Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 343  —  291. mál.
Tillaga til þingsályktunarum hafnaáætlun 1999–2002.

(Lögð fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–99.)

    Alþingi ályktar skv. 24. gr. hafnalaga, nr. 23/1994, að árin 1999–2002 skuli framkvæmd­um í hafnamálum hagað samkvæmt eftirfarandi hafnaáætlun.

I. Áætlaðar fjárveitingar ríkissjóðs.

Upphæðir í milljónum króna. Tölur í svigum tákna að til er ónotuð fjárveiting.

Kjördæmi 1999 2000 2001 2002 Samtals
Höfn Til
nýfrkv.
Til
uppgj.
Fjárv.
alls
Til
nýfrkv.
Til
uppgj.
Fjárv.
alls
Til
nýfrkv.
Til
uppgj.
Fjárv.
alls
Til
nýfrkv.
Til
uppgj.
Fjárv.
alls
1999–
2002
Vesturland
Grundartangi 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Akranes 14,3 0,0 14,3 0,0 6,7 6,7 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 21,0
Snæfellsbær 2,2 (2,2) 0,0 4,1 (1,2) 2,9 3,8 0,0 3,8 45,8 0,0 45,8 52,5
Grundarfjörður 21,0 0,0 21,0 29,6 0,0 29,6 19,0 0,0 19,0 7,4 0,0 7,4 77,0
Stykkishólmur 6,2 3,3 9,5 0,0 0,0 0,0 1,3 0,0 1,3 12,4 0,0 12,4 23,2
Búðardalur 0,0 0,0 0,0 4,0 0,0 4,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 4,0
43,7 1,1 44,8 37,7 5,5 43,2 24,1 0,0 24,1 65,6 0,0 65,6 177,7
Vestfirðir
Reykhólahöfn 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Vesturbyggð 0,0 4,1 4,1 0,0 3,6 3,6 0,0 0,0 0,0 15,0 0,0 15,0 22,7
Tálknafjörður 4,3 (2,1) 2,2 0,0 0,0 0,0 1,9 0,0 1,9 0,0 0,0 0,0 4,1
Bolungarvík 4,4 (4,4) 0,0 19,2 (6,6) 12,6 0,0 0,0 0,0 1,9 0,0 1,9 14,5
Ísafjarðarbær 74,8 (15,5) 59,3 59,8 0,0 59,8 39,3 0,0 39,3 9,5 0,0 9,5 167,9
Súðavík 0,0 0,0 0,0 8,0 0,0 8,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 8,0
Norðurfjörður 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Drangsnes 12,2 (0,1) 12,1 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 3,7 0,0 3,7 15,8
Hólmavík 7,7 (0,4) 7,3 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 7,3
103,4 (18,4) 85,0 87,0 (3,0) 84,0 41,2 0,0 41,2 30,1 0,0 30,1 240,3
Norðurland vestra
Hvammstangi 0,0 0,0 0,0 11,5 (3,4) 8,1 0,0 0,0 0,0 2,5 0,0 2,5 10,6
Blönduós 0,0 0,9 0,9 4,9 0,0 4,9 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 5,8
Skagaströnd 0,0 7,5 7,5 4,3 0,0 4,3 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 11,8
Skagafjörður 14,0 (14,0) 0,0 0,0 0,0 0,0 14,3 0,0 14,3 48,7 0,0 48,7 63,0
Siglufjörður 30,8 (1,9) 28,9 38,4 0,0 38,4 13,6 0,0 13,6 0,0 0,0 0,0 80,9
44,8 (7,5) 37,3 59,1 (3,4) 55,7 27,9 0,0 27,9 51,2 0,0 51,2 172,1
Norðurland eystra
Hafnasamlag
Eyjafjarðar

37,6

10,7

48,3

10,5

0,0

10,5

0,0

10,1

10,1

100,4

3,0

103,4

172,3
Hafnasamlag
Norðurlands

51,6

43,3

94,9

27,6

36,5

64,1

61,8

1,9

63,7

21,6

0,0

21,6

244,3
Grímsey 0,0 2,5 2,5 0,0 0,0 0,0 6,2 0,0 6,2 6,1 0,0 6,1 14,8
Húsavík 2,3 8,4 10,7 105,0 0,0 105,0 105,0 0,0 105,0 83,3 0,0 83,3 304,0
Tjörneshöfn 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Kópasker 2,2 1,2 3,4 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 3,8 0,0 3,8 7,2
Raufarhöfn 29,8 10,4 40,2 1,2 10,0 11,2 7,4 0,0 7,4 5,3 0,0 5,3 64,1
Þórshöfn 0,0 0,0 0,0 13,6 0,0 13,6 42,2 0,0 42,2 48,1 0,0 48,1 103,9
123,5 76,5 200,0 157,9 46,5 204,4 222,6 12,0 234,6 268,6 3,0 271,6 910,6
Austurland
Bakkafjörður 2,0 (1,6) 0,4 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 9,3 0,0 9,3 9,7
Vopnafjörður 44,8 (1,5) 43,3 42,2 0,0 42,2 11,8 0,0 11,8 82,3 0,0 82,3 179,6
Borgarfjörður
eystri

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

0,0

5,0

0,0

5,0

5,0
Seyðisfjörður 1,6 4,8 6,4 3,2 0,0 3,2 38,7 0,0 38,7 0,0 0,0 0,0 48,3
Nesk./Eskifj./
Reyðarfj.

23,5

4,9

28,4

22,0

8,5

30,5

65,1

0,0

65,1

35,3

0,0

35,3

159,3
Fáskrúðsfjörður 2,2 5,2 7,4 0,0 0,0 0,0 17,9 0,0 17,9 26,8 0,0 26,8 52,1
Stöðvarfjörður 2,4 2,0 4,4 2,5 0,0 2,5 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 6,9
Breiðdalsvík 0,0 0,0 0,0 5,3 (4,6) 0,7 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,7
Djúpivogur 0,0 0,0 0,0 55,9 0,0 55,9 23,4 0,0 23,4 8,8 0,0 8,8 88,1
Hornafjörður 40,7 5,3 46,0 61,5 0,0 61,5 93,5 0,0 93,5 39,3 0,0 39,3 240,3
117,2 19,1 136,3 192,6 3,9 196,5 250,4 0,0 250,4 206,8 0,0 206,8 790,0
Suðurland
Vestmannaeyjar 68,5 11,6 80,1 76,2 0,0 76,2 75,7 4,0 79,7 71,8 22,4 94,2 330,2
Þorlákshöfn 0,0 8,5 8,5 0,0 8,5 8,5 0,0 0,0 0,0 46,2 0,0 46,2 63,2
68,5 20,1 88,6 76,2 8,5 84,7 75,7 4,0 79,7 118,0 22,4 140,4 393,4
Reykjanes
Grindavík 32,9 61,1 94,0 73,0 70,0 143,0 46,3 90,7 137,0 84,8 35,0 119,8 493,8
Sandgerði 0,0 61,6 61,6 4,2 28,4 32,6 86,0 0,0 86,0 17,1 0,0 17,1 197,3
Hafnasamlag
Suðurnesja

0,0

34,0

34,0

2,1

33,3

35,4

0,0

3,0

3,0

12,9

0,0

12,9

85,3
Hafnarfjörður 0,0 6,0 6,0 0,0 9,0 9,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 15,0
Garðabær 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Kópavogur 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
     32,9 162,7 195,6 79,3 140,7 220,0 132,3 93,7 226,0 114,8 35,0 149,8 791,4
Reykjavík 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
Óskipt 5,5 0,0 5,5 4,5 0,0 4,5 9,1 0,0 9,1 7,5 0,0 7,5 26,6
Samtals
allt landið

539,5

253,5

793,0

694,3

198,7

893,0

783,3

109,7

893,0

862,6

60,4

923,0

3.502,0

II. Sundurliðun framkvæmda í einstökum höfnum.
Skýringar við töflu:     
Áætlanatölur byggjast á kostnaðarútreikningum Siglingastofnunar yfir heildarkostnað. Í aftasta dálki er þátttökuhlutfall ríkissjóðs.
Verðlag miðast við áætlun um mitt ár 1999 (byggingarvísitala 237 stig).
Höfn 1999 2000 2001 2002 Hlutur
Verkefni m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. ríkissj.
VESTURLAND
Grundartangi
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Akranes
Aðalhafnargarður, styrking á brimvörn (100 m kafli næst enda) 19,0 75%
Snæfellsbær
Arnarstapi:
Viðhaldsdýpkun (700–900 m³ á ári) 0,6 0,6 0,6 75%
Lenging viðlegu (sprengingar og dýpkun) 5,5 75%
Rifshöfn:
Slitlag á tengibraut að Trébryggju (300 m² malbik) 0,9 60%
Breikkun þekju við stálþil í 20 m á 100 m kafla (500 m² malbik) 1,4 60%
Endurbygging og lenging Staurakista um 10 m, stálþil (35 m) 21,6 60%
Dýpkun til að viðhalda dýpi í innsiglingu og höfn (u.þ.b. 6.000 m³) 3,0 75%
Lenging stálþils, 1. áfangi – þil með kanti (80 m, dýpi 6 m) 46,2 60%
Ólafsvík:
Endurnýjun innsiglingarbauju 2,2 75%
Bátabryggjan, nýir björgunarstigar með ljósi (18 stk.) og vatnslögn (6 úttök) 3,3 60%
Dýpkun til að viðhalda dýpi í innsiglingu og höfn (u.þ.b. 6.000 m³) 3,0 75%
Grundarfjörður
Lenging Stórubryggju, stálþil (100 m dýpi 8 m), lagnir, lýsing og þekja (1.800 m²) 35,0 49,3 27,1 60%
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5x30 m) 3,1 60%
Lýsing og vatns- og raflögn við smábátahöfn 1,5 60%
Smábátaaðstaða, dýpkun (u.þ.b. 3.000 m³) 3,1 75%
Smábátaaðstaða, flotbryggja (40 m), fylling og grjótvörn fláa 8,5 60%
Stykkishólmur
Stykkishöfn hafskipabryggja, styrking landgangs (stöplar og handrið á brú) 7,2 60%
Steinbryggjan, frágangur, rafmagn og vatnslögn 3,1 60%
Skipavík, ljósamasturs- og vatnshús 2,1 60%
Stálþil næst brúarbás Súgandisey (áætl. 20 m þil) og þekja við þilið 14,7 60%
Dráttarbraut Skipavík, endurbygging – hönnun og undirbúningur 6,0 60%
Búðardalur
Smábátaaðstaða 5,3 75%
67,1 60,1 40,0 106,7
VESTFIRÐIR
Reykhólar
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Vesturbyggð
Brjánslækur:
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Patreksfjörður:
Innsigling lagfærð, stauravirki við enda Hafskipabryggju 25,0 60%
Bíldudalur:
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Tálknafjörður
Þekja við stálþil, lagnir og lýsing (steypt 300 m², klæðning 900 m²) 7,2 60%
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5x30 m) 3,1 60%
Ísafjarðarbær
Þingeyri:
Tengibraut að flotbryggju smábátahöfn (klæðning u.þ.b. 700 m²) 1,2 60%
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5x30 m) 3,1 60%
Flateyri:
Grjótvörn og steyptur kantur á 70 m þil við Hafnarkant (lokið verki frá 1998) 16,4 60%
Endurbygging Hafnarkants, frágangur, lagnir og steypt þekja (1.100 m²) 12,3 60%
Suðureyri:
Grjótvörn við Brjótinn og á Norðurgarði, endurröðun og styrking (2.500 m³) 8,2 75%
Ísafjörður:
Lenging Sundabakka (efni 1998), þilrekstur, kantur (70 m), lagnir og þekja (1.400 m³) 27,9 17,9 60%
Dýpkun í 7,5 m í Sundahöfn, Rennu og við Suðurtanga (110.000 m³) 56,1 75%
Bátahöfn við Olíumúla, endurbygging, 1. áfangi 24,0 60%
Dýpkun við Olíumúla og Viðgerðarbryggju (24.000 m³ – gröftur) 36,4 75%
Ferjubryggja Sundahöfn, lenging, staurabryggja úr harðviði (17 m) 11,2 60%
Ásgeirsbakki, endurbygging, 1. áfangi, stálþil (90 m, dýpi 8 m) 50,0 60%
Ásgeirsbakki, endurbygging, 1. áfangi, lagnir og þekja (1.400 m²) 15,9 60%
Bolungarvík
Bætt aðstaða smábáta (flotbryggja 40 m) 7,4 60%
Grundargarður, breikkun og grjótvörn á u.þ.b. 300 m kafla (24.000 m³) 25,6 75%
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5x30 m) 3,1 60%
Súðavík
Viðlegubryggja við Suðurgarð (20 m léttbyggð furubryggja – dýpi 3 m) 5,8 60%
Dýpkun hafnar – gröftur (u.þ.b. 3.000 m³) 6,0 75%
Norðurfjörður
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Drangsnes
Dýpkun í innsiglingu og höfn í 4–5 m (sprengja boða og grafa u.þ.b. 5.000 m³) 16,2 75%
Drangsnesbryggja, hækkun efri hluta bryggju, steypt þekja (400 m²) og veggur (18 m) 6,2 60%
Hólmavík
Viðlegubryggja úr timbri við Norðurgarð, síðari áfangi (20 m) 12,9 60%
152,3 128,0 68,6 50,2
NORÐURLAND VESTRA
Hvammstangi
Dýpkun hafnar í 5–6 m og innsiglingin í 7 m, sprengt að hluta (5.000 m³) 15,3 75%
Endurbygging vestur- og miðhluta Suðurbryggju, nýtt dekk og kantur (260 m²) 4,2 60%
Blönduós
Dýpkun innan hafnar, hreinsað laust efni og grjót ofan af klöpp (2.000 m³) 5,6 75%
Hækkun kants sunnan á bryggju (100 m) 1,2 60%
Skagaströnd
Skúffugarður, steyptur kantur 44 m, lýsing og þekja (1.500 m² malbik) 7,2 60%
Skagafjörður
Sauðárkrókur:
Tengibraut Hafnargarður – Sandeyri (800 m²) 3,0 60%
Stálþil Norðurgarði, endurbygging fremsta hluta og lenging 40 m (110 m dýpi 8,5 m) 23,9 38,9 60%
Dýpkun, snúningssvæði og innsigling í 8 m, við þil í 8,5 m (75.000 m³) 16,2 13,2 75%
Stálþil við Norðurgarð, lagnir, lýsing og steypt þekja (2.200 m²) 25,9 60%
Hofsós:
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Haganesvík:
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Siglufjörður
Skjólgarður frá enda Brjótsins (33.000 m³) 41,1 75%
Bæjarbryggja, endurbygging, 1. áfangi, stálþil (100 m dýpi 8 m) 64,0 60%
Bæjarbryggja, endurbygging, lagnir og steypt þekja (u.þ.b. 1.800 m²) 22,6 60%
60,3 93,3 46,5 82,2
NORÐURLAND EYSTRA
Hafnasamlag Eyjafjarðar
Ólafsfjörður:
Norðurgarður, styrking ysta hluta (grjótgarður 32.000 m³) 71,0 75%
Loðnulöndunarkantur, endurbygging, harðviðarbryggja (84 m, dýpi 6 m) 58,0 60%
Dalvík:
Norðurgarður stálþil, endurbygging fremsta hluta (53 m, dýpi 8 m) 30,4 60%
Suðurgarður, þekja (600 m²) 4,5 60%
Norðurgarður, stálþil, þekja og lagnir (u.þ.b. 1.000 m²) 13,0 60%
Suðurgarður, styrking og endurröðun grjótvarnar (u.þ.b. 260 m x 30 m³/m) 16,4 75%
Árskógssandur/Hauganes:
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Hrísey:
Lenging Norðurgarðs (16.000 m³) 25,7 75%
Hafnasamlag Norðurlands
Hjalteyri:
Viðhaldsdýpkun 0,2 0,2 55%
Akureyri:
Fiskihöfn Vesturbakki, 1. áfangi, stálþil (120 m, dýpi 9 m, þekja 2.400 m²) 85,8 30,6 60%
Fiskihöfn, dýpkun, 2. áfangi (91.000 m³) 41,0 55%
Fiskihöfn Vesturbakki, 2. áfangi, stálþil (70 m, dýpi 9 m, þekja 1.400 m²) 45,1 17,9 40%
Oddeyrarbryggja, lenging, stálþil (60 m, dýpi 9 m, þekja 1.200) 45,7 15,4 40%
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5x20 m) 2,0 40%
Tangabryggja, lenging (30 m dýpi 8 m), Sverrisbryggja rifin 5,0 20,4 40%
Svalbarðseyri:
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Grenivík:
Smábátaaðstaða, flotbryggja – öldubrjótur (40 m) 13,4 60%
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5x20 m) 2,0 60%
Grímsey
Styrking grjótvarnar á hafnargarði, grjót úr landi (500 m³) 8,2 75%
Endurbygging fremsta hluta hafnargarðs, þekja (u.þ.b. 300 m²) og skvettmúr 10,1 60%
Húsavík
Innsiglingarmerki, leiðarmerki færð og garðsendaljós 3,1 75%
Brimvarnargarður við Böku (300.000 m³ – grjót á lager 30.000 m³) 237,0 237,0 75%
Bökubakki, stálþil (150 m, dýpi 10 m) 132,3 60%
Bökubakki, frágangur, lagnir og steypt þekja fyrri áfangi (1.800 m²) 22,2 60%
Tjörneshöfn
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Kópasker
Viðlegubryggja smábáta (15 m flotbryggja) 3,7 60%
Dýpkun hafnar (10.000 m³ dæling) 5,1 75%
Raufarhöfn
Löndunarbryggja við Bræðslu, stálþil (50 m, dýpi 9 m), lokið verki frá 1998 39,1 60%
Fiskavíkurbryggja rifin 1,5 60%
Grjótgarður við Bátahöfn (4.000 m³) 7,2 75%
Leiðarmerki, upplýsingakerfi fyrir sjófarendur 1,6 75%
Löndunarbryggja við Bræðslu, lagnir, lýsing og steypt þekja (1.000 m²) 12,3 60%
Dýpkun innsiglingar, undirbúningsframkvæmd 7,0 75%
Þórshöfn
Tengibraut að Hafskipabryggju, grjótflái (37 m) og steypt þekja (600 m²) 7,2 60%
Hafskipakantur, lenging, stálþil (15 m, dýpi 7 m) 11,7 60%
Hafskipakantur, lagnir, lýsing og steypt þekja (300 m²) 3,8 60%
Stálþil, II. og III. áfangi, stálþil (105 m dýpi 8 m), Olíubryggja rifin 70,3 60%
Stálþil, II. og III. áfangi, lagnir, lýsing og steypt þekja (u.þ.b. 1800 m²) 23,1 60%
Dýpkun við stálþil og snúningssvæði (u.þ.b. 30.000 m³) 45,6 75%
196,7 324,8 466,8 444,5
AUSTURLAND
Bakkafjörður
Vatnslögn á hafnarsvæði að Sjafnarbryggju (200 m) 3,3 60%
Lenging Löndunarbryggju, harðviðarbryggja (20 m, dýpi 3 m) 10,3 60%
Lenging Sjafnarbryggju, léttbyggð furubryggja (20 m, dýpi 2,5 m) 5,1 60%
Vopnafjörður
Löndunarbryggja, stálþil (80 m, dýpi 8 m) samkvæmt líkantilraunum 11,0 70,3 19,6 60%
Dýpkun að löndunarbryggju (23.000 m³ sprengdir, 1.000 m²) 46,9 75%
Smábátahöfn, lýsing og raflögn (stofnlögn, hús og mastur) 5,0 60%
Skjólgarður (u.þ.b. 210 m, 81.000 m³) samkvæmt líkantilraunum 106,0 75%
Tengibraut, Miðbryggja – Lýsisbryggja (u.þ.b. 1.800 m² klæðning og lýsing) 4,7 60%
Borgarfjörður eystri
Dýpkun sunnan gömlu bryggju og í bátakví (u.þ.b. 3.600 m³) 6,7 75%
Seyðisfjörður
Stormpolli við vesturenda Fjarðarhafnar 2,6 60%
Smábátahöfn og Mjölhúsbryggja, lagnir og lýsing 3,9 60%
Dráttarbraut, lokafrágangur 1,5 60%
Dýpkun rennu í Fjarðarhöfn í 8 m dýpi (85.000 m³) 42,1 75%
Fjarðarhöfn, landgangur fyrir ferju 9,4 75%
Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður
Neskaupstaður:
Lenging Togarabryggju, stálþil, 1. áfangi – þil með kanti (70 m, dýpi 8 m) 44,7 60%
Dýpkun vegna tilfærslu á flotbryggju (15.000 m³) 11,3 75%
Stækkun togarahafnar, færsla skjólgarðs (u.þ.b. 30.000 m³) 10,2 37,3 75%
Eskifjörður:
Stálþil austan Bæjarbryggju, 1. áfangi (80 m, dýpi 10 m, þekja 1.600 m²) 39,1 19,6 60%
Dýpkun við stálþil (9.000 m³) 6,7 75%
Lenging Bræðslubryggju, lagnir, kantur (66 m) og þekja (520 m²) 8,7 4,1 60%
Stálþil austan Bæjarbryggju, 2. áfangi (50 m, dýpi 10 m, þekja 1.000 m²) 32,7 12,2 60%
Reyðarfjörður:
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Fáskrúðsfjörður
Hafskipabryggja, raflögn frágangur 3,6 60%
Stækkun Loðnulöndunarbryggju (harðviðarbryggja 40 m, dýpi 7 m) 29,8 60%
Endurbygging Bæjarbryggju, 1. áfangi (50 m, dýpi 7 m) 32,4 60%
Endurbygging Bæjarbryggju, lagnir, lýsing og þekja (1.000 m³) 12,4 60%
Stöðvarfjörður
Smábátahöfn, flotbryggja (20 m) 3,9 60%
Smábátahöfn, lagnir, lýsing og slitlag á tengibraut (1.500 m²) 4,1 60%
Breiðdalsvík
Gengið frá lögnum og lokið við þekju (1.080 m²) 8,9 60%
Djúpivogur
Skjólgarður í Gleðivík (u.þ.b. 45.000 m³) 74,5 75%
Löndunarkantur í Gleðivík, stálþil (60 m, dýpi 8 m, þekja 1.200 m²) 39,0 14,7 60%
Hornafjörður
Dýpkun hafnar, viðhaldsdæling í höfn og innsiglingu (15.000 m³ árlega) 6,3 6,3 6,3 6,3 75%
Þinganesgarður milli Austurfjöru og Þinganesskerja (30.000 m³) 48,0 75%
Faxeyrarhöfn, skjólgarður (u.þ.b. 15.000 m³) 24,3 75%
Faxeyrarhöfn, dýpkun í höfn og innsiglingarrennu (u.þ.b. 400.000 m³) 51,4 56,5 75%
Leiðigarður sunnan hafnarmynnis (u.þ.b. 2.500 m³) 4,1 75%
Faxeyrarhöfn, stálþilsbryggja (100 m, dýpi 8 m, lagnir og þekja 2.000 m²) 72,1 24,5 60%
Endurbygging bryggju við vogarhús, harðviðarbryggja (45 m, dýpi 5 m) 33,1 60%
169,7 280,2 381,9 305,7
SUÐURLAND
Vestmannaeyjar
Friðarhafnarkantur, austurendi, nýbygging, lagnir, lýsing og steypt þekja (1.400 m²) 18,5 60%
Friðarhafnarkantur, endurbygging, stálþil (210 m, dýpi 9 m, þekja 4.000 m² malbik) 57,9 28,9 60%
Friðarhöfn Ískantur, endurbygging, stálþil (74 m, dýpi 8 m, þekja 1.700 m² malbik) 37,8 11,0 60%
Nausthamarsbryggja, endurbygging, efniskaup og sprengdur skurður 85,4 60%
Smábátahöfn innan Nausthamars, dýpkun í 2 m (u.þ.b. 4.000 m³) 2,0 55%
Smábátaaðstaða, landstöplar (3 stk.), færðar flotbryggjur, lýsing og frágangur 6,2 40%
Nausthamarsbryggja, endurbygging, stálþil (300 m dýpi 9 og 5 m, þekja 3.800 m² malbik) 82,2 26,7 40%
Friðarhöfn, endurbygging suðurkants, stálþil (86 m, dýpi 7 m, þekja 1.400 m² malbik) 44,0 11,2 40%
Dýpkun að Friðarhafnarkanti og Suðurkanti (u.þ.b. 30.000 m³, að hluta klapparsprenging) 14,4 55%
Dýpkun snúningssvæðis og siglingarleiðar innan hafnar í 7,5 m (u.þ.b. 20.000 m³) 9,3 55%
Dýpkun norðan Nausthamarsbryggju í 9 m (u.þ.b. 15.000 m³, 6.000 m²) 20,5 55%
Dýpkun í innsiglingu (viðhaldsdýpkun, u.þ.b. 40.000 m³ dæling) 20,6 55%
Friðarhöfn, endurbygging norðurkants, stálþil (100 m, dýpi 7 m) 52,6 40%
Þorlákshöfn
Dýpkun innan hafnar (u.þ.b. 30.000 m³ sprengt og grafið) 61,6 75%
114,2 127,3 132,4 216,9
REYKJANES
Grindavík
Dýpkun innsiglingarleiðar, ytri hluti (540x70 m, dýpi 9,5 m) 228,5 228,5 75%
Merking siglingarleiðar, tveir staurar við rennu og ný leiðarmerki í landi 7,2 75%
Skjólgarður vestan innsiglingar (80.000 m³) 92,4 75%
Skjólgarður austan innsiglingar (100.000 m³) 113,0 75%
Sandgerði
Flotbryggja (40 m) 7,0 60%
Dýpkun milli Norðurgarðs og Suðurbryggju (u.þ.b. 37.000 m³, spr.10.000 m²) 154,0 75%
Norðurgarður, lenging, stálþil (50 m, dýpi 8, þekja 1.000 m²) 39,7 12,3 60%
Suðurbryggja norðurhlið, stálþil (80 m, dýpi 7m) 61,1 6,8 60%
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5x30 m) 3,0 60%
Löndunarbryggja við Fiskmarkað, harðviðarbryggja (30 m, dýpi 5 m) 23,0 60%
Hafnasamlag Suðurnesja
Garður:
Endurbætt lýsing og innsiglingarljós á bryggjuhaus 3,5 60%
Reykjanesbær:
Öldudempari Helguvík, sprengt berg við suðurhluta hafnar 15,4 75%
Festipollar við vestur- og austurenda viðlegu í Helguvík (2 stk. 100 t pollar) 2,1 60%
Vogar:
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Hafnarfjörður
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Garðabær
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
Kópavogur
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
228,5 246,2 347,2 175,6
REYKJAVÍK
Engar ríkisstyrktar framkvæmdir
ALLT LANDIÐ
Kostnaður alls við ríkisstyrktar framkvæmdir: 988,8 1259,9 1483,4 1381,8
Óskipt: 8,2 6,7 13,6 11,2
Heildarkostnaður hvert ár: 997,0 1.266,6 1.497,0 1.393,0
Samtals árin 1999–2002: 5.153,6
Þar af hlutur ríkisins: 3.400,0
Hlutur hafnarsjóða: 1.753,6


Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1.     Inngangur.
    Þingsályktun um hafnaáætlun 1997–2000 var samþykkt á Alþingi 17. maí 1997.
    Undirbúningur að gerð hafnaáætlunar fyrir árin 1999–2002 hófst með því að sent var bréf til hafnarstjórna í febrúar 1998. Óskað var eftir að þær gerðu grein fyrir framkvæmdaþörf og æskilegri forgangsröðun verkefna. Svör bárust frá 44 aðilum af þeim 50 sem fengu send gögn. Lauslega áætlað var heildarkostnaður við framkvæmdir, sem sveitarfélögin töldu þörf á að lokið yrði á áætlunartímabilinu, rúmir 10,7 milljarðar kr. (verðlag maí 1998).
    Að loknum sveitarstjórnarkosningum vorið 1998 var öllum sem sent höfðu inn óskir send­ur verkefnalisti fráfarandi hafnarstjórnar og nýjum aðilum í sveitarstjórnum gefinn þriggja vikna frestur til að leggja fram breytingartillögur við þann lista. Svör bárust frá 14 höfnum og fólu aðallega í sér óskir um að færa til verkefni milli ára eða aukin verkefni.
    Verkefni voru valin þannig inn á hafnaáætlun að stuðst var við reiknilíkan sem raðaði framkvæmdum í forgangsröð á grundvelli þarfagreiningar. Vinnan við þarfagreiningu fólst í að meta viðlegu- og löndunarálag á höfnum, flokka hafnirnar eftir stærð og ákvarða staðal­kröfur sem hver flokkur átti að uppfylla. Þarfagreiningin var að mestu unnin á árunum 1994–1996 og voru niðurstöður birtar í skýrslunni ,,Hafnalýsing“ sem gefin var út af Vita- og hafnamálastofnun í september 1996.
    Forgangsröðunin byggðist á því sem fram kemur í skýrslunni, en stuðst var við nýjar tölur úr opinberum gögnum frá Fiskistofu, Hagstofu, Byggðastofnun og Fiskifélagi Íslands. Mat á viðlegu- og löndunarálagi var einnig endurskoðað hjá allmörgum höfnum til að tryggja að forsendur forgangsröðunar yrðu sem raunhæfastar.
    Áður en áætlunin var lögð fram voru stjórn hverrar hafnar sendar tillögur Siglingastofn­unar um framkvæmdir við þá höfn til umsagnar eins og kveðið er á um í hafnalögum.

2.     Meginþættir hafnaáætlunar.
    Samkvæmt hafnaáætlun eru eftirfarandi framkvæmdir áformaðar:
    Árið 1999 er áætlað að framkvæma fyrir 997,0 m.kr. hjá 25 hafnarsjóðum.
    Árið 2000 er áætlað að framkvæma fyrir 1.266,6 m.kr. hjá 26 hafnarsjóðum.
    Árið 2001 er áætlað að framkvæma fyrir 1.497,0 m.kr. hjá 21 hafnarsjóði.
    Árið 2002 er áætlað að framkvæma fyrir 1.393,0 m.kr. hjá 27 hafnarsjóðum.
    Samtals er kostnaður við ríkisstyrktar hafnargerðir áætlaður 5.153 m.kr. á árunum 1999–2002. Hlutur sveitarfélaganna í þessum framkvæmdum er 1.753,6 m.kr. en hlutur ríkissjóðs 3.400,0 m.kr. Áætlað er að skuld ríkissjóðs við hafnarsjóðina í árslok 1998 verði 688,5 m.kr. en jafnframt var til ónotuð fjárveiting frá fyrri árum, 125,6 m.kr. Þá er áætlað að hlutur ríkissjóðs í styrkhæfum fjármagnskostnaði nemi 3,7 m.kr. Gert er ráð fyrir að skuld ríkis­sjóðs við hafnarsjóðina frá fyrri árum verði gerð upp á áætlunartímabilinu, en jafnframt verði frestað fram yfir lok áætlunartímabilsins uppgjöri á 464,6 m.kr (Húsavík 155,0 m.kr, Grindavík 209,6 m.kr. og Sandgerði 100 m.kr). Samkvæmt hafnaáætlun þessari er því áform­að að framlög ríkissjóðs til hafnarmannvirkja á árunum 1999–2002 nemi samtals 3.502,0 m.kr.
    Fjárveiting á fjárlögum 1999 til hafnarmannvirkja er áætluð 793,0 m.kr. og enn fremur verða nýttar 43,7 m.kr. af geymdri fjárveitingu. Samtals verða því 836,7 m.kr. til ráðstöfunar á næsta ári. Af þessari upphæð fara 539,5 m.kr. til framkvæmda við ný hafnarmannvirki, en 297,2 m.kr. til uppgjörs við hafnarsjóðina. Ríkisframlag að upphæð 138,5 m.kr. vegna fram­kvæmda ársins verður gert upp síðar.
    Nánari sundurliðun á kostnaði og kostnaðarskiptingu við einstakar hafnir er að finna í I. og II. kafli áætlunarinnar. Í I. kafla er yfirlit yfir áætlaða fjárveitingaþörf, þ.e. framlag til nýframkvæmda og uppgjörs hvert ár. Í II. kafla er sundurliðun framkvæmda í einstökum höfnum ásamt kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélags.
    Allar kostnaðartölur í áætluninni eru á áætluðu verðlagi um mitt ár 1999 (byggingarvísi­tala 237,0 stig).

3.     Uppgjör eldri framkvæmda.
    Óuppgerður hluti ríkissjóðs vegna framkvæmda á árinu 1998 eða fyrr, sem kemur til greiðslu af fjárveitingum 1999 eða síðar, er áætlaður 688,5 m.kr. Ónotuð fjárveiting frá fyrri árum er 125,6 m.kr. Þessar tölur byggjast á bráðabirgðauppgjöri Siglingastofnunar frá í október 1998. Miðað er við að gera upp þessar skuldir við hafnarsjóðina á áætlunartímabil­inu. Lagt er til að 66,1 m.kr. af ónotaðri fjárveitingu renni til að gera upp skuldir, en eftir­stöðvarnar, 59,5 m.kr., renni til nýrra framkvæmda. Áætlunin gerir ráð fyrir að heimila fram­kvæmdir umfram fjárveitingar á Húsavík, í Grindavík og Sandgerði. Skuld ríkisins vegna framkvæmda á þessum stöðum er samtals áætluð 464,6 m.kr. í lok tímabilsins. Að öðru leyti er gert ráð fyrir fjárveitingum fyrir öllum nýjum framkvæmdum á tímabilinu.
    Óuppgerður hlutur ríkissjóðs í framkvæmdum 1998 eða fyrr hefur að hluta verið fjár­magnaður með lánum þar sem fyrir liggur samþykkt um að fjármagnskostnaður sé styrkhæf­ur. Hætt var að veita slík lán árið 1997. Höfuðstóll lána með styrkhæfum fjármagnskostnaði verður uppgreiddur í árslok 1999. Hlutur ríkisins í fjármagnskostnaði er áætlaður 3,7 m.kr. árið 1999. Á áætlunartímabilinu þarf því til uppgjörs eldri framkvæmda að meðtöldum ríkis­hluta í fjármagnskostnaði 626,1 m.kr. Í I. kafla er fjármagnskostnaður innifalinn í tölum um uppgjör skulda hjá einstökum höfnum.
    Fjármagnskostnaður vegna láns sem tekið var vegna dýpkunar í Sandgerði er á sérstökum fjárlagalið. Áætlað er að hann nemi 11,3 m.kr. árið 1999.

4.     Um áætlanir.
    Í tæpa fjóra áratugi hefur Siglingastofnun (áður Vita- og hafnamálastofnun) unnið fjög­urra ára áætlun, hafnaáætlun, um framkvæmdir í höfnum. Áætlun þessi sem er endurskoðuð á tveggja ára fresti hefur í senn verið undirstaða fjárveitinga ríkisins og grunnur fyrir fram­kvæmdaáætlun sveitarfélaganna á þessu sviði. Þetta á þó sérstaklega við um síðustu áætlun, sem samþykkt var á Alþingi vorið 1997, en fram að því hafði hafnaáætlun aðeins verið lögð fram sem þingskjal.
    Áætlunin byggist á óskum hafnarstjórna um framkvæmdir sem nema töluvert hærri fjár­hæð en til ráðstöfunar er. Vinna við áætlunargerðina felst aðallega í því að vinna úr óskalist­anum og finna brýnustu verkefnin þannig að framkvæmdir verði í samræmi við fjárveitingar til málaflokksins. Fram til þessa hafa ekki ríkt neinar fastmótaðar reglur við val verkefna á hafnaáætlun. Lagt hefur verið huglægt mat á hvaða framkvæmdir ríkið ætti helst að taka þátt í að fjármagna.
    Gagnrýni á þessi vinnubrögð hefur farið vaxandi á síðari árum. Bent hefur verið á hættu á offjárfestingu í einstökum höfnum þegar ekki liggur fyrir samræmt mat á framkvæmdaþörf. Hafnirnar keppa um það fjármagn sem ríkið veitir til hafnarframkvæmda og eru jafnframt oft í baráttu um sömu viðskiptavini. Til að bregðast við þessari gagnrýni hefur Siglingastofn­un á undanförnum árum lagt mikla vinnu í söfnun grunnupplýsinga og gerð reiknilíkans til forgangsröðunar á verkefnum.
    Vinna við þetta var langt komin við undirbúning síðustu áætlunar og við það var miðað að áætlun fyrir árin 1999–2002 yrði unnin samkvæmt forgangsröðun á grundvelli þarfagrein­ingar. Hagfræðistofnun Háskólans var á síðastliðnu sumri fengin til að yfirfara þá vinnu sem þá lá fyrir og til að aðstoða á lokastigum við gerð reiknilíkansins.
    Í stuttu máli felst forgangsröðunin í að reiknuð eru stig fyrir hverja framkvæmd og þær framkvæmdir sem fá nægjanlega mörg stig komast inn á hafnaáætlun. Stigagjöfin er samsett úr tveimur aðalþáttum.
    Fyrri aðalþátturinn er umsvif hafnanna. Umsvifin skiptast í eftirtalda þrjá undirþætti sem hverjum um sig er gefið ákveðið vægi:
    Kostnaðarviðmið (50%) 1/3 x fjöldi ársverka í fiskveiðum/kostnaði við framkvæmd, 1/3 x aflaverðmæti/ kostnaði og 1/3 x aflamagn/kostnaði.
    Atvinnusjónarmið (25%) 2/5 x fjöldi ársverka í fiskveiðum og vinnslu, 2/5 x aflamagn og 1/5 x fiskkaup fiskvinnslu á staðnum.
    Byggðasjónarmið (25%) 1/2 x fjöldi ársverka í fiskveiðum/fjölda ársverka alls á staðnum og 1/2 x samgöngur. Eyjar og staðir háðir samgöngum á sjó fá hér mest.
    Síðari aðalþátturinn felst í að meta þær hafnarbætur sem viðkomandi framkvæmd leiðir af sér. Í reiknilíkanið eru skráðar upplýsingar um núverandi ástand hafnanna. Jafnframt er skráð hvaða stærðarflokki viðkomandi höfn tilheyrir. Staðalkröfur sem snerta dýpi og stærð snúningssvæða eru breytilegar eftir því hvort um er að ræða stóra fiskihöfn, meðalstóra fiskihöfn, bátahöfn eða smábátahöfn. Hafnarbætur eru flokkaðar í sex undirþætti. Hverjum þætti er gefið vægi líkt og áður. Úrbætur, sem hver einstök framkvæmd leiðir af sér á einum eða fleiri þessara þátta, eru reiknaðar og niðurstöður settar inn í líkanið. Undirþættir hafnarbóta og vogtölur eru eftirfarandi:
    Innsigling/dýpi (25%) Reiknast ef dýpi og aðstæður uppfylla ekki staðalkröfur.
    Stækkun viðlegurýmis (15%) Reiknast aðeins ef núverandi nýting er yfir 80%.
    Stækkun löndunarrýmis (25%) Reiknast aðeins ef núverandi nýting er yfir 80%.
    Snúningssvæði (10%) Reiknast ef rými innan hafnar uppfyllir ekki staðalkröfur.
    Endurbygging (15%) Reiknast ef metin er þörf á endurbyggingu.
    Frágangur mannvirkja
    og staðalbúnaður
(10%) Ljúka framkvæmdum, siglingamerki, slysavarnir, aðstaða til þjónustu við skip o.fl.
    Eftir að stig fyrir umsvif og hafnarbætur hafa verið reiknuð eru þau margfölduð saman og fæst þannig heildareinkunn fyrir hverja framkvæmd. Það að margfalda saman stigin þýðir að framkvæmd fær því aðeins einkunn að þarfagreining hafi leitt í ljós að hún feli í sér til­teknar hafnarbætur.
    Ný verkefni á hafnaáætlun voru valin eftir forgangsröðun samkvæmt því sem að framan er lýst. Verkefni sem voru á áður samþykktri hafnaáætlun 1997–2000 og enn er ólokið voru tekin inn að nýju, ef fyrir lá ósk viðkomandi hafnarstjórnar þar að lútandi. Meginreglan er að þessi verkefni fari inn á árunum 1999–2000.

5.     Kostnaðarskipting milli ríkis og hafnarsjóða.
    Í II. kafla hafnaáætlunar, sundurliðun framkvæmda í einstökum höfnum, er auk heildar­kostnaðar gerð grein fyrir hluta ríkissjóðs í hverri framkvæmd.
    Í 22. gr. hafnalaga, nr. 23/1994, segir að greiðsluþátttaka ríkissjóðs í einstökum verkefn­um skuli ákveðin um leið og verk eru tekin inn á hafnaáætlun og skuli tekin til endurmats á tveggja ára fresti við endurskoðun hafnaáætlunar. Jafnframt segir að við mat á greiðsluþátt­töku ríkissjóðs skuli tekið tillit til fjárhagslegrar getu hafnarsjóðs til að standa undir nauð­synlegum hafnarframkvæmdum, þó með þeim takmörkunum um hámark sem kveðið er á um í 21. gr. laganna. Á grundvelli þessara ákvæða og hliðstæðra ákvæða í eldri lögum hafa framlög til framkvæmda í fáeinum höfnum verið skert um lengri eða skemmri tíma á undan­förnum árum. Í nokkrum sveitarfélögum er ekki gert ráð fyrir að ríkissjóður styrki hafnar­framkvæmdir á áætlunartímabilinu. Í öðrum sveitarfélögum verða einungis þær framkvæmdir sem tilgreindar eru í áætluninni metnar styrkhæfar.
    Við gerð þessarar hafnaáætlunar er fylgt sömu meginreglu við ákvörðun á greiðsluþátt­töku ríkissjóðs og í fyrri áætlun. Ríkissjóður greiðir þannig 75% í hafnargörðum (öldubrjót­um), dýpkunum og siglingamerkjum (skv. 21. gr. hafnalaga er hámarkið 90%). Í bryggjum og öðrum innri mannvirkjum hafna sem styrkhæf eru samkvæmt hafnalögum greiðir ríkið 60% (hámark skv. 21. gr. hafnalaga). Í samræmi við ákvæði í 28. gr. hafnalaga er gert ráð fyrir að Hafnabótasjóður veiti styrk sem nemur 15% af heildarframkvæmdakostnaði til tekju­lágra hafna í fámennum sveitarfélögum. Hlutur þessara minni sveitarfélaga í hafnargörðum og dýpkunum getur því áfram náð því hámarki sem kveðið er á um í hafnalögum.
    Með vísun í 3. mgr. 22. gr. hafnalaga er ákveðið að hjá hafnarsjóðum sem höfðu yfir 100 m.kr. í tekjur á árinu 1997 lækki greiðsluþátttaka ríkissjóðs um 20 prósentustig frá því sem að framan greinir (þ.e. úr 75% í 55% og 60% í 40%). Þetta á við um Hafnasamlag Norður­lands og Vestmannaeyjar. Lækkunin nær þó eingöngu til nýrra verkefna, þ.e. greiðsluþátt­taka í þeim verkefnum sem voru á fyrri áætlun og ekki er lokið helst óbreytt.
    Við sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar varð til hafnarsjóður sem væntanlega mun einnig fara yfir 100 m.kr. tekjumarkið. Þar sem hér er um nýjan hafnarsjóð að ræða og einhvern tíma mun taka að ná fram hagræðingu í kjölfar sameiningar er ekki gert ráð fyrir að framlag ríkisins verði skert á áætlunartímabilinu.