Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 462, 121. löggjafarþing 240. mál: skipulagslög (skipan skipulagsstjórnar).
Lög nr. 159 31. desember 1996.

Lög um breytingu á skipulagslögum, nr. 19/1964.


1. gr.

     2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
     Ráðuneytinu til aðstoðar eru skipulagsstjórn ríkisins og skipulagsstjóri. Í skipulagsstjórn eiga sæti fimm menn: vegamálastjóri, forstjóri Siglingastofnunar og þrír menn skipaðir af ráðherra til fjögurra ára eftir almennar sveitarstjórnarkosningar, einn eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn eftir tilnefningu forsætisráðherra og einn án tilnefningar. Varamenn hinna þriggja síðasttöldu skulu skipaðir á sama hátt. Stjórnin kýs sér sjálf formann, varaformann og ritara.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1997.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1996.