Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1293, 121. löggjafarþing 517. mál: erfðafjárskattur (niðurfelling hjá sambýlisfólki).
Lög nr. 53 22. maí 1997.

Lög um breytingu á lögum um erfðafjárskatt, nr. 83/1984, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. mgr. 4. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þá getur félagsmálaráðherra ákveðið að sömu reglur gildi um annars konar sambúðarform ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, svo sem varanleg örorka, alvarleg veikindi eða aðrar sambærilegar aðstæður. Með annars konar sambúðarformi er átt við að sameiginlegt heimilishald hafi átt sér stað um langan tíma.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. maí 1997.