Ferill 152. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 152  —  152. mál.


Frumvarp til laga



um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1997.

(Lagt fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–99.)



1. gr.


    Ríkisreikningur fyrir árið 1997 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:

    REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1997

A-HLUTI



Tekjur:
     Skatttekjur
    Skattar á tekjur einstaklinga          17.747.270
    Skattar á tekjur lögaðila          5.256.876
    Staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur          2.018.718
    Tryggingagjöld          14.799.181
    Eignarskattar          4.335.669
    Virðisaukaskattur          49.953.495
    Vörugjöld og ýmis gjöld af innflutningi          19.704.976
    Aðrir skattar á vöru og þjónustu          3.351.832
    Skattar ótaldir annars staðar          8.354.253
     Skatttekjur samtals           125.522.270
     Rekstrartekjur
    Arðgreiðslur          3.186.110
    Vaxtatekjur          5.082.584
    Aðrar rekstrartekjur          859.480
     Rekstrartekjur samtals           9.128.174
    Sala eigna
          630.978
     Breytingar á rekstrarformi fyrirtækja           9.546.819
Tekjur samtals           144.828.241

Gjöld:

    Æðsta stjórn ríkisins          1.432.185
    Forsætisráðuneyti          678.549
    Menntamálaráðuneyti          15.397.178
    Utanríkisráðuneyti          2.468.986
    Landbúnaðarráðuneyti          6.929.358
    Sjávarútvegsráðuneyti          1.216.072
    Dóms- og kirkjumálaráðuneyti          6.557.220
    Félagsmálaráðuneyti          9.768.149
    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti          55.023.830
    Fjármálaráðuneyti          22.797.274
    Samgönguráðuneyti          8.875.939
    Iðnaðarráðuneyti          1.855.032
    Viðskiptaráðuneyti          308.872
    Hagstofa Íslands          160.079
    Umhverfisráðuneyti          1.117.019
Gjöld samtals           134.585.742
Tekjujöfnuður           10.242.499

EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1997


A-HLUTI




Eignir:
    Veltufjármunir

    Sjóður og bankareikningar          4.960.109
    Óinnheimtar ríkistekjur          26.137.361
    Næsta árs afborganir af veittum löngum lánum          6.137.496
    Skammtímakröfur, aðrar          8.404.185
    Vöru- og efnisbirgðir          401.386
     Veltufjármunir samtals           46.040.538

    Langtímakröfur og áhættufjármunir
    Veitt löng lán          65.278.138
    Næsta árs afborganir fluttar á skammtímakröfur          -6.137.496
    Hlutabréf          27.865.537
    Stofnfjárframlög          2.960.043
     Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals          89.966.222

Eignir samtals           136.006.760

Skuldir:
     Skammtímaskuldir
    Bankareikningar, hlaupareikningsskuld          407.040
    Krafa á ríkistekjur og innheimtufé          1.787.009
    Ógreidd gjöld (án vaxta)          3.259.069
    Hlutafjárloforð          13.799.952
    Áfallnir ógjaldfallnir vextir          5.170.372
    Tekin stutt lán          12.692.539
    Aðrar skammtímaskuldir          6.495.018
    Næsta árs afborganir af langtímaskuldum          17.777.164
     Skammtímaskuldir samtals           61.388.163

     Langtímaskuldir
    Áfallnir ógjaldfallnir vextir          15.453.592
    Tekin löng innlend lán          86.789.904
    Næsta árs afborganir af innlendum lánum fluttar á skammtímaskuldir          -8.590.364
    Tekin löng erlend lán          126.627.976
    Næsta árs afborganir af erlendum lánum fluttar á skammtímaskuldir          -9.186.800
     Langtímaskuldir samtals           211.094.307

     Lífeyrisskuldbindingar           94.918.469

Höfuðstóll:
    Höfuðstóll í ársbyrjun          -238.666.001
    Endurmat          -2.970.677
    Tekjujöfnuður          10.242.499
     Höfuðstóll í árslok           -231.394.180

Skuldir og höfuðstóll samtals           136.006.760

2. gr.


    Ríkisreikningur fyrir árið 1997 samþykkist með eftirfarandi niðurstöðum í þús. kr.:

REKSTRARREIKNINGUR FYRIR ÁRIÐ 1997


B-HLUTI




Tekjur:
    Rekstrartekjur          30.485.109
    Vaxtatekjur          20.083.973
    Aðrar fjármunatekjur          257.780
    Framlög samtals          9.356.373
    Óreglulegar tekjur          389.918

Tekjur samtals           60.573.153

Gjöld:
     Rekstrargjöld
    Laun og launatengd gjöld          5.756.370
    Hráefni og vörur til endursölu          13.784.733
    Afskriftir          1.644.345
    Önnur rekstrargjöld          7.097.348
     Rekstrargjöld samtals           28.282.796

    Vaxtagjöld          21.145.434
    Önnur fjármagnsgjöld          972.617
    Tilfærslur          5.728.726
    Óregluleg gjöld          434.428
Gjöld samtals           56.564.001

Hagnaður til ráðstöfunar           4.009.152



EFNAHAGSREIKNINGUR 31. DESEMBER 1997
B-HLUTI

    
Eignir:
     Veltufjármunir
    Sjóður og bankainnstæður:          8.773.538
    Skammtímakröfur          18.687.557
    Vöru- og efnisbirgðir          1.840.115
     Veltufjármunir samtals           29.301.210

     Langtímakröfur og áhættufjármunir
    Langtímakröfur/veitt löng lán          277.240.606
    Afskriftarreikningur útlána          -10.211.208
    Hlutafé og stofnfjárframlög          172.869
     Langtímakröfur og áhættufjármunir samtals           267.202.267

     Varanlegir rekstrarfjármunir
    Farartæki og vélar          1.504.591
    Fasteignir          18.830.546
    Orkumannvirki          10.885.845
    Aðrar eignir          1.929.833
     Varanlegir rekstrarfjármunir samtals           33.150.815

Eignir samtals           329.654.292

Skuldir:
    Skammtímaskuldir
    Bankareikningar, hlaupareikningsskuld          13.774
    Ógreidd gjöld          4.468.448
    Viðskiptareikningar          3.756.314
    Tekin stutt lán          1.170.029
    Næsta árs afborganir af langtímaskuldum          2.154.409
    Skammtímaskuldir samtals           11.562.974

    Langtímaskuldir
    Langtímaskuldir/tekin löng lán samtals          244.475.405
    Næsta árs afborganir fluttar á skammtímaskuldir          -2.154.409
     Langtímaskuldir samtals           242.320.996

     Lífeyrisskuldbindingar           6.925.191

Eigið fé:
    
Eigið fé í ársbyrjun          76.368.746
    Ráðstöfun hagnaðar á eigið fé          659.742
    Aðrar breytingar          -8.183.357
     Eigið fé í árslok samtals           68.845.131

Skuldir og eigið fé samtals           329.654.292

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið eftir ríkisreikningi fyrir árið 1997 sem lagður var fyrir Alþingi með bréfi fjármálaráðherra til forseta þingsins í júní 1998.

Afkoma ríkissjóðs
    Rekstrarreikningur ríkissjóðs 1997 sýnir 10,2 milljarða króna tekjuafgang. Í því sam­hengi ber að taka tillit til tekjufærslu að fjárhæð 9,5 milljarðar króna í tengslum við eign­færslu á hlutafé í Pósti og síma hf. að fjárhæð 8,5 milljarðar króna og í Íslenskum aðalverk­tökum hf. að fjárhæð 1,0 milljarður króna. Tekjuafgangur ríkissjóðs af almennri starfsemi nam því 0,7 milljörðum króna á árinu 1997 eða um 0,5% af tekjum ársins. Árið á undan var halli sem nam 8,7 milljörðum króna eða um 6,8% af tekjum þess árs. Tekjuafkoman batnaði því töluvert á milli ára og er þetta í fyrsta sinn síðan árið 1984 sem ríkissjóður er rekinn með tekjuafgangi. Ríkissjóður skilaði 2,8 milljarða króna lánsfjárafgangi á árinu 1997 sem jafngildir um 0,5% af landsframleiðslu ársins, samanborið við 12,0 milljarða króna lánsfjárþörf árið 1996 eða um 2,5% af landsframleiðslu þess árs. Er þetta í fyrsta sinn um langt árabil sem afgangur er á afkomu og lánsfjármálum ríkissjóðs en í því felst svigrúm til að greiða niður skuldir.


    Reikn-     Reikn-               Greiðslu-
    ingur     ingur      Breyting          uppgjör
Í m.kr.     1997     1996     fjárhæð     %     1997

Tekjur          135.281     128.281     7.000     5,5     131.990
Gjöld          134.586     136.978     -2.392     -1,7     130.753
Tekjujöfnuður af almennri starfsemi           695     -8.697     9.392     .     1.236
Tekjufærsla vegna breytinga á rekstrarformi
fyrirtækja          9.547     -     9.547     .     .
Tekjujöfnuður           10.242     -8.697     18.939     .     1.236

Hrein lánsfjárþörf           -2.825     11.963     -14.788     .     627

Tekin lán, nettó           -2.648     11.073     -13.721     .     401
Innlend lán          3.875     4.431     -556     .     6.859
Erlend lán          -6.523     6.642     -13.165     .     -6.458

Breyting á handbæru fé           176     -888     1.067     .     -225

Hlutfall af vergri landsframleiðslu, %

Tekjur          25,7     26,4     .     .     25,0
Þar af skatttekjur          23,8     24,7     .     .     23,3

Gjöld          25,5     28,2     .     .     24,8

Tekjujöfnuður af almennri starfsemi           0,1     -1,8     .     .     0,2

Hrein lánsfjárþörf           -0,5     2,5     .     .     0,1


    Almennar tekjur ríkissjóðs námu alls 135,3 milljörðum króna á árinu 1997 eða um 25,7% af landsframleiðslu ársins. Frá árinu á undan hækkuðu þær um 7,0 milljarða króna eða um 5,5%. Tekjurnar skiptust þannig að beinir skattar námu 22,0%, óbeinir skattar 70,7%, fjármunatekjur 6,1% og aðrar tekjur 1,1%. Af beinum sköttum er tekjuskattur veiga­mestur eða 18,5% af heildartekjum ríkissjóðs. Virðisaukaskattur var sem fyrr helsti tekju­stofn ríkissjóðs eða 36,9% af heildartekjunum, en innflutnings- og vörugjöld námu 14,6% og tryggingagjöld 10,9%.
    Gjöld ríkissjóðs námu alls 134,6 milljörðum króna á árinu 1997 eða um 25,5% af lands­framleiðslu ársins samanborið við 28,2% árið 1996. Gjöld ríkissjóðs lækkuðu um 2,4 millj­arða króna eða um 1,7% á milli ára. Af einstökum liðum má nefna lækkun á framlögum til héraðs- og grunnskóla um 5,1 milljarð króna vegna tilfærslu á rekstri þeirra til sveitarfélaga 1. ágúst 1996 og hækkun á fjárveitingum til sjúkrahúsa og sjúkrastofnana um 2,2 milljarða króna. Þá lækkuðu framlög til vegamála um 1,1 milljarð króna á milli ára. Skýrist sú lækk­un af því að á árinu 1996 voru gjaldfærð kaup á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi fyrir 1,4 milljarða króna en á árinu 1997 var gjaldfærð yfirtaka á lánum Breiðafjarðarferjunnar Baldurs að fjárhæð rúmir 0,3 milljarðar króna. Loks kemur fram lækkun framlaga á milli ára vegna 1,7 milljarða króna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum Pósts og síma á árinu 1996.
    Árið 1997 námu rekstrar- og viðhaldsgjöld um 40,2% af heildargjöldum ríkissjóðs, líf­eyrisskuldbindingar 3,1%, fjármagnskostnaður 11,2%, stofnkostnaður 4,8% og tilfærslur 40,8%. Af einstökum útgjaldaflokkum voru tryggingamál fjárfrekust eða um 22,8% af heildinni, heilbrigðismál 17,9% og mennta- og menningarmál 11,2%. Útgjöld til þessara málaflokka að viðbættum vaxtagjöldum af lánum námu 62,9% af heildargjöldum ríkissjóðs á árinu 1997, en árið á undan námu þau 63,2%.
    Yfirlitið hér að framan sýnir einnig greiðsluuppgjör ársins 1997. Þar kemur fram að tekjuafgangur af almennri starfsemi ríkissjóðs lækkar úr 1,2 milljörðum króna í greiðslu­uppgjöri í 0,7 milljarða króna í reikningi eða um rúma 0,5 milljarða króna. Í stuttu máli skýrast þessi frávik af því að við lokauppgjör þarf ávallt að taka tillit til ýmissa þátta sem hafa ekki greiðsluhreyfingar í för með sér en fela í sér skuldbindingar eða kröfur fyrir ríkis­sjóð. Stærstu liðir af þessu tagi í uppgjöri ársins 1997 eru lífeyrisskuldbindingar ársins um­fram greiðslur til lífeyrissjóða um 3,5 milljarða króna, niðurfærsla hlutafjár í Sementsverk­smiðjunni hf. um tæpa 0,6 milljarða króna, yfirtaka á áhvílandi lánum ferjuskipsins Baldurs um rösklega 0,3 milljarða króna. Hins vegar reyndust vaxtagreiðslur ársins meiri en vaxta­gjöldin eða sem nam 1,2 milljörðum króna.
    Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs lækkaði um 14,8 milljarða króna á árinu 1997 og skilaði af­gangi sem nam 2,8 milljörðum króna. Lánsfjárafkoma ríkissjóðs batnaði því meira en tekju­afkoman á milli ára en hún reyndist 9,4 milljörðum króna hagstæðari árið 1997 en árið á undan. Sem hlutfall af landsframleiðslu nam lánsfjárþörfin 2,5% árið 1996 en afgangurinn nam 0,5% árið 1997. Ríkissjóður greiddi niður skuldir sínar í heild um rúma 2,6 milljarða króna á árinu 1997. Á innlendum fjármagnsmarkaði voru lántökur umfram afborganir að fjárhæð 3,9 milljarðar króna, hins vegar voru erlendar skuldir greiddar niður um 6,5 millj­arða króna.
    Eftirfarandi yfirlit gefur vísbendingu um umsvif ríkissjóðs á fjármagnsmarkaði á árinu 1997.


         
    Staða               Staða
    í ársbyrjun     Ný lán umfram     Endurmat     í árslok
Í m.kr.     1997     afborganir     ársins     1997

Skuldaviðurkenningar
Spariskírteini          60.320     6.609     2.041     68.970
Ríkisvíxlar          15.810     -3.514     -     12.296
Ríkisbréf          8.367     2.891     -     11.258
Önnur innlend lán          8.963     -2.112     109     6.960
Erlend lán samtals          132.218     -6.523     934     126.628
Tekin lán samtals           225.677     -2.648     3.084     226.112
Áfallnir ógjaldfallnir vextir af spariskírteinum.          13.569     1.885     -     15.454
Skuldaviðurkenningar samtals           239.246     -763     3.084     241.566

Lánveitingar
Veitt löng lán          63.661     171     1.446     65.278
Veitt stutt lán          28     127     -     155
Skammtímakröfur umfram -skuldir          7.332     -3.456     -     3.876
Lánveitingar samtals           71.021     -3.158     1.446     69.309

Skuldaviðurkenningar umfram lánveitingar           168.225     2.395     1.638     172.257

Hlutfall af vergri landsframleiðslu, %

Skuldaviðurkenningar samtals           49,3     -0,1     .     45,8
Þar af erlendar skuldir          27,3     -1,2     .     24,0

Lánveitingar samtals           14,6     -0,6     .     13,1

Skuldaviðurkenningar umfram lánveitingar           34,7     0,5     .     32,7


    Umsvif ríkissjóðs á innlenda fjármagnsmarkaðnum voru þó töluvert meiri en þessar tölur gefa til kynna einkum á skammtíma fjármagnsmarkaði. Sala á ríkisvíxlum nam alls 65,1 milljarði króna á árinu 1997 og endurgreiðsla þeirra 68,6 milljörðum króna. Tekin erlend veltilán ríkissjóðs námu alls 88,2 milljörðum króna og afborganir 93,6 milljörðum króna á árinu 1997. Endurmat erlendra veltilána nam 1,4 milljörðum króna og lækkaði skulda­staða þeirra um rúma 3,9 milljarða króna frá ársbyrjun til ársloka 1997.
    Skuldaviðurkenningar ríkissjóðs í árslok 1997 voru 242 milljarðar króna, en að frá­dregnum lánveitingum námu þær 172 milljörðum króna. Í hlutfalli við landsframleiðslu ársins námu skuldir ríkissjóðs 45,8% í árslok 1997 samanborið við 49,3% árið 1996. Skuldir ríkissjóðs umfram lánveitingar námu hins vegar 32,7% af landsframleiðslu árið 1997 en voru 34,7% árið á undan.
    Samsetning langtímaskulda A-hluta ríkissjóðs eftir gjaldmiðlum breyttist markvert á árinu 1997 að því leyti að vægi innlendra skulda jókst töluvert eða úr 36,8% árið 1996 í 40,7% árið 1997. Að sama skapi lækkaði vægi erlendra lána í langtímaskuld ríkissjóðs úr 63,2% í 59,3% en tiltölulega lítil breyting varð á vægi einstakra mynta innan erlendu skuldarinnar.

Eignaskrá ríkisins yfir varanlega rekstrarfjármuni
    Samkvæmt lögum nr. 52/1966, um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga, ber ríkisstofnunum að halda skrá yfir óeignfærða fjármunamyndun sína. Þessari lagaskyldu hefur ekki verið sinnt sem skyldi, en til er fasteignaskrá ríkissjóðs sem hefur að geyma upp­lýsingar um fasteignir A- og B-hluta aðila. Heilsteypt skrá yfir eignir ríkisins er ekki tiltæk. Því var ákveðið í tengslum við ný lög um fjárreiður ríkisins að leggja áherslu á gerð eigna­skrár yfir varanlega rekstrarfjármuni ríkisins. Í því skyni fjárfesti fjármálaráðuneyti í hug­búnaði til eignaskráningar og var hann sendur öllum stofnunum ríkisins ásamt leiðbeining­um um hvernig þær ættu að haga verkefninu.
    Undanfarin ár hefur Ríkisendurskoðun gagnrýnt ríkisstofnanir fyrir að hafa ekki komið sér upp eignaskrá. Í endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar á ríkisreikningi fyrir árið 1996 er skýrt frá könnun stofnunarinnar á atriðum sem helst þótti áfátt varðandi bókhald og fjárvörslu hjá 73 ríkisstofnunum á árinu 1996. Þar kemur fram að helsti veikleikinn var að eignaskráning væri ófullnægjandi eða í 71% tilfella.
    Með bréfi dagsettu 25. nóvember 1996 fól fjármálaráðuneyti Ríkisbókhaldi að sjá um eignaskrá yfir varanlega rekstrarfjármuni ríkisstofnana. Í framhaldi af því hefur verið lagt hart að þessum aðilum að vinna þessar skrár og hefur orðið allvel ágengt í þeim efnum. Ljóst er að í mörgum tilvikum er um mjög umfangsmikið starf að ræða og er það að sjálf­sögðu erfiðast í upphafi á meðan verið er að móta vinnureglur á hverjum stað. Eftir það ætti þessum aðilum að vera tiltölulega auðsótt að viðhalda skránni á ári hverju.
    Eignaskráin skiptist í tvennt. Annars vegar er skrá þar sem fram koma eignir með endur­stofnverð 100.000 kr. eða hærri fjárhæð, og er þá tilgreint magn og verðmæti. Hins vegar er skrá með minni háttar eignum og eru þá aðeins tilgreindar magntölur. Sú skrá sem almennt verður lögð áhersla á í ríkisreikningi er yfir verðmeiri eignir en vænta má að það taki nokkur ár að koma upp heildstæðri skrá sem nær til allra ríkisstofnana.
    Um miðjan júní 1998 höfðu 242 ráðuneyti og ríkisstofnanir af 310 lokið gerð eignaskrár miðað við stöðuna í árslok 1997. Eftir standa þá 68 stofnanir eða 22%, þar af eru fjölmargar heilsugæslustöðvar og sjúkrahús, svo sem ríkisspítalar. Er nú unnið að gerð eignaskrár hjá flestum þessara aðila. Hins vegar er ljóst að þær skrár sem skilað hefur verið eru mjög mis­jafnar að gæðum og töluvert verkefni er óunnið við samræmingu þeirra.
    Hér á eftir eru sýndar helstu niðurstöður úr fyrirliggjandi skrám. Ljóst er að enn skortir mikið á að um fullnægjandi upplýsingar sé að ræða enda taka þær aðeins til varanlegra rekstrarfjármuna hjá 242 A-hluta aðilum af 310. Af þeim 68 stofnunum sem ekki hafa skilað skrá til Ríkisbókhalds eru nokkrar stórar stofnanir eins og fram hefur komið. Saman­teknar tölur úr þessum skrám geta því aðeins gefið vísbendingu um eignir ríkisins í varan­legum rekstrarfjármunum. Með þessum fyrirvara er eftirfarandi yfirlit birt (allar fjárhæðir í m.kr.):


         Kaup     Bókfært verð
    Fjöldi     ársins     í árslok


Einmenningstölvur          3.633     147     373
Prentarar          376     8     28
Annar tölvubúnaður          1.017     72     199
Ljósritunarvélar          337     18     69
Húsgögn og ýmis búnaður          .     201     698
Lækningatæki          251     22     55
Röntgentæki          76     6     52
Mælitæki          580     18     127
Rannsóknatæki          843     28     111
Fólksbifreiðar          178     34     187
Jeppabifreiðar          66     19     118
Sendibifreiðar          104     7     175
Vörubifreiðar          42     -     118
Gröfur          35     4     31
Vegheflar          38     -     79
Aðrar vinnuvélar          831     30     432
Skip          7     732     2.330
Flugvélar          3     -     255
Listaverk          27     0     39
Eignir samtals          .      1.346     5.474


    Rétt er að hafa sérstakan fyrirvara varðandi skip og flugvélar í yfirlitinu að því leyti að þar eru ekki inni varðskip Landhelgisgæslunnar og eldri flugvélar hennar.
    Þess er vænst að á næstu árum megi byggja upp heildstæða eignaskrá fyrir ríkissjóð. Mikilvæg sérstaða í reikningshaldi ríkisins samanborið við reikningsskil fyrirtækja er að fjárfesting ríkisins er færð jafnóðum til gjalda og þannig afskrifuð til fulls. Efnahagsreikn­ingur ríkissjóðs lýsir því ekki eignum í fastafjármunum eða rekstrarfjármunum. Með gerð heildstæðrar eignaskrár má nálgast heildarvirði þeirra og gæti verið til þess fallin að mynda grunn til afskriftar efnislegra fjármuna hjá einstökum ríkisstofnunum. Þannig gæti fengist betri grundvöllur til að bera saman rekstrarkostnað ríkisstofnana og einkafyrirtækja.