Þingsályktunartillaga um setningu reglna um hvalaskoðun

Þriðjudaginn 28. apríl 1998, kl. 14:36:09 (5773)

1998-04-28 14:36:09# 122. lþ. 112.92 fundur 324#B afgreiðsla nokkurra þingmannamála# (aths. um störf þingsins), FrS
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 122. lþ.

[14:36]

Friðrik Sophusson:

Virðulegi forseti. Í fjarveru hæstv. fjmrh. og hæstv. starfandi fjmrh. vil ég láta það koma fram þar sem ég kannast aðeins við þetta mál að það hefur verið rætt við starfsmenn fjmrn., ég kannast við það, um að flýta svarinu eins og hægt er því að hv. þm. hefur áður gert athugasemdir sem ég kannast við um það að skýrslan er ekki komin fram. Ég tók að mér á sínum tíma sem fjmrh. að beita mér fyrir því að svarinu yrði flýtt. En ég skal með ánægju koma þeim skilaboðum til þeirra sem hafa með málið að gera og ég vænti þess fastlega að hægt verði að koma fram með þá skýrslu áður en þingi lýkur. En ég er alls ekki með þessum orðum að meina hæstv. forseta að gera slíkt hið sama því að það er rétt sem hv. þm. hefur sagt að það hefur liðið nokkuð drjúgur tími frá því að skýrslubeiðnin kom fram.

(Forseti (ÓE): Forseti mun fylgjast með þessu máli.)