Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1245, 121. löggjafarþing 302. mál: biskupskosning (kosningarréttur við biskupskjör).
Lög nr. 91 22. maí 1997.

Lög um breyting á lögum um biskupskosningu, nr. 96 31. desember 1980 (kosningarréttur við biskupskjör).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
  1. 1. tölul. orðast svo:
    1. Biskup Íslands, þjónandi vígslubiskupar, sóknarprestar og prófastar, svo og aðstoðarprestar og sérþjónustuprestar ráðnir af ráðherra, kennarar guðfræðideildar Háskóla Íslands sem eru í föstum embættum eða störfum (prófessorar, dósentar, lektorar) og rektor Skálholtsskóla, enda séu þeir guðfræðikandídatar, svo og biskupsritari og aðrir starfsmenn biskupsstofu í föstu starfi með sama skilorði, aðstoðarprestar ráðnir af sóknarnefndum og prestar sem ráðnir eru af stjórn sjúkrastofnana eða sveitarfélögum til prestþjónustu þar og lúta yfirstjórn kirkjulegra stjórnvalda í kirkjulegum efnum, enda gegni þeir því starfi sem aðalstarfi, og prestvígðir menn sem ráðnir eru til sérstakra starfa innan þjóðkirkjunnar á vegum biskups og kirkjuráðs, eftir því sem nánar segir í reglugerð, sbr. 7. gr.
  2. 3. tölul. orðast svo:
    1. Enn fremur einn leikmaður fyrir hvert prófastsdæmi, kjörinn af leikmönnum, sem sæti eiga á héraðsfundi, til fjögurra ára í senn, og skulu varamenn einnig kjörnir á sama hátt.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. maí 1997.