Búnaðargjald

Fimmtudaginn 15. maí 1997, kl. 14:52:02 (6621)

1997-05-15 14:52:02# 121. lþ. 127.5 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur

[14:52]

Egill Jónsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Af mörgum sérkennilegum ferðum hv. þm. Guðna Ágústssonar í ræðupúlt á þessum degi er þetta sú allra sérstæðasta og ekki síst vegna þess að þingmaðurinn gegnir stundum forsetastörfum. Hér var ekki um andsvar við málflutningi mínum að ræða og það sem er þó kannski enn merkilegra að öll ræðan var staðfesting á því sem ég hef verið að segja. Það er mjög sérstakt þegar framsögumaður fyrir máli kemur upp í andsvari til þess að staðfesta það sem andstæðingur hans í málinu er að segja.