Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 17:49:24 (5844)

1997-05-05 17:49:24# 121. lþ. 116.8 fundur 256. mál: #A varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum# (heildarlög) frv., KHG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[17:49]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Í þessum tölulið brtt. meiri hlutans er lagt til að sveitarstjórn verði heimilt að meta hvort rétt sé að til greina komi að byggja á svæðum sem varin hafa verið snjóflóðum með sérstökum varnarmannvirkjum. Ekki ætla ég að leggjast gegn því að slíkt mati fari fram, hvort óhætt sé að reisa húsnæði á svæði sem annars á að vera öruggt vegna þess að búið er að reisa varnarmannvirki þar fyrir áður. En ég vek athygli á því að í þessu orðalagi er af hálfu þingsins í raun lýst yfir efasemdum um að varnarmannvirki eða varnarvirki dugi til þeirra hluta sem þau eru ætluð. Ég bið hv. þingheim að íhuga það.