scrap metal or lower quality primary aluminium is imported for remelting, refining or further processing by ISAL, such imported aluminium scrap metal or other primary aluminium shall be subject to Customs Duties applied at the lowest rate allowed under international agreements to which Iceland is a party or exempt from Custom Duties when permitted under such agreements.“
Section 5.02     The words “subsection (g) of“ in the second sentence of Article 15 of the Master Agreement shall be deleted.
Section 5.03     The Heading of Article 16 shall read: “Foreign Exchange and Currency Accounts“ and Section 16.01 of the Master Agreement shall be deleted and the deletion shall be reflected by inserting in the place of said Section the words: “Deleted by the Fifth Amendment of the Master Agreement.“
Section 5.04     The words “Subject to the requirements of Section 16.01“ in Section 16.02 of the Master Agreement shall be deleted.

Article 6


Amendments of Provisions of the Master Agreement Relating to


Personnel, Materials and Services and Assistance Agreements.


Section 6.01     The words “... under the Act No. 29/1951“ at the end of Section 17.01 and Section 17.02 of the Master Agreement shall be deleted and in their place inserted the words: “... under Icelandic Law.“
Section 6.02     Section 17.04 of the Master Agreement shall be amended in its entirety to read as follows:
        “Section 17.04 The Treaty between the Confederation of Switzerland and the Republic of Iceland for the avoidance of Double Taxation of Income and Property, executed on June 3, 1988, as it may be amended from time to time, shall apply for the levy of taxes on income and capital of residents of Switzerland employed by Alusuisse, any Alusuisse Affiliate, ISAL or their contractors in connection with the construction and operation of the Smelter and all activities permitted by Article 11. The Government shall apply the provisions of the 1992 Draft Double Taxation Convention on Income and Capital (as amended from time to time) prepared by the O.E.C.D. for the assessing of taxes on the income and property of foreign residents other than Swiss residents so employed in Iceland unless and until a bilateral convention for the avoidance of double taxation between the Republic of Iceland and the home state of such foreign residents otherwise provides.“
Section 6.03     A new Section 17.05 shall be added to Article 17 of the Master Agreement, reading as follows:
        “Section 17.05 The Provisions of Section 17.01 and Section 17.02 shall be applied to the extent compatible with the international obligations of the Republic of Iceland, in particular pursuant to the European Economic Area Agreement or any subsequent agreements replacing that agreement.“
Section 6.04     A new Section 18.04 shall be added to Article 18 of the Master Agreement, reading as follows:
        “Section 18.04 The Provisions of Section 18.01 and Section 18.02 shall be applied to the extent compatible with the international obligations of the Republic of Iceland, in particular pursuant to the European Economic Area Agreement or any subsequent agreements replacing that agreement.“

Article 7


Amendments of Provisions of the Master Agreement


Relating to Share Capital and Auditors of ISAL.


Section 7.01     Article 21 of the Master Agreement shall be amended to read as follows:
        “The share capital of ISAL may be increased at any time as required by the operations of ISAL in accordance with the provisions of its Statutes and the Icelandic Companies Act as amended from time to time. The share capital of ISAL may be reduced at any time by amendment to its Statutes as provided therein and in accordance with the Icelandic Companies Act as existing from time to time.“
Section 7.02     The words “provided, however, that after giving effect to any such issue or sale Alusuisse shall at no time own less than fifty percent (50%) of the outstanding shares having ordinary voting power of ISAL (including in such fifty percent any shares acquired by other legal entities pursuant to Section 22.04)“ at the end of Section 22.01 of the Master Agreement shall be deleted.
Section 7.03     The following sentence shall be added to Section 22.02 of the Master Agreement:
        “Government consent pursuant to Section 22.01 and this Section 22.02 shall not be unreasonably withheld and shall, subject to the provisions of Section 22.03, as a rule be granted for the sale or transfer of the share of ISAL to any international company of good standing located in an OECD country.“
Section 7.04.     The following sentence shall be added to Section 22.03:
        “If the Government has approved the sale or transfer of shares in ISAL to an Approved Shareholder pursuant to this Article 22, the Government shall, if such an Approved Shareholder is of financial standing equal to Alusuisse, enter into negotiation in good faith to effect the transfer (pro rata to the shareholding being sold or transferred) of the aforementioned obligations of Alusuisse to such Approved Shareholder, as well as the transfer of the obligations (pro rata) of the aformentioned parties towards Alusuisse.“
Section 7.05     The first sentence of Section 23.02 of the Master Agreement shall be amended to read as follows:
        “In accordance with the Icelandic Companies Act, as existing from time to time, the Icelandic Annual Accounts Act, as existing from time to time, and as further provided in the statutes of ISAL there shall be elected at the Annual General Meeting of ISAL auditors or auditing firms whose function shall be to examine the accounts of ISAL each year and the actions of the Board of Directors to the extent that they deem necessary.“

Article 8


Amendments of Provisions of the Master


Agreement Relating to Consolidated Tax.


Section 8.01     Section 25.03 of the Master Agreement shall be amended in its entirety to read as follows:
        “Section 25.03 For the period commencing on January 1, 1985, the amount of the Consolidated Tax per metric ton of Aluminium shall be twenty United States dollars (US$ 20.00) and for the period commencing on January 1, 1998, or on the first day of the calendar month following the date of PDDV as defined in Section 9.11, whichever shall be later, the amount of the Consolidated Tax per metric ton of Aluminium shall be ten United States dollars (US$ 10.00) (the “Base Rate“). The total Consolidated Tax payable by ISAL in respect of any calendar year, or fraction thereof, shall at no time be less than the United States dollar amount corresponding to the Consolidated Tax on the tonnage of Aluminium shipped from the Smelter (or brought into Excess Stock) during that calendar year, or fraction thereof, when computed at the Base Rate (the “Minimum Consolidated Tax“).“
Section 8.02     Section 25.04 of the Master Agreement shall be amended to read as follows:
        “Section 25.04 For the period commencing on January 1, 1995 the amount of the Consolidated Tax on Net Profits of ISAL for a calendar year shall be 33% of Net Profits, provided however, that the amount paid as Minimum Consolidated Tax in respect of any of the calendar years 1995 through 2004 pursuant to Section 25.03 shall be allowed as a credit against the amount, if any, payable as Consolidated Tax on Net Profits of ISAL in respect of such calendar year. The total Consolidated Tax payable by ISAL in respect of any of the calendar years 1995 through 2004 shall not be higher than such sum in United States dollars of the Minimum Consolidated Tax or the Consolidated Tax on Net Profits, whichever is higher. For the period commencing on January 1, 2005 the amount paid as Minimum Consolidated Tax in respect of that calendar year and any subsequent calendar year shall be deducted as operating cost. For purposes of applying the percentage rate set forth above the Net Profits of ISAL for a calendar year shall be converted from Icelandic krónur to United States dollars at a rate of exchange which is the average of the monthly rates of exchange between the Icelandic króna and the United States dollar (based on official quotation) which have been applied in accounting for the revenues and expenses of ISAL during such calendar year.“
Section 8.03     Section 25.05 of the Master Agreement is amended in it's entirety to read as follows:
        “Section 25.05 During the term or the extended term of this Agreement, the Consolidated Tax shall apply unless one of the following events takes place:
        (a)     ISAL elects to become subject to the general Icelandic tax laws pursuant to Section 33.03 effective as of the date when the transition to the general tax system is agreed upon pursuant to said Section 33.03;
        (b)     agreement is reached pursuant to Article 30 to adopt a different taxation arrangement.“
Section 8.04     Section 25.06 of the Master Agreement is deleted in its entirety and the deletion shall be reflected by inserting in the place of said Section the words: “Deleted by the Fifth Amendment of the Master Agreement.“
Section 8.05     There shall be added to Article 25 of the Master Agreement a new Section 25.07 reading as follows:
        “Section 25.07 In the event ISAL imports aluminium or aluminium scrap metal (or other similar aluminium metal) for remelting in the Smelter or Smelter cast house, the quantity of imported metal consumed in the production (in any given calendar month) shall be deducted from the total tonnage shipped from the Smelter in that month (or brought into Excess Stock) for purposes of calculating the Minimum Consolidated Tax. Such imported aluminium shall be accounted for on each payment date of the Consolidated Tax pursuant to Section 29.02. In the event ISAL imports aluminium metal scrap (or other similar aluminium metal where actual loss of material occurs in remelting) for remelting the imported tonnage to be deducted for purposes of calculating the Minimum Consolidated Tax shall be adjusted by an adjustment factor to reflect actual loss of material in remelting as further agreed upon between the Government and Alusuisse.“
Section 8.06     Article 26 of the Master Agreement is amended in its entirety to read as follows:

“Article 26


Computation of World Market Price of Aluminium.


Section 26.01     In calculating the Net Profits of ISAL for purposes of Consolidated Tax, the world market price of primary aluminium (the “World Market Price“) shall mean the price for primary aluminium determined for each calendar quarter by calculation at the beginning of the following calendar quarter according to the following formula:
    
         
P =
    LME + MW + 2 (LME 3M + PREM)
         
         4
where:
         
P =
    The World Market Price in United States cents per pound (2204.62 pounds = 1 metric ton).
         LME =    The average, for the preceding calendar quarter, expressed in United States cents per pound, (2204.62 pounds = 1 metric ton) of the daily averaged postings at the London Metals Exchange for primary aluminium, minimum purity 99.7 percent, cash delivery, as published by the Metal Bulletin, and whenever necessitated, converted from Pounds Sterling into United States dollars at the respective average posting days spot close rate of exchange published by the Financial Times (on its page “Currencies and Money“ table “The Dollar Spot Forward Against the Dollar“).
         
MW =
    For the preceding calendar quarter, the average of the averaged monthly posting in United States cents per pound for primary aluminium, minimum purity 99.7 percent, cash delivery, as published by Metals Week USA under the heading “U.S. Free Market“.
         
LME3M =
    For the preceding calendar quarter, the average, expressed in U.S. cents per pound (2204.62 pounds = 1 metric ton), of the daily averaged postings at the London Metals Exchange for primary aluminium, minimum purity 99.7 percent, three months delivery, as published by the Metal Bulletin, and, whenever necessitated, converted from Pounds Sterling into United States dollars at the respective average posting days spot close rate of exchange published by the Financial Times (on its page Currencies and Money table “The Dollar Spot Forward Against the Dollar“).
         
PREM =
    For the preceding calendar quarter, the average, expressed in U.S. cents per pound, 2204.62 pounds = 1 metric ton), of the midpoints of premiums for primary aluminium, high grade, three months delivery, as published by the Metal Bulletin in the course of the respective quarter (on its page Non-ferrous primary metals) under Aluminium, Certain other transactions, as LME Premium Indicator: HG three months, and, whenever necessitated, converted from Pounds Sterling into United States dollars at the respective average posting days spot close rate of exchange published by the Financial Times (on its page “Currencies and Money“ table “The Dollar Spot Forward Against the Dollar“).
                Section 26.02 In the event that any of the information needed to ascertain the LME, MW, LME3M and/or PREM as defined in Section 26.01 is, for reasons beyond the control of the Government or Alusuisse, unavailable for any given calendar quarter, then the LME, MW, LME3M and/or PREM for the preceding calendar quarter will be used in calculating the World Market Price. If such information becomes available before June 1 of the year following the year in which such given calendar quarter occurs, such World Market Price will be recalculated based on such newly available information, and the resulting difference, if any, between the World Market Price as originally calculated and the World Market Price as recalculated based on such newly available information shall be taken into account in calculating the Net Profits of ISAL for the year in which such given calendar quarter occurs. If such information becomes available after June 1 of the year following the year in which such given calendar quarter occurs, such information shall be disregarded, unless the Parties otherwise agree and subject to the provisions of Section 26.03.
                Section 26.03 In the event that any of the information needed to ascertain the LME, MW, LME3M and/or PREM as defined in Section 26.01 is, for reasons beyond the control of the Government or Alusuisse, unavailable for four or more consecutive calendar quarters, then the Government and Alusuisse shall seek to agree on the use in calculating the World Market Price of comparable information in lieu of the information that has become unavailable. If they so agree, such information shall be so used, and if they are unable to so agree, the matter may be referred by either Party to arbitration in accordance with Article 47. Until the matter is resolved by agreement or arbitration, and subject to the terms of such resolution, the provisions of Section 26.02 hereof shall continue to apply.“

Section 8.07     To subsection (g) of Section 27.01 of the Master Agreement there shall be added the following sentence:
“From 1. January 1997 ISAL shall not be allowed to allocate funds into a special reserve fund pursuant to this subsection (g) and the special reserve fund as existing on 31. December 1996 shall be disposed of in conjunction with the investments relating to the Smelter Fourth-Enlargement, without such amounts being included in the Net Profits of ISAL.“
Section 8.08     Immediately after subsection (g) of Section 27.01 of the Master Agreement there shall be added a new subsection (h) as follows:
        “(h)     Commencing 1. January 1997 ISAL shall be entitled to carry forward any net operating loss incurred in 1997 or any subsequent calendar year for up to 5 years. ISAL shall revalue the amount of the loss carried forward by increasing or decreasing the amount of the loss in direct proportion to the net change in the average annual exchange rate of the Icelandic krónur and Swiss francs that may have occurred between the respective calendar year in which the loss arose and the calendar year being accounted for.“
Section 8.09     The following words shall be inserted immediately before the words “subsection (g) above“ at the end of Section 27.01 of the Master Agreement: “Section 25.04 and...“
Section 8.10     Subsections (a) and (b) of Section 27.04 of the Master Agreement are amended to read as follows:
        “(a)     The total cost (FOB anode plant) for the aggregate quantity of anodes delivered to ISAL during any calendar year shall be determined according to the contractual price applicable for the average price per metric ton (FOB anode plant) of anodes supplied during such year by Alusuisse from its anode plants in Europe to parties other than Alusuisse or Alusuisse Affiliates pursuant to supply contracts other than for spot sales (with the exception of supplies to parties with an equity interest of more than 15% in the respective anode plant), as applied to the aggregate quantity of anodes delivered to ISAL during such calendar year.“
        “(b)     The calculation of the average price for anodes supplied to parties other than Alusuisse or Alusuisse Affiliates for the purposes of subsection (a) shall be made in Swiss Francs, with prices being converted to such currency at exchange rates applicable at the time of shipment.“
Section 8.11     Section 27.05 of the Master Agreement is amended by deleting the penultimate sentence starting with the words “Unless otherwise agreed“ and ending with the words “independent customers“ and inserting in its place the following two sentences:
        “Unless otherwise agreed by the Parties, the value of premiums predicated on quality and shape for purposes of calculating the Net Profits of ISAL shall be established by Alusuisse-Lonza Trading Ltd. and shall reflect premiums applicable in the European Market. The international firm of public accountants appointed by the Government to carry out the annual review and verification of the accounts of ISAL pursuant to Section 29.05 of the Master Agreement shall as an integral part of their annual review verify that such premiums reflect arm's length dealings in the European Market.“
Section 8.12     The following two sentences shall be added to Section 27.05 of the Master Agreement:
        “To the extent ISAL engages in remelting or refining of imported aluminium (such as aluminium scrap or lower quality aluminium) such activity may be either (i) transacted as a tolling operation where ISAL is paid an arm's length conversion fee for the remelting or refining activity or (ii) carried out on ISAL's own account with prices of aluminium imported by ISAL established based on objective criteria pursuant to Section 27.01 as further agreed to between the Government and Alusuisse. To the extent ISAL engages in manufacturing of fabricated aluminum products the value of fabricated aluminium products shall be established based on objective critera pursuant to Section 27.01 as further agreed to between the Government and Alusuisse.“
Section 8.13     There shall be inserted after the words “... United States dollars ...“ in section 27.06 of the Master Agreement the words: “... or Swiss Francs ...“
Section 8.14     Subsection (d) of Section 28.01 of the Master Agreement shall be amended to read: “(d) From PDDIV to PDDV, Aluminium in excess of 27.000 metric tons“ and a new subsection (e) shall be added to section 28.01 immediately after subsection (d) with the word “and;“ being deleted from subsection (c) and the word “and“ added at the end of subsection (d) reading as follows:
        “(e) From PDDV and thereafter until expiration of this Agreement, Aluminium in excess of 43.000 metric tons.“
Section 8.15     The following words shall be inserted at the start of Subsection (d) of Section 29.03 of the Master Agreement: “For the Period from January 1, 1985 to December 31, 2004...“ and a new sentence shall be added to subsection (d) of Section 29.03 of the Master Agreement reading as follows:
        “Commencing on January 1, 2005 and for any calendar year thereafter the calculation of the Consolidated Tax payable by ISAL in respect of that calendar year shall show the amount of Consolidated Tax calculated pursuant to the rate set forth in Section 25.04 as applied to the Net Profits of ISAL stated under subsection (c) above with the Minimum Consolidated Tax being deducted solely as operating expense for purposes of calculating the Net Profits of ISAL and not otherwise having an effect on the calculation of the Consolidated Tax.“

Article 9


Amendments of Provisions of the Master Agreement


Relating to General Tax and Fiscal Provisions.


Section 9.01     The heading of Article 30 of the Master Agreement shall be revised to read “Extension of the Consolidated Tax“ and Section 30.01 shall be revised in its entirety to read as follows:
        “Section 30.01 If the term of this Agreement is extended on the Option Date occurring at the forty fifth anniversary of PDDI, the then existing provisions on the Consolidated Tax shall, unless otherwise agreed to by the parties, continue in force until the expiration of this Agreement. The Base Rate for the period of the extension shall however, unless otherwise agreed to by Parties, be revised according to the following formula:

         
         

 ODP 

    

 OPPI 


         
RBR =
    10 USD x (0,5

    + 0,5

          )


                        

BP

    

BPPI



Where:
         
RBR =
    The revised Base Rate (expressed in United States dollars per metric ton of Aluminium).
         
BP =
    The Base Price, which shall be the average World Market Price of primary aluminium in the calendar years 1987–1996 calculated pursuant to Article 26.
         
ODP =
    The Option Date Price, which shall be the average World Market Price of primary aluminium calculated pursuant to Article 26 in the 10 calendar years next prior to the date when either Party shall at the latest have exercised its option to extend the term of this Agreement beyond the forty fifth anniversary of PDDI.
         
BPPI =
    Base U.S. Producer Price Index which shall be the weighted average of the “U.S. Producer Price Index (All Commodities)“ as published by the U.S. Bureau of Labor Statistic for the calendar years 1992–1996.
         
OPPI =
    Option Date Producer Price Index which shall be the weighted average of the “U.S. Producer Price Index (All Commodities)“ as published by the U.S. Bureau of Labor Statistic for the five calendar years next prior to the date when either Party shall at the latest have exercised its option to extend the term of this Agreement beyond the forty fifth anniversary of PDDI.“
Section 9.02     Sections 30.02, 30.03, 30.04, 30.05, 30.08, 30.09, 30.10, 30.11 and 30.12 of the Master Agreement shall be deleted and the deletion shall be reflected by inserting in the place of each Section deleted the words: “Deleted by the Fifth Amendment to the Master Agreement.“
Section 9.03     Section 31.01 of the Master Agreement is hereby amended by adding thereto new subsections (o), (p) and (q) reading as follows:
        “(o)     A Building License Fee and Street Paving Charge in respect of the Smelter Fourth-Enlargement, in the Icelandic krónur equivalent of the amount of CHF 100,000 each, shall be paid by December 31, 1996 converted into Icelandic krónur on the date of payment.
        (p)     A State Planning Fee, in respect of the Smelter Fourth-Enlargement in the Icelandic krónur equivalent of the amount of CHF 50.000, shall be paid by December 31, 1996 converted into Icelandic krónur on the date of payment.
        (q)     The charge payable pursuant to (o) and (p) above shall be payable in respect of the Smelter Fourth-Enlargement. For any further expansion within the Fifth Stage of the Smelter further charges shall be payable. The amount of such charges shall be pro rata to the number of pots included in such further expansion as compared to the number of pots in the Smelter Fourth-Enlargement.“
Section 9.04     A new section 33.03 shall be added to Article 33 of the Master Agreement reading as follows:
        “Section 33.03 During the Term of this Agreement ISAL may elect to be subject to the general Icelandic tax laws as existing from time to time. A request for such a transition shall be made by a written notice submitted not later than June 1 of the calendar year next prior to the calendar year when such a transition is to take effect. Such request can first be submitted on or before June 1, 1999 but at any such date thereafter. If such notice is given, the Parties shall promptly enter into negotiations on the transition to the general tax system. The Parties shall agree on the transition procedures to accomplish the changeover to the general tax system. Such transition arrangement shall preserve the rights of ISAL and its shareholders under Section 33.01 for the time period contemplated in said Section 33.01. Thereafter ISAL shall be subject to the general Icelandic tax laws for the remaining term of this Agreement.“
Section 9.05     A new Section 33.04. shall be added to Article 33 of the Master Agreement reading as follows:
        “Section 33.04 If ISAL has not prior to the expiration of this Agreement exercised its option to become subject to the general Icelandic tax laws pursuant to Section 33.03, ISAL shall, unless otherwise agreed between the Parties, upon expiration of this Agreement, become subject to general Icelandic tax laws. The transition to the Icelandic tax laws shall be effected under the procedure set out in Section 33.03.“
    

Article 10


Amendments of Provisions of the Master Agreement


Relating to General Provisions.


Section 10.01     Section 49.01 of the Master Agreement shall be amended by deleting the words “twenty fifth anniversary“ in the first sentence and the words “thirty fifth anniversary “ in the third sentence and inserting in both places in their place the words: “forty fifth anniversary“ and by deleting the second sentence in its entirety.
Section 10.02     Section 49.02 of the Master Agreement shall be deleted in its entirety and the deletion shall be reflected by inserting in the place of said Section the words: “Deleted by the Fifth Amendment to the Master Agreement.“
Section 10.03     Article 50 of the Master Agreement shall be amended in it's entirety to read as follows.

“Article 50


Rights and Obligations upon Expiration or Termination.


    a)     Rights upon the Winding up or Dissolution of ISAL.
Section 50.01     Upon expiration or termination of this Agreement and the Scheduled Contracts, all investments of Alusuisse and any Approved Shareholder shall remain in such persons. Alusuisse shall at that time have the right, if it chooses to wind up and dissolve ISAL. In such event Alusuisse and any Approved Shareholder shall be permitted to repatriate:
        a)     the amount of its investments in ISAL and the accumulated retained earnings of ISAL held inside or outside of Iceland, it being understood that the rights of ISAL and its Approved Shareholders under Section 33.01 shall be preserved; and
        b)     the proceeds of the liquidation of the assets of ISAL in Iceland, at the rate of exchange as determined by Article 16 of this Agreement.
Section 50.02     In the event of the winding up or dissolution of ISAL following Expiration or Termination of the Agreement, Part V and Articles 35, 45, 46, 47 and 50 of this Agreement shall continue in effect to the extent necessary for the purposes thereof.
b)     Disposal of Facilities.
Section 50.03     In the event of permanent termination of operation of the Smelter, the Parties shall in cooperation with the Township endeavour in good faith to identify an alternative productive use for the Smelter and appurtenant facilities. If such efforts should not lead to mutual agreement on such alternative use of the Smelter within a period of 12 months from the time the planned termination of operation is announced, Alusuisse shall unless otherwise agreed cause ISAL to remove within a reasonable time (not to exceed 30 months from the date operations are permanently terminated) the Smelter and appurtenant facilities for which no alternative use has been identified.
Section 50.04     ISAL shall immediately upon clearing of the Smelter Site pursuant to Section 50.03 turn the possession of the Smelter Site to the Township free of any mortgage or liens. ISAL shall thereafter have no claim to the Smelter Site nor shall ISAL incur any further obligations relevant thereto, provided that ISAL shall have operated the smelter in full compliance with the Environmental Operating License.
c)     Rights for Continued Operation upon Expiration.
Section 50.05     If ISAL chooses to continue its operations upon expiration of this Agreement, all licences and permits (such as the Environmental Operating Licence) granted to ISAL during the term of this Agreement shall continue to be effective for the entire term of such licences or permits, pursuant to their term or as defined by Icelandic laws as existing from time to time. The basic operational rights (such as the right to own real estate and the right to carry on industrial operations) and exemptions (such as exemptions from the Companies Act relating to nationality requirements) granted pursuant to this Agreement or inherent therein shall, subject to administrative requirements, remain in full force and effect. Upon expiration of this Agreement, the operation of ISAL shall, subject to the foregoing, be regulated by Icelandic law and regulations in all respects and shall enjoy the same rights as other industrial companies in Iceland.“

Section 10.04     The name and address of Alusuisse in Article 53 shall be amended to read:

“Alusuisse: Alusuisse-Lonza Holding Ltd.


Feldeggstrasse 4


CH-8008 Zürich,


Switzerland.“



Article 11


Relation to Amendments of the Scheduled


Contract and the Implementing Annexed Document.


Section 11.01     Concurrently with the signing of this Agreement, the Scheduled Amendment shall be signed by the parties thereto in the form of Schedule A.
Section 11.02     Concurrently with the signing of this Agreement a separate Agreement (The Annexed Document) relating to the Expansion of Port Facilities Pursuant to Section 12.02 of the Smelter Site and Harbour Agreement and on the Implementation of Certain Provisions thereof is being signed by the respective parties to become effective on the Effective Date of this Agreement (Attached as Annex A to this Agreement).
Section 11.03     The Government and Alusuisse shall affirm their consent to the Scheduled Amendment and the Annexed Document by their several signatures thereunder.
Section 11.04     The Scheduled A mendment shall become an integral part of the respective Scheduled Contract and, unless the context otherwise requires, any reference to the Scheduled Documents hereby made or otherwise made hereafter, shall be deemed to be to the Scheduled Documents or the Scheduled Contracts as amended by the Scheduled Amendment and by prior Scheduled Amendments.

Article 12


Status of this Agreement and Effective Date.


Section 12.01     This Agreement is made as supplemental agreement to the Master Agreement pursuant to the provisions of Article 51 thereof and shall be deemed to be an integral part of the Master Agreement as fully as if it were incorporated therein. Except as modified herein or hereby, the provisions of the Master Agreement (as previously amended) shall not be changed or affected and shall remain in full force and effect. Unless the context otherwise requires, any reference to the Master Agreement made in the Scheduled Documents or the Scheduled Contracts, or any of them, or otherwise made hereafter shall be deemed to be a reference to the Master Agreement as previously amended and as amended by this Agreement.
Section 12.02     Upon the signing of this Agreement and the Scheduled Amendment by the parties hereto and thereto, and upon notice being given as provided in Article 51 of the Master Agreement, this Agreement, accompanied by a Law Bill relating thereto, shall be submitted to the Althing for ratification and approval. Upon ratification and the completion of all other legislative requirements, this Agreement shall become effective (“Effective Date“) and have the force of law in Iceland as provided in the Ratifying Act.

IN WITNESS WHEREOF, this Agreement has been signed on behalf of the Government and Alusuisse as of the date first above written.
    

THE GOVERNMENT OF ICELAND



Finnur Ingólfsson (sign)


Minister of Industry.



ALUSUISSE-LONZA HOLDING LTD.



Dr. Wolfgang Stiller (sign).


Beat Lehmann (sign).



Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Með frumvarpi þessu er lagt til, að lögfest verði samkomulag, er tekist hefur með ríkisstjórninni og Alusuisse-Lonza Holdings Ltd. (A–L), sem hefur tekið við réttindum og skyldum Swiss Aluminium Ltd. að lögum (Alusuisse) um tilteknar breytingar á aðalsamningi aðila frá 28. mars 1966 (með áorðnum breytingum frá 28. október 1969, 10. desember 1975, 5. nóvember 1984 og 11. nóvember 1995) um álbræðslu við Straumsvík. Eru breytingar þessar settar fram í svonefndum fimmta viðauka við aðalsamninginn, dags. 16. nóvember 1995, sem iðnaðarráðherra hefur undirritað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar með fyrirvara um staðfestingu Alþingis. Viðauki þessi er lagður fram sem hluti af frumvarpinu. Samhliða undirritun fimmta viðaukans var undirritaður viðauki við einn fylgisamning aðalsamningsins, þ.e. fjórði viðauki við rafmagnssamning milli Landsvirkjunar og Íslenska álfélagsins hf. (ÍSAL). Nánar er gerð grein fyrir þeim viðauka í sérstöku fylgiskjali með greinargerð þessari. Enn fremur voru undirritaðir samningar milli ÍSALs og Hafnarfjarðarbæjar um viðbótarhafnaraðstöðu í Straumsvíkurhöfn, milli Alusuisse og ríkisstjórnarinnar um framkvæmd tiltekinna ákvæða skattakafla aðalsamnings, milli Landsvirkjunar og ÍSALs um framkvæmd tæknilegra ákvæða orkusölusamnings, milli Alusuisse og ÍSALs um tækniaðstoð vegna byggingar nýja kerskálans og áframhaldandi rekstrar, svo og samningur milli Hafnarfjarðarbæjar og ríkisstjórnarinnar um hlutdeild bæjarins í framleiðslugjaldi ÍSALs. Nánari grein er gerð fyrir þessum samningum í greinargerðinni.
         
1. Meginatriði samninga:
    Efni ofangreindra samninga er í fjórum meginatriðum:
    Í fyrsta lagi hefur náðst samkomulag um að stækka álbræðslu ÍSALs um sem nemur 62.000 tonna framleiðslugetu á ári og er sú stækkun og tímasetning hennar umsamin í fimmta viðaukanum. Í samkomulagi um viðbótarhafnaraðstöðu er samið um byggingu og rekstur nýrrar hafnaraðstöðu vegna stækkunarinnar. Tækniaðstoð vegna stækkunar og áframhaldandi rekstrar er tryggð með sérstökum samningum milli ÍSALs og Alusuisse. Þessi stækkun felur í sér stærstu fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi síðan álverið var upphaflega byggt.
    Í öðru lagi er samið um að laga nokkur ákvæði aðalsamningsins um álbræðsluna að breytingum á íslenskum lögum og á viðskiptaumhverfinu, m.a. vegna aðildar Íslands að EES-samningnum. Um er að ræða breytingar á starfsheimildum, forgangsréttarákvæðum, fjárhæð hlutafjár, reglum um sölu hlutabréfa í ÍSAL, auk ákvæða um samningstíma og starfsréttindi við lok aðalsamningsins.
    Í þriðja lagi er samið um breytingar á ákvæðum rafmagnssamnings Landsvirkjunar og ÍSALs, um viðbótarorkusölu, um verðlag á raforku til stækkunar álbræðslunnar og aðrar breytingar, m.a. á gildistíma orkusölusamnings til samræmis við breyttan gildistíma aðalsamningsins.
    Í fjórða lagi er samið um tiltekna aðlögun skattareglna ÍSALs að gildandi skattareglum hér á landi, m.a. varðandi skattþrep, álagningu lágmarksgjalds, varasjóðstillag og rétt til að færa tap milli ára í allt að fimm ár. Í tengslum við þær breytingar er samið um framtíðarhlutdeild Hafnarfjarðarbæjar í framleiðslugjaldi og tengd atriði.

2. Gildistaka samninga.
    Í upphafi var aðalsamningurinn staðfestur á Alþingi með lögum nr. 76/1966 og honum veitt lagagildi, en aðrir samningar lagðir fram sem fylgiskjöl til kynningar. Þessari aðferð var einnig fylgt þegar álverið var áður stækkað, þ.e. við gerð fyrsta viðauka við samninga, sbr. lög nr. 19/1970, er samið var um að flýta byggingu annars kerskála bræðslunnar og lengja hinn fyrsta, og annars viðauka við samningana, sbr. lög nr. 42/1976, er samið var um breytingar á reglum um framleiðslugjald ÍSALs, hækkað orkuverð fyrir rafmagn til álversins frá Landsvirkjun og heimild til stækkunar hjá ÍSAL.
    Við framlagningu samningsins nú er við það miðað sbr. 1. og 2. gr. frumvarpsins að ákvæði fimmta viðauka aðalsamningsins verði lögfest og honum veitt lagagildi. Í samræmi við framangreint og 51. gr. aðalsamningsins er hinn nýi fimmti viðauki við aðalsamninginn lagður fram til staðfestingar af hálfu Alþingis sem hluti af frumvarpi þessu, en gerð grein fyrir efnisatriðum annarra samninga í greinargerð.
    Með tilliti til óska stjórnar Landsvirkjunar um að viðskiptaleynd hvíli yfir verðlagsákvæðum orkusölusamninga fyrirtækisins er fjórði viðauki við orkusölusamning ekki lagður fram í heild. Efnisatriði viðaukans eru hins vegar sérstaklega kynnt í umsögn sem er fylgiskjal með frumvarpi þessu. Gildistaka viðauka við orkusölusamninginn og annarra samninga um stækkunina er tengd gildistöku viðaukans við aðalsamninginn. Samningarnir í heild öðlast gildi þegar frumvarpið um staðfestingu fimmta viðaukans er orðið að lögum.
    Hér á eftir fylgir stutt greinargerð um aðdraganda samninganna og almennt efni þeirra. Í framsögu með frumvarpinu verður gerð nánari grein fyrir samningunum og einstökum efnisatriðum málsins. Jafnframt er gert ráð fyrir að koma megi að frekari skýringum við meðferð málsins á Alþingi.
    Með greinargerð þessari fylgir umsögn forstjóra og aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar á fyrirhuguðum breytingum á rafmagnssamningi (fskj. I). Síðan fylgir álit Þjóðhagsstofnunar á þjóðhagslegum áhrifum stækkunarinnar (fskj. II), þá á hafnarsamkomulagi milli Hafnarfjarðar og ÍSALs (fskj. III) og loks samkomulag ríkissjóðs og Hafnarfjarðarbæjar um hlutdeild í framleiðslugjaldi (fskj. IV).
    
3. Aðdragandi.
    Á liðnum árum hafa nokkrir kostir varðandi aukningu álframleiðslu við Straumsvík verið til athugunar. Í lok ársins 1994 var af hálfu íslenskra stjórnvalda kynnt hugmynd um flutning á nýlegum kerskála í eigu þýska álfyrirtækisins VAW til Íslands. Annar kostur sem sérstaklega hafði verið ræddur var stækkun á vegum Alusuisse með þeirra eigin tækni. Í kjölfar undirbúningsviðræðna í byrjun árs 1995 lýsti Alusuisse-Lonza yfir vilja til að kanna þessa kosti sameiginlega með íslenskum stjórnvöldum. Sameiginlegt markmið aðila var að auka hagkvæmni álframleiðslu í Straumsvík með bættri nýtingu aðstöðu og mannvirkja sem fyrir voru.
    Fulltrúar Alusuisse-Lonza og íslenskra stjórnvalda áttu fyrsta viðræðufund um málið í London 30. janúar 1995. Á fundinum var tekin ákvörðun um að vinna sameiginlega að úttekt á þeim kostum sem til greina komu varðandi stækkun og tók athugunin bæði til tæknilegra og rekstrarlegra þátta. Samhliða þessu ræddu aðilar fyrirkomulag eignarhalds og reksturs. Eftirtaldir tveir meginkostir um eignarhald voru ræddir:
*    Stækkunin yrði hluti af ÍSAL og felld inn í rekstur ÍSALs bæði tæknilega og fjárhagslega.
*    Nýr kerskáli yrði í eigu sérstaks hlutafélags sem gerði rekstrar- og stjórnunarsamninga við ÍSAL sem tryggði sem hagkvæmastan rekstur beggja.
    Athugun aðila lauk í aprílmánuði og var niðurstaðan sú að stækkun ÍSALs með tækni Alusuisse og með tækni VAW væru mjög áþekkir kostir. Í ljósi þessa ákvað Alusuisse að halda áfram undirbúningi á þeim grundvelli að ÍSAL yrði stækkað með Alusuisse-tækni. Jafnframt ákvað Alusuisse að miða að því að félagið stæði eitt sér að stækkuninni.
    Í vor hófust síðan formlegar viðræður milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda, Landsvirkjunar og Hafnarfjarðarbæjar annars vegar og Alusuisse og ÍSAL hins vegar um stækkun álversins í Straumsvík um 60% eða í um 162.000 árstonna framleiðslugetu. Að málinu hafa unnið eftirtaldir menn, sem skipaðir voru í sérstaka viðræðunefnd um málið. Nefndin er nú skipuð eftirtöldum:
    Jóhannes Nordal, formaður,
    Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar,
    Halldór J. Kristjánsson, skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti,
    Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar og
    Jóhann Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
    Lögfræðilegir ráðgjafar nefndarinnar eru Jón Sveinsson hdl. og Baldur Guðlaugsson hrl. Með nefndinni starfar enn fremur Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar (MIL), en Markaðsskrifstofan hefur veitt nefndinni nauðsynlega þjónustu. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur MIL, hefur enn fremur unnið með nefndinni. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins hafa tekið þátt í viðræðum um breytingar á reglum um framleiðslugjald og framtíðarhlutdeild Hafnarfjarðarbæjar í framleiðslugjaldi. Hefur Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu tekið þátt í þeim þætti samninganna.
    Niðurstaða viðræðna aðila lá fyrir í aðalatriðum um miðjan október sl. og fjallaði ríkisstjórnin um þá meginniðurstöðu á fundi 20. október 1995. Á stjórnarfundi Alusuisse-Lonza Holding Ltd. 6. nóvember 1995 kom stækkunin til lokaumfjöllunar. Á fundi sem var haldinn milli iðnaðar- og viðskiptaráðherra og aðalforstjóra og framkvæmdastjóra áldeildar Alusuisse-Lonza Holding Ltd. í Reykjavík 7. nóvember 1995 var undirrituð sameiginleg yfirlýsing iðnaðar- og viðskiptaráðherra f.h. ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse-Lonza Holding Ltd. til að staðfesta niðurstöður viðræðna aðila um stækkun á álbræðslu ÍSALs í Straumsvík. Í hinni staðfestu yfirlýsingu segir m.a.:
    Að stjórn Alusuisse-Lonza Holding Ltd. hafi á fundi sínum sem haldinn var í Zürich 6. þ.m. samþykkt að heimila ÍSAL að fjárfesta í nýjum 62.000 árstonna kerskála við Straumsvík.
    Að ríkisstjórn Íslands hafi á fundi sínum í dag samþykkt að staðfesta fimmta viðauka við aðalsamning ríkisstjórnarinnar og Alusuisse-Lonza sem veitir lagalega umgjörð fyrir stækkun ÍSALs.
    Að samkomulag hafi tekist milli aðila um skilmála fimmta viðauka við aðalsamning ríkisstjórnarinnar og Alusuisse sem felur í sér samkomulag í aðalatriðum um lagalega umgjörð stækkunarinnar.
    Að umhverfisráðherra hafi gefið út starfsleyfi fyrir stækkun ÍSALs. ÍSAL er því heimilt að hefja þegar nauðsynlegar undirbúningsframkvæmdir við stækkunina, þar með talið jarðvegsframkvæmdir á lóð verksmiðjunnar.
    Að stefnt sé að því að allir samningar vegna stækkunarinnar verði undirritaðir á sérstökum undirskriftarfundi sem fram fari í Reykjavík eigi síðar en 17. nóvember 1995 (undirskriftarfundurinn var haldinn 16. nóvember 1995). Á þeim fundi verði eftirtaldir samningar m.a. undirritaðir:
         *     Fimmti viðauki við aðalsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse-Lonza.
         *     Fjórði viðauki við orkusölusamning milli Landsvirkjunar og ÍSALs.
         *     Samkomulag um stækkun hafnar milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSALs.
        Stefnt er að því að nýi kerskálinn og önnur tengd aðstaða verði fullbyggð innan 24 mánaða og að rekstur kerskálans hefjist á síðasta ársfjórðungi ársins 1997.
    Að í framhaldi af formlegri undirritun fimmta viðauka við aðalsamninginn og annarra samninga sem fjallað er um í tölulið 5 hér að framan, mun ríkisstjórnin leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um staðfestingu á fimmta viðaukanum og óska staðfestingar Alþingis fyrir miðjan desember 1995.“
    
         Þetta frumvarp er lagt fram í samræmi við ofangreinda yfirlýsingu.
    
4. Um fimmta viðaukann.
    4.1 Meginsjónarmið varðandi samningsgerðina.
    Samningar þeir sem fyrir liggja um aukningu álframleiðslu í Straumsvík byggjast á því meginsjónarmiði að halda núverandi umgjörð samninga um ÍSAL óbreyttri og að gera aðeins nauðsynlegar lágmarksbreytingar á þeim, annars vegar vegna stækkunarinnar og hins vegar til að aðlaga tiltekin ákvæði að breyttu lagaumhverfi frá því samningar um ÍSAL voru staðfestir árið 1966. Uppbygging samninga um álbræðslu í Straumsvík frá 1966 er í stuttu máli þessi:
*    Í aðalsamningi milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse, sem hefur lagagildi hér á landi, var kveðið á um starfsréttindi ÍSALs, byggingu og rekstur bræðslunnar, fyrirheit og ábyrgðir af hálfu ríkisstjórnarinnar og Alusuisse, skipulag ÍSALs, skattamál, meðferð fjárfestingar, lausn deilumála, lagalega stöðu samninga og samningstímabil.
*    Á grundvelli aðalsamningsins voru síðan gerðir samningar milli Landsvirkjunar og ÍSALs um orkusölu og milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSALs um lóðar- og hafnarmál. Báðir samningarnir voru gerðir með ábyrgð ríkisins annars vegar og Alusuisse hins vegar.
*    Á grundvelli aðalsamningsins voru og gerðir samningar milli Alusuisse og ÍSALs um sölu á afurðum, öflun hráefna, tæknilega og rekstrarlega aðstoð, auk samnings um hönnun og byggingu álbræðslunnar.
    Aðalsamningnum hefur áður verið breytt með sérstökum viðaukum við aðalsamninginn og hefur þeim verið veitt lagagildi hér á landi í samræmi við ákvæði staðfestingarlaganna frá 1966. Um er að ræða fjóra viðauka sem hér segir:
*    Fyrsti viðaukasamningurinn var gerður árið 1969. Þar var kveðið á um frekari stækkun álversins og að Búrfellsvirkjun yrði flýtt frá upphaflegum áætlunum.
*    Annar viðaukasamningur var gerður árið 1975. Þar var kveðið á um frekari stækkun álversins. Jafnframt var skattaákvæðum breytt nokkuð.
*    Þriðji viðaukasamningurinn var gerður árið 1984. Þar var m.a. samið um endurskoðun á orkuverði til ÍSALs og breytingu á ákvæðum um sölu hlutabréfa í ÍSAL.
*    Fjórði viðaukasamningurinn var gerður árið 1985. Hann kvað m.a. á um breytta meðferð skattamála ÍSALs.
    
4.2 Meginefni fimmta viðauka við aðalsamninginn.
    Þær breytingar sem nú eru fyrirhugaðar með gerð fimmta viðauka við aðalsamning milli ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse eru þessar helstar:
    Í viðaukanum er samið um stækkun álbræðslunnar með byggingu kerskála með 110 MW málraun, þ.e. stækkun um rúm 62.000 árstonn, og kveðið á um það hvenær nýi kerskálinn verði tekinn í notkun. Kveðið er á um að fjórða stækkun bræðslunnar skuli vera fullbyggð og tilbúin til starfrækslu eigi síðar en 31. desember 1997. Um þetta er fjallað í 3. gr. viðaukans þar sem staðfest er breyting á 6. gr. aðalsamningsins. Jafnframt er frekari stækkun álbræðslunnar í allt að 360 MW málraun, þ.e. með 200.000 árstonna framleiðslu, heimiluð. Þá er samið um nokkrar breytingar á skattakafla aðalsamnings. Auk samningsákvæða, þar sem fjallað er um breytingar sem beinlínis leiða af stækkun álversins og skattaleg atriði, eru nokkur ákvæði aðalsamningsins aðlöguð breyttum aðstæðum. Þessi helstu önnur atriði eru:
    
a.         Framleiðsluafköst og starfsheimildir.
        Ákvæði aðalsamningsins um framleiðsluafköst álbræðslunnar eru einfölduð í ljósi breyttra aðstæðna og gildandi ákvæði um lágmarksársframleiðslu felld niður. Þess í stað verður nú kveðið á um að álverið skuli rekið með hagstæðustu afköstum að teknu tilliti til fjárhagslegra og tæknilegra rekstrarforsendna á hverjum tíma. Kveðið er á um þessa breytingu í mgr. 4.01 í viðaukanum en sú grein fjallar um breytingu á 10. gr. aðalsamningsins.
        Ákvæðum aðalsamningsins, sem takmarka starfsréttindi ÍSALs í aðalatriðum við rekstur álbræðslu, er breytt þannig að starfsréttindi ÍSALs verða hér eftir háð ákvæðum laga nr. 34/1991, um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi. Þar sem aðalsamningur kveður á um sérstakar skattlagningarreglur, sem fyrst og fremst eiga við um álbræðslu, er kveðið á um að ÍSAL skuli stofna sérstök dótturfélög um aðra starfsemi en vinnslu á áli og að slík dótturfélög greiði skatta skv. almennum íslenskum skattalögum. Fjallað er um þessa breytingu í mgr. 4.02 í viðaukanum en sú grein kveður á um breytingu á 11. gr. aðalsamningsins.

b.          Reglur um rekstrarfé ÍSALs.
        Í ljósi breyttra rekstrarforsendna eru ákvæði aðalsamningsins um lágmarks- rekstrarfé á Íslandi felld niður, en sambærilegar kvaðir eru ekki lagðar á önnur hlutafélög hér á landi. Fjallað er um þetta í mgr. 5.03 í viðaukanum sem kveður á um að mgr. 16.01 í aðalsamningnum falli niður.

c.          Forgangsréttarákvæði.
        Í ljósi aðildar Íslands að samningi um Evrópska efnahagssvæðið er ákvæðum aðalsamningsins um forgangsrétt íslensks starfsliðs til vinnu og íslenskra verktaka til verktöku breytt og skýrt tekið fram að þau ákvæði verði aðeins framkvæmd að því marki sem slíkt samræmist ákvæðum EES-samninganna. Sama á við um íslensk aðföng og aðra þjónustu við ÍSAL. Um þetta er fjallað í 6. gr. viðaukans sem kveður á um viðbót við 17. gr. og 18. gr. aðalsamningsins.

d.         Reglur um hlutafé ÍSALs.
        Ákvæði aðalsamningsins um lágmarkshlutfall hlutafjár af bókfærðu verði fastafjármuna eru felld niður. Þess í stað er vísað til ákvæða hlutafélagalaga um lágmarkshlutafé og skilyrði til hlutafjárlækkunar. Þá eru ákvæði aðalsamningsins um rétt A-L til að selja hlutabréf í ÍSAL rýmkuð þannig að heimild A-L til sölu hlutabréfa í ÍSAL takmarkist ekki við 50% af heildarhlutafé eins og nú er. Formlegt samþykki ríkisstjórnarinnar er þó ávallt áskilið en samningsbundið að ríkisstjórnin skuli að jafnaði veita slíkt samþykki ef um er að ræða traust fyrirtæki innan OECD-ríkjanna. Um þetta er fjallað í 7. gr. viðaukans sem kveður á um breytingar á 21. gr. og 22. gr. aðalsamningsins.
        Ábyrgðir Alusuisse-Lonza á ÍSAL haldast þótt hlutabréf séu seld nema um annað sé samið sérstaklega. Ríkisstjórnin skuldbindur sig til að samþykkja yfirfærslu á skuldbindingum Alusuisse-Lonza til nýs hluthafa ef nýi hluthafinn er fjárhagslega jafn sterkur og Alusuisse. Um þetta er fjallað í málsgr. 7.04 í viðaukanum sem kveður á um viðbót við málsgr. 22.03 í aðalsamningi.

e.          Réttindi og skyldur við lok samninga.
        Samið er um starfsréttindi ÍSALs að loknum umsömdum samningstíma aðalsamningsins, en félagið verður eftir það alfarið háð íslenskum lögum. Þó skal félagið áfram njóta þeirra grundvallar starfsheimilda og leyfa, sem það þá hefur, þar með talið umhverfisstarfsleyfis út gildistíma viðkomandi leyfa. Kveðið er skýrar á um hvað verði um eignir ÍSALs í lok starfsemi félagsins. Eðlilegt þykir að leggja þá kvöð á ÍSAL að eignirnar verði fjarlægðar ef starfsemi álbræðslunnar verður hætt og svæðið rýmt þannig að aðstöðuna megi nýta til nýrrar framleiðslu eða starfsemi. Engin ákvæði eru nú í aðalsamningnum hvað þetta varðar. Þá eru ákvæði um að ÍSAL skuli að því loknu ekki eiga neinn rétt til lóðarinnar við Straumsvík. Á móti ber félagið enga frekari ábyrgð á verksmiðjusvæðinu, nema ef kröfur koma til sem rekja má til þess að félagið hafi ekki farið að ákvæðum starfsleyfis. Um þetta er fjallað í málsgr. 10.03 í viðaukanum með breytingu á og viðbót við 50. gr. aðalsamningsins.

f.         Samningstímabil.
        Í tengslum við stækkun álversins er jafnframt samið um að nú þegar verði ákveðið að nýta gagnkvæman rétt til framlengingar aðalsamningsins og fylgisamninganna um 10 ár frá næsta valdegi samningsins, sem er 1. október 2004. Þá er samið um viðbótarrétt til framlengingar aðalsamningsins um önnur 10 ár frá 1. október 2014, en þá ætti aðalsamningurinn í síðasta lagi að renna út skv. gildandi ákvæðum. Samningstímabil aðalsamningsins getur því lengst orðið 55 ár frá upphafsdegi starfrækslu álbræðslunnar sem var 1. október 1969, þ.e. til 1. október 2024, í stað 45 ára samkvæmt gildandi ákvæðum. Kveðið er á um þessar breytingar í 10. gr. fimmta viðaukans þar sem staðfestar eru breytingar á 49. og 50. gr. aðalsamningsins.

4.3     Breytingar á skattareglum ÍSALs.
         a) Aðlögun skattareglna ÍSALs að almennum skattalögum.
        Samkomulag er um að laga skattareglur ÍSALs að þeim breytingum á íslenskum skattalögum sem tekið hafa gildi frá því aðalsamningurinn var síðast endurskoðaður 1985. Jafnframt er samkomulag um að hluti af þeirri aðlögun komi til framkvæmda vegna yfirstandandi tekjuárs. Aðrir þættir koma til framkvæmda í áföngum á árunum 1997, 1998 og 2004. Þannig er samið um að gildandi skattprósenta ÍSALs sem er stighækkandi á bilinu 35–55% verði aðlöguð gildandi skattahlutfalli og að tekjuskattsprósenta verði frá og með tekjuárinu 1995 jafnhá og nú er hjá íslenskum hlutafélögum eða 33%. Um þetta er samið í mgr. 8.02 í viðaukanum sem kveður á um breytingu á mgr. 25.04 í aðalsamningnum. Fyrirtækið mun þó ekki hafa heimild til þess að greiða út, skattfrjálst, arð allt að 10% að nafnverði hlutafjár, svo sem er um íslensk hlutafélög. Jafnframt þessu er samið um að réttur ÍSALs til að leggja 20% í varasjóð falli niður í árslok 1996 en félagið fái frá 1. janúar 1997 rétt til að færa tap milli ára í allt að 5 ár svo sem er hjá íslenskum hlutafélögum. Félagið fær aðeins rétt til að yfirfæra tap sem kynni að myndast frá og með árinu 1997 en ekki töp vegna fyrri ára. Um þetta er samið í mgr. 8.07 og 8.08 í viðaukanum sem kveða á um breytingu á mgr. 27.01 í aðalsamningi.
        Þá er samkomulag um að fastagjald ÍSALs verði eftir stækkun lækkað úr 20 dollurum á framleitt tonn í 10 dollara á tonn og komi sú breyting til framkvæmda í upphafi fyrsta heila rekstrarárs stækkaðs álvers eða frá 1. janúar 1998. Samkomulag er um að tilhögun á greiðslu gjaldsins verði óbreytt til ársloka 2004. Frá 1. janúar 2005 er samið um að gjaldið verði aðeins frádráttarbært frá tekjum, svo sem er um fasteignagjöld og gjöld sem nú leggjast á veltu hlutafélaga, en ekki frádráttarbært frá tekjuskattsgreiðslum eins og nú er. Um þetta er samið í mgr. 8.01, 8.02 og 8.15 sem kveða á um breytingar á mgr. 25.03, 25.04 og 29.03 í aðalsamningi.
    
         b) Önnur skattaleg atriði.
    Auk þeirra meginbreytinga á skattlagningu, sem gerð er grein fyrir hér að ofan, er enn fremur samið um eftirtaldar breytingar á skattareglum:
    
i)
    Til að greiða fyrir aukinni framleiðslu með endurbræðslu áls hér á landi er kveðið á um að lágmarksframleiðslugjald verði ekki lagt á útflutt ál sem framleitt er með endurbræðslu á áli. Um þetta er samið í mgr. 8.12 í viðaukanum, sem kveður á um viðbót við mgr. 27.05 í aðalsamningi. Endurbræðsla á áli mun koma til viðbótar við reglubundna álframleiðslu ÍSALs.
    
ii)
    Kveðið er á um grundvöll til að framkvæma óháð mat á verði fullunnins áls frá ÍSAL, er taki gildi eftir því sem ÍSAL ræðst í fullvinnslu áls. Um þetta er einnig samið í mgr. 8.12.
    
iii)
    Breytingar sem gerðar hafa verið á reglu þeirri sem gildir um heimsmarkaðsverð á áli á liðnum árum, vegna þess að eldri viðmiðanir hafa fallið niður, eru nú felldar inn í aðalsamninginn í samræmi við þær breytingar, sbr. mgr. 8.06.
    
iv)
    Kveðið er á um að ÍSAL skuli eiga rétt á að vera skattlagt skv. almennum íslenskum skattalögum. Ef félagið kýs að starfa skv. almennum íslenskum skattalögum skal félagið eftir þá ákvörðun vera skattlagt með þeim hætti það sem þá er eftir samningstímans. Réttur til að færast yfir á íslenska skattkerfið getur fyrst komið til frá 1. janúar árið 2000. Semja skal sérstaklega um yfirfærslu í íslenska skattkerfið. Um þetta er fjallað í málsgrein 9.04 sem kveður á um að við bætist ný málsgrein 33.03 í aðalsamning.
    
v)
    Kveðið er á um að ef ÍSAL hefur ekki ákveðið að falla undir íslensk skattalög á næsta valdegi framlengingar aðalsamningsins, þ.e. árið 2014, og ekki verður um annað samið, þá skuli gildandi ákvæði aðalsamningsins um framleiðslugjaldsskyldu haldast óbreytt að öðru leyti en því að lágmarksgjaldið skuli endurskoðað í ljósi þróunar álverðs og vísitölu framleiðslukostnaðar í Bandaríkjunum til þess tíma. Um þessi atriði er fjallað í mgr. 9.01 og 9.05 í viðaukanum, sem kveða á um viðbót við 33. gr. aðalsamningsins.
    
4.4     Samkomulag um framkvæmd tiltekinna þátta í skattakafla aðalsamnings.
    Jafnframt því að undirrita fimmta viðauka við aðalsamninginn var sérstakur samningur undirritaður milli Alusuisse og ríkisstjórnarinnar um skýringu á framkvæmd nokkurra skattaákvæða, m.a. um vinnslu brotamálms, verðlagningu fullunnins áls, afskriftastofn og skattalega meðferð langtímasölusamninga á áli. Samningurinn kveður á um nánari viðmiðun á viðskiptaháttum milli óskyldra aðila um þau nýju viðskipti sem heimiluð eru með fimmta viðaukanum, þ.e. vinnslu brotamálms, verð á fullunnu áli og meðferð langtímasölusamninga. Er þar m.a. vísað til nýsamþykktra viðmiðunarreglna OECD um verðlagningu í viðskiptum milli skyldra aðila. (The OECD Transfer Pricing Regulations.)
    
5.     Um fjórða viðauka við orkusölusamning.
    Á fundi stjórnar Landsvirkjunar, sem haldinn var 7. nóvember 1995, samþykkti stjórn Landsvirkjunar umsamdar breytingar á orkusölusamningi milli Landsvirkjunar og ÍSALs vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Jafnframt veitti stjórnin stjórnarformanni og forstjóra umboð til að undirrita samninga þess efnis. Undirritun fjórða viðauka við orkusamninginn fór fram 16. nóvember 1995 samhliða undirritun fimmta viðaukans við aðalsamninginn.
    Gert er ráð fyrir að orkusala vegna stækkunarinnar hefjist í árslok 1997 og að samningurinn gildi til 2014. Þá verður gagnkvæm heimild til framlengingar um 10 ár til viðbótar, en verðákvæði samningsins verða þá háð endurskoðun í ljósi verðþróunar á áli, samkeppnisstöðu ÍSALs samanborið við álbræðslur í Evrópu og Norður-Ameríku og framleiðslukostnaðar raforku hér á landi.
    Gildandi orkusamningur við ÍSAL mun gilda um orkusölu til núverandi kerskála óbreyttur til 1. október 2004. Orkuverð til stækkunarinnar verður með afslætti fyrstu árin, en eftir það tekur framtíðarorkuverð gildi, en það felur í sér beina tengingu orkuverðs við þróun álverðs.
    Umsamið orkuverð til stækkunarinnar ræðst á hverjum tíma af verði áls á alþjóðamarkaði. Gert er ráð fyrir að það orkuverð gildi einnig fyrir verksmiðjuna í heild frá og með 1. október árið 2004. Samningurinn er talinn mjög hagstæður fyrir Landsvirkjun jafnvel þótt heimsmarkaðsverð á áli verði mun lægra í framtíðinni en nýjustu álverðsspár gera ráð fyrir.
    Orkuþörf hins nýja kerskála verður um 947 GWst á ári og aflþörfin um 110 MW. Til samanburðar má geta þess að heildarraforkusala Landsvirkjunar árið 1994 nam um 4.250 GWst.
    Stækkun ÍSALs gerir það að verkum að öll umframorka í raforkukerfi Landsvirkjunar fullnýtist strax við gangsetningu stækkunarinnar. Talið er að um 730 GWst af forgangsorku verði til reiðu í raforkukerfinu árið 1997. Til þess að útvega það sem á vantar og anna orkuþörf almenningsveitna fram til aldamóta þarf að ráðast í eftirfarandi framkvæmdir með tilkomu stækkunar ÍSALs: Stækkun Blöndulóns, 5. áfanga Kvíslaveitu og 35 MW aflaukningu í núverandi Búrfellsstöð auk þess sem settir verða upp raðþéttar í háspennulínur. Samtals eru þetta framkvæmdir upp á um 2,5 milljarða króna. Þá verður endurbótum á Sogsvirkjunum flýtt og þeim lokið að mestu 1997 í stað 1999 eins og áður var áætlað. Gert er ráð fyrir að ársverk við ofangreindar framkvæmdir verði um 440 til aldamóta, þar af um 260 á næstu tveimur árum.
    Umfjöllun stjórnar Landsvirkjunar um orkusölusamninginn var kynnt iðnaðarráðherra með bréfi, dags. 10. nóvember 1995. Með bréfinu fylgdu árituð drög að orkusölusamningnum og ítarleg greinargerð um forsendur samningsgerðarinnar og afkomuáhrif. Í greinargerðinni kemur fram að Landsvirkjun telur að um mjög hagstæðan samning sé að ræða fyrir fyrirtækið. Samkvæmt útreikningum Landsvirkjunar verður núvirtur hagnaður af fjórða viðaukanum við rafmagnssamninginn um 8 milljarðar króna miðað við grundvallarforsendur og um 80% líkur á því að arðsemi af nauðsynlegum fjárfestingum Landsvirkjunar vegna viðaukans verði 15% eða meira og nánast engar líkur á því að fjárfestingin skili minni arði en 5,5%. Samkvæmt þessu taldi Landsvirkjun að samningurinn uppfyllti þau skilyrði í 13. gr. laga um Landsvirkjun, nr. 42/1983, sem eru svohljóðandi:
    „Landsvirkjun gerir orkusölusamninga við almenningsveitur og iðjuver innan þeirra marka sem segir í 2. gr. Til orkusölusamninga til langs tíma, við iðjuver sem nota meira en 100 millj. kWst á ári, þarf Landsvirkjun leyfi ráðherra þess er fer með orkumál. Slíkir samningar mega ekki að dómi ráðherra valda hærra raforkuverði til almenningsveitna en ella hefði orðið.“
    Jafnframt var óskað að ráðherra veiti leyfi til þess að gera umræddan samning samkvæmt ofangreindu ákvæði Landsvirkjunarlaga. Að fenginni umsögn Þjóðhagsstofnunar, sem staðfesti niðurstöðu Landsvirkjunar, staðfesti iðnaðarráðherra samninginn skv. 13. gr. laga um Landsvirkjun nr. 42/1983 með sérstöku bréfi til Landsvirkjunar, dags. 15. nóvember 1995. Fjórði viðauki við orkusölusamninginn hefur því hlotið fullnaðarafgreiðslu lögum samkvæmt.
    Í framangreindu bréfi Landsvirkjunar var vakin athygli á að þörf væri á því að viðskiptaleynd hvíldi á orkusölusamningum við einstaka stórnotendur og af því tilefni hefði stjórn Landsvirkjunar samþykkt eftirfarandi ályktun:
    „Stjórn Landsvirkjunar ályktar að það geti verið til þess fallið að veikja samningsstöðu Landsvirkjunar að því er varðar samninga um orkusölu til stóriðju, að viðsemjendur fyrirtækisins hafi aðgang að verðákvæðum áður gerðra rafmagnssamninga og samþykkir því að viðskiptaleynd skuli ríkja um orkuverðsákvæði fyrirhugaðs viðaukasamnings við Íslenska álfélagið hf.“
    Með vísan til þessarar samþykktar óskaði Landsvirkjun eftir því að fjórði viðauki við orkusölusamninginn yrði ekki formlegt fylgiskjal við frumvarp til laga um staðfestingu á fimmta viðauka aðalsamnings milli ríkisstjórnarinnar og Alusuisse-Lonza um álverið í Straumsvík. Í staðinn hafa forstjóri og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar látið í té umsögn varðandi breytingar á rafmagnssamningi sem felur í sér greinargóða lýsingu á samningnum í heild án þess að rekja þar niðurstöður varðandi orkuverðið sjálft. Fylgir sú umsögn frumvarpi þessu.
    Iðnaðarráðherra hefur fallist á framangreind sjónarmið Landsvirkjunar og er við framlagningu frumvarpsins tekið fullt tillit til þessa sjónarmiðs stjórnar Landsvirkjunar.
    
6.     Lýsing á fyrirhugaðri stækkun.
    Með stækkun álversins í Straumsvík nú er áætlað að auka framleiðslugetu álbræðslunnar úr 100.000 árstonnum í alls 162.000 árstonn. Verður það gert með því að auka framleiðslu í núverandi kerskálum í 102.000 árstonn þegar á næsta ári, en jafnframt að reisa nýjan kerskála með 160 rafgreiningarkerum sem framleitt getur um 60.000 árstonn. Stefnt er að því að þriðji kerskálinn hefji framleiðslu í nóvember 1997. .nnur mannvirki er tengjast stækkuninni eru:
*    Nýr þurrhreinsibúnaður fyrir útblástur frá þriðja kerskálanum.
*     Viðbót við álsteypuskála fyrir framleiðslu á álbörrum.
*     Viðbót við tengivirki.
*     Nýjar vöruskemmur.
    Heildarfjárfestingarkostnaður vegna stækkunarinnar er um 13,5 milljarðar króna. .tla má að um þriðjungur eða 4,5 milljarðar króna sé innlendur kostnaður, þ.e. vinnulaun, íslenskt byggingarefni og verktakakostnaður ýmiss konar, en 2/3 hlutar eða um 9 milljarðar króna séu erlend aðföng. Beinar framkvæmdir við stækkunina munu hefjast í beinu framhaldi af undirritun samninga 16. nóvember 1995 og framlagningu frumvarps þessa.
    Byggingartími er áætlaður 22 mánuðir. Mannaflaþörf á byggingartíma er áætluð 400 ársverk. Þar af eru 150 ársverk við byggingarvinnu og 250 ársverk við uppsetningu á rafbúnaði og í málmiðnaði. Flestir verða starfsmenn á öðrum ársfjórðungi 1997, rúmlega 350.
    Um 90 varanleg störf munu skapast í Straumsvík vegna rekstrar stækkaðs álvers. Velta ÍSALs mun aukast um rúma 6 milljarða og verður verðmæti árlegs útflutnings frá ÍSAL eftir stækkun um 16 milljarðar króna miðað við 1.650 Bandaríkjadollara álverð á tonn.
    
7.     Nánar um stöðu Alusuisse-Lonza Holding Ltd.
7.1     Stofnun fyrirtækisins og þróun.
        Alusuisse-Lonza Holding Ltd. er byggt á gömlum grunni. Fyrirrennari þess Aluminium Industrie AG (AIAG), var upphaflega stofnað árið 1888 á grundvelli einkaleyfis fyrir aðferð til álrafgreiningar. Byggði það fyrstu álbræðsluna í Evrópu í Neuhausen við Rínarfossa. Fyrirtækið efldist fljótt og var áratugum saman leiðandi álframleiðandi í heiminum og sá stærsti utan Norður-Ameríku. Nafni fyrirtækisins var síðar breytt í Swiss Aluminium Ltd. (Alusuisse). Allt fram á 7. áratuginn einbeitti fyrirtækið sér að álframleiðslu á öllum sviðum og átti hlut í framleiðsluferlinu allt frá bauxít-vinnslu til framleiðslu á álpappír og flóknum vélahlutum úr þrýstimótum og steypu. Það var lengi leiðandi í framleiðslutækni við álframleiðslu. Álbræðslan í Straumsvík var tíunda álbræðslan á þess vegum.

7.2     Stofnun Alusuisse-Lonza.
        Á áttunda áratugnum víkkaði fyrirtækið út starfsemi sína þegar það keypti svissneska efnaframleiðandann Lonza AG. Fyrst framan af voru fyrirtækin rekin aðskilin en á síðasta áratug voru þau sameinuð undir einni stjórn. Núverandi skipulag var tekið upp í janúar 1990 þegar Alusuisse-Lonza Holding Ltd. var stofnað. Fyrirtækið fór ekki varhluta af miklum erfiðleikum í áliðnaðinum á síðasta áratug sem varð til þess að mikil endurskipulagning fór fram á rekstrinum. M.a. seldi fyrirtækið álbræðslur sínar í Norður-Ameríku og dró sig að verulegu leyti út úr áliðnaðinum þar. Fyrirtækið varð fyrir miklu tapi á þessum árum.
    
7.3     Breytt áhersla í rekstri.
        Árið 1986 var því enn gripið til mikilla aðgerða til endurskipulagningar á fyrirtækinu sem segja má að hafi nú verið leidd til lykta. Fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði síðan árið 1987. Að hluta til byggðist endurskipulagningin á því að dregið var úr vægi álframleiðslu innan fyrirtækisins og fjölda álbræðslna var lokað eða þær seldar. Er nú svo komið að fyrirtækið rekur einungis álbræðsluna í Straumsvík og á hlut í álbræðslu Söral AS í Noregi. Fyrirtækið kaupir nú um eða yfir helming af hrááli því sem það notar gagnstætt því sem áður var þegar fyrirtækið framleiddi meira hráál en það hafði þörf fyrir. Gert er ráð fyrir að þegar stækkun ÍSALs lýkur muni fyrirtækið framleiða um helming hráálsþarfar sinnar, að mestu leyti hér á landi en kaupa um helming frá öðrum aðilum. Heildarnotkun fyrirtækisins á hrááli er áætluð verða um 400.000 tonn á ári.
        Breyttar áherslur koma m.a. fram í skipulagi fyrirtækisins í dag. Skilgreind hafa verið þrjú megin starfssvið og stofnuð sérstök framleiðslufyrirtæki fyrir hvert svið. Þessi svið eru áliðnaður, umbúðaiðnaður og efnaiðnaður. Fjárfestingar hafa á síðustu árum einkum beinst að efnaiðnaði og umbúðaiðnaði. Meðal annars keypti Alusuisse-Lonza kanadíska umbúðafyrirtækið Lawson Mardon Group, sem er mjög sterkt í plastumbúðum, á síðasta ári.
    
7.4     Fjárhagsstaða Alusuisse-Lonza.     
        Eins og áður sagði hefur fyrirtækið sýnt hagnað öll ár frá árinu 1987 og var hann 207 millj. svissneskra franka árið 1994. Á fyrri hluta þessa árs meira en tvöfaldaðist hreinn hagnaður og var fyrir fyrstu sex mánuði ársins 197 millj. svissneskra franka. Fyrirtækið á von á áframhaldandi batnandi afkomu og telur horfur fyrir næsta ár jafnvel enn betri en fyrir yfirstandandi ár. Sala fyrstu sex mánuði ársins 1995 skiptist þannig að hlutdeild áldeildar er 37%, umbúðadeildar 36%, efnaiðnaðardeildar 25% og önnur sala 2% af heildarveltu sem var tæplega 4 milljarðar svissneskra franka á þessum tíma. Heildarvelta á árinu 1994 var rétt um 7,5 milljarðar svissneskra franka. Heildareignir fyrirtækjasamsteypunnar voru í árslok 1994 að verðmæti rétt um 6,3 milljarðar svissneskra franka en eigið fé var 1,8 milljarða svissneskra franka eða tæplega 30%. Í árslok 1994 voru starfsmenn rúmlega 26.000.
    
8.     Meginatriði varðandi viðbótarhafnaraðstöðu.
8.1     Tilhögun og kostnaður.
        Vegna aukinna flutninga um Straumsvíkurhöfn í tengslum við aukna álframleiðslu er nauðsynlegt að auka viðlegurými í höfninni. Fyrirhugað er að byggja 100 m langan viðlegukant framan við aðkomuhlið álversins, sem áætlað er að kosti um 3 millj. Bandaríkjadala eða um 200 millj. króna.
        Höfnin er í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar, en var byggð á kostnað ÍSALs. Með því að kosta bygginguna var samið svo um að ÍSAL greiddi ekki vörugjöld fyrstu 25 starfsár verksmiðjunnar, eða til 1. ágúst 1994. Eftir þann tíma greiðir ÍSAL vörugjöld er nema 0,1% af heimsmarkaðsverði áls á hvert tonn útskipaðs áls. Svipaður háttur verður hafður á við stækkun hafnarinnar nú, þ.e. að ÍSAL kostar byggingu viðlegukantsins og mun greiða byggingarkostnaðinn niður með 10 jöfnum árlegum greiðslum til ársins 2017 eða staðgreiða þann kostnað að vali ÍSALs. Á móti verður ÍSAL undanþegið vörugjöldum af innfluttum rekstrarvörum og útflutningi afurða vegna framleiðslu umfram 105.000 tonn og allt að 175.000 tonnum af áli á ári til ársins 2014.
    
8.2     Samkomulag um stækkun hafnaraðstöðu.
        Samkomulag um stækkun hafnaraðstöðu er gert skv. 12. gr. í gildandi hafnar- og lóðarsamningi, en ákvæði þess samnings standa að öðru leyti óbreytt. Í samkomulaginu er m.a. kveðið á um eftirfarandi:
a.        Hafnarfjarðarhöfn byggir nýjan um það bil 100 m viðlegukant. Kveðið er á um að hafnaraðstaðan verði tilbúin til notkunar áður en rekstur stækkaðrar verksmiðjunnar kemur til framkvæmda.
b.        ÍSAL greiðir kostnað af gerð hafnaraðstöðunnar en verður undanþegið greiðslu vörugjalda fyrir útflutning á áli á bilinu 105.000–175.000 árstonn fram til 1. október 2014. (Vörugjöld ÍSALs af bæði innflutningi og útflutningi eru umreiknuð sem ákveðið gjald á hvert tonn af áli sem flutt er út.)
c.        ÍSAL greiði til sveitarfélagsins vegna mannvirkja sem byggð verða vegna stækkunarinnar og nánar er kveðið á um í aðalsamningi (byggingarleyfis- og gatnagerðargjöld). Að skipulagsgjaldinu meðtöldu nemur þessi upphæð að verðgildi 250.000 svissneskum frönkum á greiðsludegi eða um 14 milljónir króna. Samkomulag er um skiptingu gjaldsins milli ríkis og Hafnarfjarðarbæjar. Í 2. mgr. 3. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir heimild ríkisins til samninga um skiptingu gjaldsins.
d.        ÍSAL mun tengjast vatnsveitu Hafnarfjarðar til töku á neysluvatni í síðasta lagi árið 2000.
e.        Núverandi hafnar- og lóðarsamningur fylgir gildistíma aðalsamnings eða allt til 1. október 2024. Samkomulag er um að vörugjöld verði endurskoðuð 1. október 2014 í ljósi eftirfarandi:
         i) Þróunar á vörugjöldum á sambærilegum flutningi hér á landi,
        ii) samkeppnisstöðu ÍSALs samanborið við álbræðslur í Evrópu og N-     Ameríku, og
        iii) kostnaði Hafnarfjarðarbæjar af rekstri og viðhaldi Straumsvíkurhafnar, auk     eðlilegs arðs.
f.        Gert er ráð fyrir ábyrgð ríkisins á skuldbindingum Hafnarfjarðarbæjar og ábyrgð Alusuisse-Lonza á efndum ÍSALs samkvæmt samningnum, svo sem um skuldbindingar skv. upphaflegum hafnar- og lóðarsamningi væri að ræða. Til að taka af tvímæli í þessu efni er í 1. mgr. 3. gr. frumvarpsins lagt til að ótvíræð lagaheimild verði veitt fyrir þessari ábyrgð ríkisins.
g.        Þá er í samkomulaginu ákvæði um áframhaldandi rekstur hafnarinnar og þjónustu vegna rekstrar álbræðslunnar eftir að aðalsamningurinn og þar með hafnar- og lóðarsamningur renna úr gildi. Samningsaðilar skuldbinda sig til að hefja viðræður í góðri trú um fyrirkomulag hafnarreksturs og þjónustu við ÍSAL eigi síðar en þremur árum áður en samningarnir renna úr gildi.
h.        Loks eru ákvæði um nánari framkvæmd nokkurra ákvæða í gildandi hafnar- og lóðarsamningi sem ástæða þótti til að skýra nánar.

9.     Mat á líklegum skatttekjum.
     Skatttekjur á Íslenska álfélaginu hf. eru aðallega þríþættar:
    a.    Gjöld sem leggjast á launagreiðslur og ÍSAL greiðir skv. ákvæðum aðalsamningsins.
    b.    Lágmarksframleiðslugjald sem lagt er á sem fast gjald í Bandaríkjadollurum á hvert framleitt og útskipað tonn af áli frá ÍSAL.
    c.    Tekjutengt framleiðslugjald sem lagt er á sem ákveðinn hundraðshluti af nettóhagnaði hvers árs.
    Með stækkuninni og þeirri breytingu á reglum um framleiðslugjald sem samið er um vegna stækkunarinnar verða ekki verulegar breytingar á heildartekjum skv. a. og b. lið hér að ofan, en erfiðara er að meta þróun tekjutengds framleiðslugjalds eftir breytingarnar. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir hverjum þætti fyrir sig:

9.1     Gjöld er leggjast á launagreiðslur.
    Í fimmta viðaukanum er ekki samið um breytingar á gildandi reglum um álagningu gjalda er leggjast á launagreiðslur.
    
    Svo sem fyrr er vikið að fjölgar störfum í Straumsvík vegna stækkunarinnar um 90 eða úr um 430 í 520 störf. Laun og launatengd gjöld hækka því í hlutfalli við þessa fjölgun starfsfólks.

9.2     Lágmarksframleiðslugjald.     
    Lágmarksframleiðslugjald hefur verið álagt þannig að greitt er jafngildi 20 Bandaríkjadollara á hvert framleitt og útskipað tonn. Lágmarksgreiðsla miðað við um 100.000 árstonn hefur verið um 2 milljónir Bandaríkjadollara eða um 130 milljónir króna á ári. Þessi greiðsla helst óbreytt til ársloka 1997. Frá og með 1. janúar 1998, þegar stækkað álver verður komið í fullan rekstur, mun lágmarksgjaldið lækka í jafngildi 10 Bandaríkjadala á hvert tonn og árlegt lágmarksgjald því verða um 1,6 milljónir Bandaríkjadala eða jafngildi um 100 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að afkastageta álversins verði aukin með viðbótarstækkun og endurbótum á eldri kerskálum á næstu árum þannig að ársframleiðslan verði innan fárra ára frá því stækkunin tekur til starfa allt að 200.000 árstonn. Árlegt lágmarksgjald næmi eftir það um 130–140 milljónum króna. Þar með greiddi félagið eftir stækkun áþekka fjárhæð í lágmarksgjald og nú.
    Lágmarksframleiðslugjald eftir stækkun er sambærileg fjárhæð og félagið greiddi í fasteignaskatta og þau minni háttar gjöld sem nú leggjast á veltu atvinnufyrirtækja, þ.e. markaðsgjald, iðnaðargjald og iðnlánasjóðsgjald. Til þessa hefur lágmarksframleiðslugjaldið verið frádráttarbært frá tekjutengdu framleiðslugjaldi. Svo sem fyrr greinir er samið um að eðli gjaldsins breytist eftir 2004 og verði aðeins dregið frá sem rekstrarútgjöld. Þessi breyting á lágmarksgjaldinu er í samræmi við þá þróun sem orðið hefur hér á landi með niðurfellingu aðstöðugjalds, þ.e. að skattleggja atvinnurekstur fyrst og fremst í formi tekjuskatts.
    
9.3     Tekjutengt framleiðslugjald.
    Afkoma ÍSALs hefur batnað á síðustu tveimur árum. Eftir allmörg ár mikils taprekstrar var nokkur hagnaður af rekstri ÍSALs árið 1994. Í ljósi jákvæðrar þróunar á álverði á þessu ári og nokkuð góðra horfa á næsta ári er gert ráð fyrir mjög góðri afkomu og verulegum tekjuskattsgreiðslum vegna áranna 1995 og 1996.
    Samkvæmt áætlunum sem gerðar hafa verið um rekstur ÍSALs eftir stækkun mun beinn framleiðslukostnaður í stækkuðu álveri verða allnokkru lægri en í núverandi álveri. Með hliðsjón af því að mestur hluti fjárfestingarinnar (um 3/4 hlutar) eru tæki og vélar, sem afskrifast á fyrstu sjö rekstrarárum stækkunarinnar, koma jákvæð áhrif stækkunarinnar á reiknaða afkomu fyrst og fremst til eftir 7. heila starfsár nýja kerskálans.
    Sem fyrr greinir er samið um að ÍSAL verði frá 1. janúar 1995 skattlagt í sama skattþrepi og íslensk hlutafélög, þ.e. 33% í stað stighækkandi tekjuskatts á bilinu 35–55%, eins og nú er. Heimild ÍSALs til að leggja 20% af nettóhagnaði í varasjóð verður afnumin í árslok 1996 og vegur það á móti lækkun skattþreps.
    Það er því ljóst að í lengd verður afkoma stækkaðs álvers betri og líkur á mun hærri tekjuskattsgreiðslum en af rekstri ÍSALs í óbreyttri mynd. Miðað við álverð á bilinu 1.600–1.700 Bandaríkjadali á tonn gætu tekjuskattsgreiðslur eftir árið 2004 orðið á bilinu 1,3–2 milljarðar á ári. Til þess tíma yrðu tekjuskattsgreiðslur nokkru lægri miðað við sama álverð. Áætlanir sýna að skattbyrði ÍSALs verður sambærileg og skattbyrði hefði orðið ef félagið hefði verið skattlagt skv. íslenskum skattareglum. Á hitt ber að líta að félagið hefur ekki rétt til að greiða út skattfrjálsan arð allt að 10% af nafnvirði hlutafjár svo sem íslensk félög hafa, en það hefði falið í sér verulegt skattatap fyrir ríkissjóð.
    
10.     Aðstoðarsamningar um hönnun, byggingu og rekstur.
    Samhliða undirritun fimmta viðauka við aðalsamninginn undirrituðu Alusuisse-Lonza Holding Ltd. og ÍSAL tvo samninga um tækniaðstoð, annars vegar um tækniaðstoð vegna hönnunar og byggingar nýja kerskálans og tengdra mannvirkja og hins vegar um áframhaldandi rekstraraðstoð eftir stækkun.
    
    Samningarnir eru eðlilegir viðskiptasamningar og voru þeir áritaðir af iðnaðarráðherra til samþykkis í samræmi við ákvæði þeirra aðstoðarsamninga sem í gildi eru.
    
11.     Hlutdeild Hafnarfjarðar í skatttekjum.
    Í tengslum við samninga um stækkun ÍSALs var samið um hlutdeild Hafnarfjarðarbæjar í föstum tekjum af álverinu frá 1. janúar 1998. Bærinn mun þá fá 6,00 Bandaríkjadali pr. framleitt, útskipað tonn í sinn hlut sem síðan hækkar í 6,50 Bandaríkjadali pr. tonn árið 2003. Hlutdeild bæjarins verður tekin til endurskoðunar í árslok 2009.
    Samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytis frá 1976 hefur hlutdeild bæjarins í framleiðslugjaldi verið ákveðin sem:
    a)    Árlegt grunngjald að fjárhæð 250.000 Bandaríkjadalir og því til viðbótar
    b)    18% af framleiðslugjaldi, þ.e. bæði föstum hluta þess (lágmarksgjaldi) og tekjutengdu gjaldi.
    
    Á liðnum árum hefur þetta skilað Hafnarfjarðarbæ um 30–40 milljónum króna (breytilegt eftir ársframleiðslu og gengi), sem var hlutdeild bæjarins í lágmarksgjaldinu á liðnum árum. Miðað við 100.000 tonna framleiðslu á ári og meðalgengi Bandaríkjadals árið 1994 yrði hlutdeild bæjarins í lágmarksgjaldi að óbreyttu um 42 milljónir króna á ári. Þetta jafngildir að um 6,10 Bandaríkjadalir fyrir hvert framleitt tonn komi í hlut bæjarins.
    Hlutdeild Hafnarfjarðarbæjar hefur ekki verið endurskoðuð frá 1976. Þá er þess að geta að tekjutengd viðbótargreiðsla hefur aðeins komið til á fáeinum af þeim tæplega 20 árum sem liðin eru frá því núverandi skipan var ákveðin. Í tengslum við samkomulag um að hlutdeild Hafnarfjarðar í tekjutengdu gjaldi falli niður 1998 og til að greiða fyrir samkomulagi þar um var ákveðið að bærinn fengi aukna hlutdeild í tekjutengdu gjaldi fyrir árin 1995–97. Á þessum árum verður hlutdeild Hafnarfjarðar í framleiðslugjaldi sem hér segir:
    a)    Árlegt grunngjald verður endurskoðað miðað við verðlagsþróun frá 1976 og hækkar í 500.000 Bandaríkjadali.
    b)    Hlutdeild bæjarins í tekjutengdu gjaldi þessi ár verður 28% (búist er við tekjuskatti 1995 og 1996, en síður fyrir árið 1997 þegar afskriftir vegna stækkunar hefjast).
    Ljóst er að árin 1995 og 1996 verður afkoma ÍSALs mjög góð. Viðbótarhlutdeild Hafnarfjarðarbæjar í framleiðslugjaldi áranna 1995 og 1996 gæti því orðið á bilinu 40–80 milljónir króna, þó alfarið háð afkomu ÍSALs. Fallist var á þessar viðbótargreiðslur m.a. með hliðsjón af því að tekjutengt gjald hefur nánast aldrei komið til á árunum 1976–1994. Þá er þess að geta að þrátt fyrir ákvæði í bréfi fjármálaráðherra frá 1976 hefur hlutur Hafnarfjarðar og þar með fastagjaldið ekki verið endurskoðað, þó til hafi komið lækkun á gengi dollarans. Enn fremur var litið til þess að í samningum við ÍSAL eru greiðslur fyrir byggingatengd gjöld, svo sem gatnagerðargjöld og byggingarleyfisgjöld, lá miðað við þær gjaldskrár sem eru í gildi. Kostnaður bæjarins af sérstakri gatnagerð vegna stækkunarinnar er lítill en hinu er ekki að neita að í gatnagerðargjöldum er ákveðin almenn tekjuöflun og miðlun milli stórbygginga og hinna smærri. Því þótti eðlilegt að bærinn fengi aukna hlutdeild í tekjutengdu gjaldi árin 1995 og 1996 en þá eins og fyrr segir gegn því að hlutdeild í tekjutengdu gjaldi falli þar eftir niður.
    Samkomulag milli ríkissjóðs og Hafnarfjarðarbæjar um hlutdeild bæjarins í skatttekjum ÍSALs, dags. 16. nóvember 1995, fylgir hér með sem fylgiskjal IV.
    
12. Um umhverfismat og útgáfu starfsleyfis.
12.1 Umhverfismat.
    ÍSAL hafði heimild skv. samningi við stjórnvöld frá febrúar 1992 fyrir allt að 105.000 tonna ársframleiðslu áls. Stækkun álversins umfram það skyldi á grundvelli samkomulagsins vera háð útgáfu starfsleyfis samkvæmt lögum og mati á umhverfisáhrifum. Til þess að flýta fyrir undirbúningi að mati á umhverfisáhrifum aukinnar álframleiðslu í Straumsvík fól iðnaðarráðuneytið MIL í maí sl. að hrinda í framkvæmd vinnu vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og standa straum af kostnaði við það verkefni. Um það var samið við A-L að kostnaðurinn yrði endurgreiddur af ÍSAL þegar endanleg ákvörðun um stækkun álversins lægi fyrir.
    Í maí 1995 fól MIL tveimur verkfræðistofum að aðstoða við matið. Verkfræðistofunni Vatnaskilum hf. var falið að gera útreikninga á loftmengun frá núverandi álveri í Straumsvík að viðbættri 100.000 tonna ársframleiðslu. Verkfræðistofunni Hönnun hf. var falið að gera frummatsskýrslu um fyrirhugaðar framkvæmdir. Niðurstöður lágu fyrir í skýrsluformi í byrjun júlí. Tilkynning um framkvæmdina var auglýst opinberlega 14. júlí sl. af hálfu Skipulags ríkisins. Að fengnum athugasemdum umsagnaraðila og að athuguðu máli féllst skipulagsstjóri ríkisins á fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík með nokkrum skilyrðum, sem fullt samkomulag er orðið um. Umhverfisráðherra staðfesti mat á umhverfisáhrifum í byrjun nóvember 1995 en það hafði verið kært til ráðherra. Staðfesting ráðherra felur í sér endanlega afgreiðslu málsins.
    
12.2 Starfsleyfi.
    ÍSAL sótti formlega um starfsleyfi til Hollustuverndar ríkisins fyrir rekstri allt að 200.000 tonna álvers í Straumsvík 2. júní 1995. Var ákveðið að gefa út nýtt leyfi fyrir stækkun álversins í heild í stað þess að gefa út sérstakt starfsleyfi fyrir stækkunina til viðbótar eldra leyfi. Hollustuvernd ríkisins auglýsti drög að starfsleyfinu opinberlega í byrjun ágúst sl. Að teknu tilliti til athugasemda sem bárust á umsagnartímanum lágu ný drög að starfsleyfi fyrir í októbermánuði, sem ÍSAL samþykkti í öllum aðalatriðum. Starfsleyfið kemur í staðinn fyrir eldri samning um rekstursleyfi. Það er gefið út fyrir aukningu á framleiðslugetu í 170.000 tonn í fyrsta áfanga og í síðari áföngum í allt að 200.000 tonn á ári. Í starfsleyfinu er kveðið á um ráðstafanir til verndunar ytra umhverfis, svo sem andrúmslofts, vatns og sjávar, gegn mengun, svo og meðferð úrgangs og ráðstafanir gegn hávaða. Ein athugasemd kom fram við endurskoðaðar starfsleyfistillögur Hollustuverndar ríkisins, en þeirri athugasemd var vísað frá vegna aðildarskorts að lögum. Sami aðili hafði gert athugasemdir á fyrri stigum og stofnunin þá efnislega fjallað um þær. Stjórn Hollustuverndar ríkisins afgreiddi endanlegar tillögur að starfsleyfi til umhverfisráðherra á fundi þann 2. nóvember 1995. Umhverfisráðherra gaf starfsleyfið síðan út í samræmi við ákvæði laga þar um hinn 7. nóvember 1995. Þar með var um endanlega afgreiðslu starfsleyfisins að ræða. Á grundvelli þess er ÍSAL heimilt að hefja þegar undirbúningsframkvæmdir. Starfsleyfið er útgefið í samræmi við ákvæði mengunarvarnarreglugerðar nr. 48/1994, með áorðnum breytingum, sem sett er skv. lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, með áorðnum breytingum. Starfsleyfið uppfyllir þau skilyrði sem þar eru sett. Starfsleyfið verður birt í B-deild Stjórnartíðinda. Starfsleyfið og málið í heild hefur nú fengið lögmæta og eðlilega fullnaðarafgreiðslu þar til bærra stjórnvalda að lögum.
    
13. Þjóðhagsleg hagkvæmni.
         Þjóðhagsstofnun hefur metið þjóðhagsleg áhrif stækkunar álversins í Straumsvík á grunni þeirra upplýsinga sem fyrir liggja. Skýrsla stofnunarinnar fylgir hér með sem fylgiskjal nr. II. Helstu niðurstöður stofnunarinnar eru þessar:
    
*    Fjárfesting eykst um 7 1/2 milljarð króna árið 1996 og 9 milljarða króna árið 1997 miðað við núverandi áætlanir, eða um 10–11% frá því sem orðið hefði að óbreyttum horfum. Þar af eru alls tæplega 14 milljarðar vegna stækkunar álversins og hafnaraðstöðu, en um 3 milljarðar vegna fjárfestingar í raforkumannvirkjum. Rúmlega þriðjungur þessarar eftirspurnar, eða sem svarar 0,6–0,7% af landsframleiðslu hvort ár, fer til innlendra aðila.
*    Ársverk vegna framkvæmdanna verða alls um 750 sem bætir 3–4% við ársverk í byggingarstarfsemi árin 1996–1997, þar sem framleiðsluþættir hafa verið vannýttir að undanförnu. Tímasetning framkvæmdanna er því hagkvæm frá þjóðhagslegu sjónarmiði.
*    Miðað við 60.000 tonna ársframleiðslu og álverð á bilinu 1.650–2.000 Bandaríkjadala á tonn á LME, eykst útflutningur um 6,6–8,0 milljarða króna á ári, eða sem nemur 3,7–4,4% af útflutningi vöru og þjónustu.
*    Þegar tekið hefur verið tillit til innfluttra aðfanga til álframleiðslunnar, má ætla að árlegt framlag hennar til vergrar landsframleiðslu, að meðtöldum greiðslum fyrir orku og önnur innlend aðföng, verði 3,2–4,2 milljarðar króna, eða 0,7–0,9% af landsframleiðslu.
*    Framlag stækkunarinnar til vergrar þjóðarframleiðslu er lægra en aukning landsframleiðslu, sem nemur vaxta- og arðgreiðslum til útlanda. Erfitt er að áætla þessar greiðslur, en sé gert ráð fyrir 5% reiknivöxtum verður framlag til þjóðarframleiðslu á bilinu 2,4–3,5 milljarðar króna á ári (0,5–0,7% af VÞF) miðað við verðbilið 1.650–2.000 Bandaríkjadala á tonn. Sé gert ráð fyrir 10% reiknivöxtum af fjárfestingu í álverinu lækkar þetta bil í 1,7–2,8 milljarða (0,4–0,6% af VÞF).
         Byggðastofnun telur að fyrir hvert starf í iðnfyrirtæki eins og álbræðslunni í Straumsvík skapist 2,6 störf utan þess, aðallega í þjónustu, verslun eða iðnaði vegna svokallaðra margfeldisáhrifa og varanleg heildaraukning verði því rúmlega 300 ársverk.



Fylgiskjal I.

Umsögn forstjóra og aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar varðandi


fyrirhugaðar breytingar á rafmagnssamningi Landsvirkjunar og


Íslenska álfélagsins hf. (ÍSAL), dags. 16. nóvember 1995.




(4 síður myndaðar.)



Fylgiskjal II.
    

Þjóðhagsleg áhrif stækkunar álversins í Straumsvík.





(3 síður myndaðar.)


Fylgiskjal III.

Samkomulag




(5 síður myndaðar.)




Fylgiskjal IV.

Samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs


um skattgreiðslur til Hafnarfjarðar vegna stækkunar


og starfsemi Íslenska álfélagsins hf.




(2 síður myndaðar.)




Fylgiskjal V.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar


Íslands og Alusuisse-Lonza Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.


    Í frumvarpinu er lagt til að lögfest verði samkomulag er tekist hefur með ríkisstjórn Íslands og Alusuisse-Lonza Holdings um byggingu og rekstur álbræðslu við Straumsvík.     Kostnaður ríkisins vegna núgildandi samnings felst í samningagerð og eftirliti með starfsemi álversins í Straumsvík. Á árinu 1994 var þessi kostnaður rúmar 6,2 m.kr. og skiptist þannig að 4,8 m.kr. voru vegna sérfræðiþjónustu alþjóðlegra endurskoðenda, 1 m.kr. vegna sérfræðiþjónustu Hollustuverndar og 0,4 m.kr. vegna lóðarleigu.
    Hafnarfjarðarbær hefur greitt 18% af þessum kostnaði eða 1,1 m.kr. á liðnu ári. Í nýgerðum samningum eru ríkissjóði gert að bera kostnaðinn í heild. Einnig hækkar lóðarleiga upp í 0,8 m.kr. Frumvarpinu fylgir því 1,5 m.kr. kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Hvað varðar tekjur ríkissjóðs vegna samningsins vísast til greinargerðar með frumvarpinu.