Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 952  —  341. mál.


              

Nefndarálit



um till. til þál. um rannsóknir á vetrarafföllum rjúpu.

Frá umhverfisnefnd.



         Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigurð Þráinsson frá umhverfis­ráðuneyti, Ólaf Nielsen og Jón Gunnar Ottósson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Sigmar B. Hauksson frá Skotvís.
    Í þingsályktunartillögunni er lagt til að umhverfisráðherra verði falið að láta gera ítarleg­ar rannsóknir á vetrarafföllum rjúpu hérlendis sem hafi að markmiði að stuðla að skynsam­legri nýtingu rjúpnastofnsins. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin hefur fengið hafa rann­sóknir á rjúpnastofninum alfarið verið fjármagnaðar úr veiðikortasjóði. Þann sjóð skal skv. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nota til rannsókna og stýringar á stofnum villtra dýra, auk þess að kosta útgáfu kortanna. Engar reglur eru til um úthlutanir úr veiðikortasjóði og að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að slíkar reglur verði settar.
    Fulltrúar Náttúrufræðistofnunar Íslands benda á að mikill skortur sé á upplýsingum um vetrarafföll rjúpu og mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði. Nefndin leggur því til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir og Tómas Ingi Olrich voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 2. mars 1999.



Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Árni M. Mathiesen.


Hjörleifur Guttormsson.



Jónas Hallgrímsson.


Margrét Frímannsdóttir.


Kristján Pálsson.



Magnús Árni Magnússon.