Aðrar útgáfur af skjalinu:
PDF
Word Perfect.
Þingskjal 1234, 121. löggjafarþing 407. mál: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.
Lög nr. 61 26. maí 1997.
I. KAFLI
Almenn ákvæði.
Ríkissjóður ber ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins, sbr. þó II. kafla.
Í starfsemi sinni er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.
Sjóðnum er heimilt að nýta sér afl atkvæða sinna í samræmi við hlutafjáreign sína.
Ráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs er heimilt að semja við aðra aðila um vistun sjóðsins eða tiltekna þjónustu honum til handa, með samþykki ráðherra.
Auk stofnfjár skv. 1. mgr. skal ríkissjóður greiða Nýsköpunarsjóði 1.000 millj. kr. af söluandvirði hlutafjár í eigu ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Höfuðstól samkvæmt þessari málsgrein skal halda aðgreindum frá bókhaldi og reikningum sjóðsins og verja til hlutabréfakaupa í því skyni að stuðla að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu með áherslu á landsbyggðina, einkum á sviði upplýsinga- og hátækni. Stjórn Nýsköpunarsjóðs skal bjóða út vörslu fjárins og ráðstöfun í einingum með það að markmiði að hámarka arð eignarinnar samkvæmt nánari reglum sem viðskiptaráðherra setur að fengnum tillögum stjórnarinnar. Útboðnar einingar skulu leystar upp 7–10 árum eftir að þær eru boðnar út og rennur andvirði þeirra í ríkissjóð. Ákvæði 2. mgr. 9. gr. á ekki við um ráðstöfun fjár samkvæmt þessari málsgrein.
Til verkefna sjóðsins skv. 2. gr. má ekki verja hærri upphæð en svo að afskriftir vegna verkefnanna rúmist innan ramma rekstraráætlunar. Rekstraráætlun sjóðsins skal miðast við að ekki sé gengið á eigið fé hans.
II. KAFLI
Tryggingardeild útflutningslána.
Hlutverk tryggingardeildar útflutningslána skal vera:
Með stjórn deildarinnar fer sérstök stjórnarnefnd sem í eiga sæti fimm menn. Þar af skal einn maður tilnefndur af stjórn Nýsköpunarsjóðs sitja í nefndinni og fulltrúar fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra. Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs fer með daglegan rekstur deildarinnar.
Tryggingardeild útflutningslána tekur við eignum og skuldbindingum tryggingardeildar útflutningslána sem starfrækt er samkvæmt lögum nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, og er stofnfé hinnar nýju deildar ekki hluti af stofnfé sjóðsins skv. 1. mgr. 7. gr.
Tekjuafgangur leggst í sérstakan varasjóð og skal honum varið til greiðslu tjónabóta. Nægi fé deildarinnar, þar með talinn varasjóður, ekki til greiðslu tjónabóta skal greiða það sem á vantar úr Ríkisábyrgðasjóði.
Ríkissjóður ábyrgist að öðru leyti skuldbindingar deildarinnar.
Heildarskuldbindingar tryggingardeildar útflutningslána vegna trygginga á útflutningslánum og kröfum mega aldrei nema hærri fjárhæð en jafnvirði 100 millj. sérstakra dráttarréttinda (SDR).
Stjórnarnefnd tryggingardeildar setur deildinni nánari starfsreglur sem háðar skulu samþykki fjármálaráðherra.
III. KAFLI
Endurskoðun, eftirlit, gildistaka o.fl.
Ársreikningur Nýsköpunarsjóðs skal endurskoðaður af Ríkisendurskoðun.
Allur kostnaður af stofnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins greiðist af honum.
Ákvæði til bráðabirgða.
Eigi síðar en 1. júlí 1997 skal skipa stjórn skv. 4. gr. laganna, til tveggja ára. Þar til Nýsköpunarsjóður hefur tekið til starfa skv. 1. málsl. skal stjórnin hafa það verkefni að undirbúa starfsemi sjóðsins. Skal hún hafa samráð við Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. um samninga við starfsmenn Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Stjórnin skal á þessu tímabili hafa fullan aðgang að gögnum þessara sjóða þrátt fyrir ákvæði laga um þagnarskyldu og skulu stjórnendur og starfsmenn sjóðanna veita stjórninni nauðsynlega aðstoð. Þá skulu stjórnendur og starfsmenn sjóðsins vera bundnir þagnarskyldu með sama hætti og stjórnendur og starfsmenn umræddra sjóða.
Allir starfsmenn Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, sem fá laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna eða kjarasamningum annarra stéttarfélaga og ekki er boðið starf hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., skulu eiga kost á starfi hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
Nú tekur maður, sem áður gegndi starfi hjá Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði, við starfi hjá Nýsköpunarsjóði og skal hann þá njóta sömu réttinda og hann hafði samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðningarsamningum. Réttur hans til launa hjá Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði eða Iðnþróunarsjóði fellur niður er hann tekur við starfinu.
Nýsköpunarsjóður yfirtekur lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs sem taka við starfi í sjóðnum.
Eigið fé vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs, sbr. lög nr. 76/1987, skal flytjast til Nýsköpunarsjóðs og varðveitast þar í sérstakri deild sem haldið skal aðgreindri í bókhaldi og reikningum sjóðsins. Höfuðstóll samkvæmt þessari málsgrein telst ekki hluti af stofnfé Nýsköpunarsjóðs skv. 7. gr. Fyrstu þrjú starfsár Nýsköpunarsjóðs ráðstafar stjórn sjóðsins eignum deildarinnar í framlög til vöruþróunar og markaðsaðgerða samkvæmt reglum sem stjórn sjóðsins setur og staðfestar eru af ráðherra. Að þeim tíma liðnum skal deildin lögð niður. Ef eignum deildarinnar hefur þá ekki verið ráðstafað skulu eftirstöðvar lagðar til almennrar starfsemi Nýsköpunarsjóðs. Um starfsemi deildarinnar gilda að öðru leyti ákvæði laga þessara.
Þingskjal 1234, 121. löggjafarþing 407. mál: Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.
Lög nr. 61 26. maí 1997.
Lög um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins.
1. gr.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum viðskiptaráðherra.Ríkissjóður ber ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins, sbr. þó II. kafla.
2. gr.
Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að stuðla að uppbyggingu og vexti íslensks atvinnulífs með því að taka þátt í fjárfestingarverkefnum á sviði nýsköpunar og styðja við þróunar- og kynningarverkefni. Í þessu skyni er sjóðnum heimilt að leggja fram hlutafé eða veita lán, ábyrgðir eða styrki. Þá starfrækir sjóðurinn tryggingardeild útflutningslána skv. II. kafla.Í starfsemi sinni er sjóðnum heimilt að leita samstarfs við aðra aðila á sviði áhættufjármögnunar.
3. gr.
Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins er heimilt að veita lán og ábyrgðir án sérstakra trygginga annarra en þeirra er felast í verkefnunum sjálfum.Sjóðnum er heimilt að nýta sér afl atkvæða sinna í samræmi við hlutafjáreign sína.
4. gr.
Í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sitja fimm menn og eru þeir skipaðir af viðskiptaráðherra til tveggja ára í senn. Stjórnin skal þannig skipuð: einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra, einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra samkvæmt ábendingum samtaka atvinnufyrirtækja í iðnaði, einn eftir tilnefningu sjávarútvegsráðherra, einn eftir tilnefningu sjávarútvegsráðherra samkvæmt ábendingum samtaka atvinnufyrirtækja í sjávarútvegi og einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands. Stjórnin skiptir með sér verkum.Ráðherra ákveður þóknun stjórnarmanna.
5. gr.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur yfirumsjón með starfsemi hans í samræmi við lög þessi og reglugerðir. Verkefni stjórnar eru m.a. þessi:- Stefnumótun og gerð starfsreglna sem staðfestar skulu af ráðherra.
- Ráðning framkvæmdastjóra.
- Samþykkt rekstraráætlunar sem gerð skal fyrir fram, eitt ár í senn.
- Ákvarðanir um lántöku og aðra fjáröflun til starfsemi sjóðsins.
- Ákvarðanir um þátttöku sjóðsins í fjármögnun, svo sem hlutafjárkaupum, lánveitingum sjóðsins, veitingu styrkja og ábyrgða og ákvarðanir um tryggingar og lánakjör.
- Ávöxtun fjár.
6. gr.
Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs fer með daglegan rekstur sjóðsins samkvæmt umboði sjóðstjórnar. Stjórn sjóðsins getur veitt framkvæmdastjóra heimild til að taka ákvarðanir um veitingu lána, ábyrgða eða styrkja innan tiltekinna marka.Stjórn Nýsköpunarsjóðs er heimilt að semja við aðra aðila um vistun sjóðsins eða tiltekna þjónustu honum til handa, með samþykki ráðherra.
7. gr.
Stofnfé Nýsköpunarsjóðs skal vera 4.000 millj. kr. af sameiginlegu eigin fé Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs, Útflutningslánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs. Afhenda skal sjóðnum tilgreinda fjárhæð þegar hann tekur til starfa, annars vegar með markaðshæfum hlutabréfum í eigu sjóðanna og hins vegar með verðtryggðu skuldabréfi útgefnu af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. til 10 ára með 20 afborgunum sem bera skal almenna markaðsvexti.Auk stofnfjár skv. 1. mgr. skal ríkissjóður greiða Nýsköpunarsjóði 1.000 millj. kr. af söluandvirði hlutafjár í eigu ríkissjóðs í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Höfuðstól samkvæmt þessari málsgrein skal halda aðgreindum frá bókhaldi og reikningum sjóðsins og verja til hlutabréfakaupa í því skyni að stuðla að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu með áherslu á landsbyggðina, einkum á sviði upplýsinga- og hátækni. Stjórn Nýsköpunarsjóðs skal bjóða út vörslu fjárins og ráðstöfun í einingum með það að markmiði að hámarka arð eignarinnar samkvæmt nánari reglum sem viðskiptaráðherra setur að fengnum tillögum stjórnarinnar. Útboðnar einingar skulu leystar upp 7–10 árum eftir að þær eru boðnar út og rennur andvirði þeirra í ríkissjóð. Ákvæði 2. mgr. 9. gr. á ekki við um ráðstöfun fjár samkvæmt þessari málsgrein.
8. gr.
Ráðstöfunarfé Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er:- Arður af eigin fé sjóðsins.
- Afborganir og vextir af útlánum sjóðsins.
- Hlutafjáreign sjóðsins.
- Aðrar tekjur.
9. gr.
Nýsköpunarsjóður skal halda afskriftareikning samkvæmt góðri reikningsskilavenju og eftir mati á áhættu þannig að efnahagsreikningurinn gefi á hverjum tíma sem raunhæfasta mynd af fjárhagsstöðunni. Samhliða ákvörðunum um lánveitingar, ábyrgðir, styrki og hlutafjárþátttöku skal ákveða framlög á afskriftareikninginn. Fjárhæðirnar, sem bætt er við afskriftareikninginn, skulu í hverju tilviki samsvara þeirri áhættu sem tekin er og vera í samræmi við reglur sem ráðherra staðfestir.Til verkefna sjóðsins skv. 2. gr. má ekki verja hærri upphæð en svo að afskriftir vegna verkefnanna rúmist innan ramma rekstraráætlunar. Rekstraráætlun sjóðsins skal miðast við að ekki sé gengið á eigið fé hans.
10. gr.
Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins er einungis heimilt að taka skammtímalán til að jafna sveiflur í greiðslustreymi sínu. Lán má ekki taka með útgáfu og sölu á skuldabréfum og öðrum endurgreiðanlegum skuldaviðurkenningum til almennings.11. gr.
Auk þeirrar starfsemi sem lýst er í I. kafla skal við Nýsköpunarsjóð starfrækt deild er nefnist tryggingardeild útflutningslána.Hlutverk tryggingardeildar útflutningslána skal vera:
- Að taka að sér að tryggja lán er bankar eða aðrar lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutningslánum sem veitt eru eða útveguð erlendum kaupendum.
- Að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda á hendur erlendum kaupendum, enda hafi þær orðið til vegna útflutnings á íslenskum vörum og þjónustu.
- Að selja ábyrgðir fyrir þjónustu sem íslenskir aðilar veita erlendis. Einnig að tryggja verkábyrgðir innlendra aðila vegna framkvæmda sem fara að umfangi yfir þau viðmiðunarmörk sem gera opinberar framkvæmdir útboðsskyldar á Evrópska efnahagssvæðinu.
- Að tryggja fjárfestingar innlendra fjárfesta erlendis vegna stjórnmálalegrar áhættu.
- Að tryggja búnað sem innlendir aðilar flytja á erlenda grund í tengslum við verkefni þar vegna stjórnmálalegrar áhættu.
Með stjórn deildarinnar fer sérstök stjórnarnefnd sem í eiga sæti fimm menn. Þar af skal einn maður tilnefndur af stjórn Nýsköpunarsjóðs sitja í nefndinni og fulltrúar fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra. Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs fer með daglegan rekstur deildarinnar.
Tryggingardeild útflutningslána tekur við eignum og skuldbindingum tryggingardeildar útflutningslána sem starfrækt er samkvæmt lögum nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, og er stofnfé hinnar nýju deildar ekki hluti af stofnfé sjóðsins skv. 1. mgr. 7. gr.
12. gr.
Stjórnarnefnd tryggingardeildar ákveður iðgjöld og tryggingarhlutföll deildarinnar en þau skulu háð samþykki fjármálaráðherra. Við ákvörðun þeirra skal miðað við að þau standi undir rekstri deildarinnar, greiðslu tjónabóta og myndunar varasjóðs er nemi a.m.k. 10% af ábyrgðum deildarinnar á hverjum tíma. Starfsemi deildarinnar skal haldið aðgreindri í bókhaldi og reikningum sjóðsins.Tekjuafgangur leggst í sérstakan varasjóð og skal honum varið til greiðslu tjónabóta. Nægi fé deildarinnar, þar með talinn varasjóður, ekki til greiðslu tjónabóta skal greiða það sem á vantar úr Ríkisábyrgðasjóði.
Ríkissjóður ábyrgist að öðru leyti skuldbindingar deildarinnar.
13. gr.
Greiðsluskilmálar lána, sem tryggingardeild útflutningslána tryggir, skulu vera í samræmi við almennar viðskiptavenjur hér á landi sem erlendis með hliðsjón af vörugerð, eðli þjónustu, markaðsaðstæðum og öðru sem máli skiptir.Heildarskuldbindingar tryggingardeildar útflutningslána vegna trygginga á útflutningslánum og kröfum mega aldrei nema hærri fjárhæð en jafnvirði 100 millj. sérstakra dráttarréttinda (SDR).
Stjórnarnefnd tryggingardeildar setur deildinni nánari starfsreglur sem háðar skulu samþykki fjármálaráðherra.
14. gr.
Stjórn Nýsköpunarsjóðs skal semja ársreikning fyrir hvert reikningsár í samræmi við ákvæði laga nr. 144/1994, um ársreikninga.Ársreikningur Nýsköpunarsjóðs skal endurskoðaður af Ríkisendurskoðun.
15. gr.
Bankaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur eftirlit með því að starfsemi Nýsköpunarsjóðs sé í samræmi við ákvæði laga þessara og reglna settra samkvæmt þeim. Um eftirlitið fer samkvæmt ákvæðum laga um Seðlabanka Íslands.16. gr.
Stjórnendur Nýsköpunarsjóðs og aðrir þeir sem vinna fyrir sjóðinn eru bundnir þagnarskyldu um atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.17. gr.
Nýsköpunarsjóður er undanþeginn tekjuskatti og eignarskatti. Lán sem sjóðurinn tekur eða veitir eru undanþegin stimpilgjaldi.18. gr.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna.19. gr.
Fyrir brot á lögum þessum skal refsað með sektum eða varðhaldi liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum.20. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Nýsköpunarsjóður skal taka til starfa 1. janúar 1998. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 60/1970, um tryggingardeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð.Allur kostnaður af stofnun Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins greiðist af honum.
Allir starfsmenn Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, sem fá laun samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra bankamanna eða kjarasamningum annarra stéttarfélaga og ekki er boðið starf hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., skulu eiga kost á starfi hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
Nú tekur maður, sem áður gegndi starfi hjá Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði, við starfi hjá Nýsköpunarsjóði og skal hann þá njóta sömu réttinda og hann hafði samkvæmt kjarasamningum og/eða ráðningarsamningum. Réttur hans til launa hjá Fiskveiðasjóði Íslands, Iðnlánasjóði eða Iðnþróunarsjóði fellur niður er hann tekur við starfinu.
Nýsköpunarsjóður yfirtekur lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs sem taka við starfi í sjóðnum.
Eigið fé vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs, sbr. lög nr. 76/1987, skal flytjast til Nýsköpunarsjóðs og varðveitast þar í sérstakri deild sem haldið skal aðgreindri í bókhaldi og reikningum sjóðsins. Höfuðstóll samkvæmt þessari málsgrein telst ekki hluti af stofnfé Nýsköpunarsjóðs skv. 7. gr. Fyrstu þrjú starfsár Nýsköpunarsjóðs ráðstafar stjórn sjóðsins eignum deildarinnar í framlög til vöruþróunar og markaðsaðgerða samkvæmt reglum sem stjórn sjóðsins setur og staðfestar eru af ráðherra. Að þeim tíma liðnum skal deildin lögð niður. Ef eignum deildarinnar hefur þá ekki verið ráðstafað skulu eftirstöðvar lagðar til almennrar starfsemi Nýsköpunarsjóðs. Um starfsemi deildarinnar gilda að öðru leyti ákvæði laga þessara.
Samþykkt á Alþingi 13. maí 1997.