Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 949, 123. löggjafarþing 361. mál: skipulag ferðamála (skipan ferðamálaráðs).
Lög nr. 14 11. mars 1999.

Lög um breytingu á lögum um skipulag ferðamála, nr. 117/1994, með síðari breytingum.


1. gr.

     2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Aðrir fundir skulu haldnir samkvæmt ákvörðun ráðsins.

2. gr.

     4. gr. laganna orðast svo:
     Samgönguráðherra skipar sjö menn í Ferðamálaráð og jafnmarga til vara. Skipunartími Ferðamálaráðs skal vera fjögur ár, en skipunartími ráðherraskipaðra fulltrúa skal þó takmarkaður við embættistíma þess ráðherra sem skipar þá. Skulu tveir skipaðir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður ráðsins og hinn varaformaður. Aðra fulltrúa í Ferðamálaráð skipar ráðherra eftir tilnefningu eftirtalinna: Samtaka ferðaþjónustunnar, sem tilnefna tvo menn, Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem tilnefnir tvo, og Ferðamálasamtaka Íslands, sem tilnefna einn.

3. gr.

     5. gr. laganna orðast svo:
     Ferðamálaráði er heimilt að skipa undirnefndir til þess að vinna að einstökum málaflokkum. Í undirnefndir er heimilt að skipa menn sem ekki eiga sæti í Ferðamálaráði.

4. gr.

     Á eftir 1. tölul. 7. gr. laganna kemur nýr töluliður og breytist töluröð annarra liða til samræmis við það:
  1. Rannsóknir og kannanir á sviði ferðamála.


5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 2. mars 1999.