Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 512, 123. löggjafarþing 123. mál: Framkvæmdasjóður Íslands (afnám laga).
Lög nr. 146 22. desember 1998.

Lög um afnám laga nr. 70 1. júlí 1985, um Framkvæmdasjóð Íslands, með síðari breytingum.


1. gr.

      Lög um Framkvæmdasjóð Íslands, nr. 70 1. júlí 1985, falla úr gildi.

2. gr.

     Ríkissjóður Íslands yfirtekur eignir og skuldir Framkvæmdasjóðs Íslands miðað við stöðu þeirra 31. desember 1998.

3. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 31. desember 1998.

Samþykkt á Alþingi 17. desember 1998.