Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 632, 123. löggjafarþing 331. mál: málefni fatlaðra (yfirfærsla til sveitarfélaga).
Lög nr. 156 28. desember 1998.

Lög um breytingu á lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, sbr. lög nr. 161/1996.


1. gr.

     1. málsl. 3. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Í svæðisráði sitja sjö fulltrúar skipaðir af ráðherra til þess tíma er yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga kemur til framkvæmda, þó eigi lengur en til fjögurra ára.

2. gr.

     1. málsl. 2. mgr. 12. gr. laganna orðast svo: Félagsmálaráðherra skipar framkvæmdastjóra svæðisskrifstofa, að fenginni umsögn svæðisráða, til þess tíma er yfirfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaga kemur til framkvæmda, þó eigi lengur en til fimm ára.

3. gr.

     2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III með lögunum, sbr. lög nr. 161/1996, orðast svo:
     Áður en yfirfærsla málaflokksins kemur til framkvæmda hafi Alþingi m.a. samþykkt:
  1. lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem taka til þeirrar þjónustu sem veitt er samkvæmt gildandi lögum um málefni fatlaðra, nr. 59/1992, þó ekki starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins,
  2. breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga,
  3. sérstök lög um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1998.