Ferill 296. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 540  —  296. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um staðfestingu samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 1999.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund Helga Ágústsson og Eið Guðna­son frá utanríkisráðuneytinu og Kristján Skarphéðinsson frá sjávarútvegsráðuneytinu. Utan­ríkismálanefnd óskaði eftir umsögn sjávarútvegsnefndar um málið og er hún meðfylgjandi.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að samkomulag um veiðar úr norsk-íslenska stofninum á árinu 1999 verði óbreytt frá samkomulaginu fyrir árið 1998.
    Guðný Guðbjörnsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, áheyrnarfulltrúar á fundum nefndar­innar, eru samþykk áliti þessu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 16. des. 1998.Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Gunnlaugur M. Sigmundsson.Árni R. Árnason.


Margrét Frímannsdóttir.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.Árni M. Mathiesen.


Sighvatur Björgvinsson.


Siv Friðleifsdóttir.Fylgiskjal.

Umsögn sjávarútvegsnefndar.
(15. desember 1998.)


    Sjávarútvegsnefnd hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Kristján Skarphéðinsson, Arnór Halldórsson og Kristínu Haraldsdóttur frá sjávarútvegsráðuneytinu. Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar en minni hlutinn (LB og SvanJ) vísar jafnframt til afstöðu í um­sögn sjávarútvegsnefndar sem send var utanríkismálanefnd vorið 1996 þegar upphaflegi samningurinn um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum var til umfjöllunar á Alþingi.
    Sjávarútvegsnefnd beinir þeim tilmælum til utanríkismálanefndar að nefndin hlutist til um að samningur sá er hér um ræðir verði birtur hið fyrsta í C-deild Stjórnartíðinda eftir að Al­þingi hefur lokið afgreiðslu málsins.

F.h. formanns sjávarútvegsnefndar,
Gunnar Jakobsson, nefndarritari.