Athugasemd í umræðu um fyrirspurn

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 11:36:28 (2511)

1997-12-17 11:36:28# 122. lþ. 45.93 fundur 145#B athugasemd í umræðu um fyrirspurn# (um fundarstjórn), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[11:36]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Það er hárrétt hjá hv. þm. að fyrir þessu er ekki stoð í þingsköpum en a.m.k. í eitt eða tvö ár hefur verið sú vinnuregla sem þingmenn þekkja að fyrirspurn lýkur með því að forseti telur ekki rétt að aðrir komi inn í lokaumræðuna en fyrirspyrjandinn og ráðherrann. Því er það gjarnan að forseti segir sem svo: Fleiri hafa ekki kvatt sér hljóðs eða mælendaskrá er lokað. Þetta hefur verið sú vinnuregla sem hér hefur verið stuðst við.

Ég tek undir með hv. þm. að ég tel mjög mikilvægt að koma þessu ákvæði inn í þingsköp og það liggur nú fyrir að verið er að endurskoða þingskapalögin og þá þarf ákvæðið að koma þar skýrt inn.