Almenn hegningarlög

Miðvikudaginn 09. október 1996, kl. 14:29:53 (185)

1996-10-09 14:29:53# 121. lþ. 5.3 fundur 29. mál: #A almenn hegningarlög# (barnaklám) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur

[14:29]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Frv. er flutt til þess að vega að þeim sem eru að framleiða þetta efni, til þess að koma í veg fyrir að þeir hafi markað fyrir framleiðslu sína. Ég vona að hv. þm. hafi skilið að það er markmiðið og takmarkið með frv.