Athugasemd í umræðu um fyrirspurn

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 11:39:28 (2513)

1997-12-17 11:39:28# 122. lþ. 45.93 fundur 145#B athugasemd í umræðu um fyrirspurn# (um fundarstjórn), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[11:39]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Vegna orða hv. þm. hygg ég að flestir sjái að það gerðist oft í fyrirspurnum að fyrirspyrjandi hafði lokið báðum ræðum sínum og síðan komu kannski nokkrir þingmenn og töluðu á eftir honum. Það er mjög óviðeigandi. Þess vegna var vinnureglan sett. Ég get alveg tekið undir það með hv. þm. að auðvitað þarf að skoða það hvort ráðherra á að eiga síðasta orðið. Ég er ekki viss um að það sé hin sanngjarna regla.