Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.
123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 964 — 581. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um fullgildingu samnings um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra.
(Lögð fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–99.)
Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra sem samþykktur var í Ósló 18. september 1997.
Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.
Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samningi um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal með tillögunni.
Samningurinn var samþykktur á ráðstefnu um alþjóðlegt bann við jarðsprengjum sem beint er gegn liðsafla í Ósló 18. september 1997. Hann var lagður fram til undirritunar á ráðstefnu í Ottawa 3. og 4. desember 1997. Hinn 16. febrúar 1999 hafði 131 ríki undirritað samninginn og 64 ríki höfðu fullgilt hann. Samningurinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 4. desember 1997. Hann öðlast gildi á fyrsta degi sjötta mánaðar eftir þann mánuð þegar fertugasta fullgildingarskjalið hefur verið afhent, þ.e. 1. mars 1999. Að því er varðar ríki sem afhenda fullgildingarskjal sitt eftir afhendingardag fertugasta skjalsins öðlast samningurinn gildi á fyrsta degi sjötta mánaðar eftir daginn sem það ríki afhendir fullgildingarskjal sitt.
Samningurinn bannar notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutning jarðsprengna sem beint er gegn liðsafla. Jafnframt skuldbindur samningurinn aðildarríki til að eyða slíkum sprengjum sem þau eiga eða hafa umráð yfir eins fljótt og við verður komið og eigi síðar en fjórum árum eftir að samningurinn öðlast gildi að því er viðkomandi aðildarríki varðar. Hins vegar tekur samningurinn ekki til jarðsprengna sem beint er gegn skriðdrekum. Jarðsprengjusvæði skulu samkvæmt samningnum hreinsuð eins fljótt og við verður komið og eigi síðar en tíu árum eftir að samningurinn öðlast gildi að því er viðkomandi aðildarríki varðar. Jafnframt er að finna í samningnum ýmis ákvæði um aukna samvinnu og gagnkvæma aðstoð hvað varðar leit að jarðsprengjum og hreinsun svæða þar sem þeim hefur verið komið fyrir, svo og um aðstoð við fórnarlömb jarðsprengna. Einnig eru ákvæði í samningnum um framkvæmd hans og upplýsingaskyldu aðildarríkja. Samningurinn, sem stundum er nefndur Ottawasamningurinn, er þriðji alþjóðasamningurinn sem lýtur að jarðsprengjum sem beint er gegn liðsafla. Fyrri samningar, sem gerðir voru árin 1980 og 1996, miða að því að takmarka notkun jarðsprengna gegn liðsafla en þeir skuldbinda aðildarríki ekki, líkt og Ottawasamningurinn, til að framleiða ekki jarðsprengjur og eyða birgðum.
Bakgrunnur samningsins er hin mikla dreifing og notkun jarðsprengna gegn liðsafla í heiminum og þær afleiðingar sem þetta hefur haft í för með sér. Þrátt fyrir víðtæka hreinsun á jarðsprengjum víða um heim á undanförnum árum er talið að a.m.k. 60–70 milljónir sprengna séu enn faldar í jörðu. Að líkindum er um helmingur sprengnanna á landsvæði tólf ríkja. Talið er að um 10 milljónir sprengna séu í Angóla og svipað magn í hinum kúrdíska hluta Írak. Í Afganistan er álitið að um sex milljónir sprengna liggi niðurgrafnar og um fimm milljónir í Kambódíu. Mikill fjöldi sprengna er og í Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, El Salvador, Eþíópíu, Mósambík og Súdan.
Gildi samningsins ber ekki síst að meta út frá mannúðarsjónarmiðum. Óhætt er að fullyrða að í ríkjum þar sem jarðsprengjum hefur verið komið fyrir í miklu magni eru áhrifin á þjóðlífið gífurleg. Vikulega deyða og limlesta jarðsprengjur yfir 500 manns um heim allan eða um 26.000 manns á ári og er stærstur hluti þeirra óbreyttir borgarar, þar á meðal fjölmörg börn. Stór landsvæði eru ónýtanleg til ræktar vegna jarðsprengna sem komið hefur verið fyrir á átakatímum. Samgöngu- og flutningaleiðir eru lokaðar þeirra vegna. Leiðir að vatnsbólum er lokaðar fyrir mönnum og dýrum. Flóttamenn geta ekki snúið til fyrri heimkynna. Hreinsun jarðsprengjusvæða er bæði hægfara og afar kostnaðarsöm.
Tilurð Ottawasamningsins má rekja til síðari hluta níunda áratugarins þegar læknar á vegum Rauða krossins og starfslið ýmissa frjálsra félagasamtaka hófu að vekja athygli á því hve gífurlegt vandamál hefði skapast vegna lagningar jarðsprengna. Árið 1992 stóðu sex frjáls félagasamtök að stofnun alþjóðlegrar hreyfingar til að banna jarðsprengjur (International Campaign to Ban Landmines) en þau fengu friðarverðlaun Nóbels 1997. Pólitískur stuðningur við jarðsprengjubann fór vaxandi þegar á leið en tilraunir til að ná samkomulagi árin 1995 og 1996 báru aðeins takmarkaðan árangur. Í október 1996 var haldin ráðstefna í Ottawa um bann við jarðsprengjum og tóku 50 ríki þátt í henni auk fjölda áheyrnarfulltrúa frá öðrum ríkjum og fulltrúa nokkurra tuga frjálsra félagasamtaka. Með þessu hófst hið svokallaða Ottawaferli sem lauk með samþykkt áðurnefnds samnings í Ósló 18. september 1997 og framlagningu hans til undirritunar í Ottawa 3. og 4. desember sama ár.
Með samningnum er stigið stórt skref til að uppræta jarðsprengjur sem beint er gegn liðsafla. Enn er þó langt í land að bægja frá hættunni sem stafar af þeim sprengjum sem fyrir eru víðs vegar um heim og skiptir miklu hvernig staðið verður að framkvæmd samningsins. Jafnframt ber að hafa í huga að allmörg ríki hafa ekki gerst aðilar að samningnum. Þar á meðal eru Kína, Rússland, Suður-Kórea og Indland. Bandaríkin hafa lýst sig fylgjandi banni við jarðsprengjum gegn liðsafla og stóðu m.a. fyrir ályktunartillögu þess efnis á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1996. Bandaríkin tóku þátt í samningaviðræðunum í Ósló en ákváðu að undirrita ekki samninginn eftir að þeim mistókst að fá samþykktar undanþágur að því er varðar jarðsprengjur í Kóreu og notkun „blandaðra“ jarðsprengna sem beint er gegn skriðdrekum en hafa einnig innbyggðar sprengjur gegn liðsafla.
Samningurinn er 22 greinar og er efni þeirra í stuttu máli eftirfarandi:
1. gr. er meginákvæði samningsins og er þar kveðið á um bann við notkun, framleiðslu, birgðasöfnun og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og aðildarríki skuldbundin til að eyða slíkum sprengjum. Einnig er bannað að veita aðstoð við aðgerðir sem óheimilar eru samkvæmt samningnum.
2. gr. felur í sér skilgreiningar á helstu hugtökum samningsins, þar á meðal jarðsprengjum gegn liðsafla, en þær eru skilgreindar sem jarðsprengjur sem ætlað er að springa sakir nærveru manns, nálægðar hans eða snertingar. Jarðsprengjur sem ætlað er að springa sakir nærveru ökutækis, nálægðar eða snertingar þess teljast ekki jarðsprengjur gegn liðsafla.
3. gr. kveður á um undanþágur frá banni við geymslu eða flutningi jarðsprengna gegn liðsafla. Undanþágur eiga við þegar um er að ræða t.d. jarðsprengjuhreinsun eða eyðingu.
4. gr. skuldbindur ríki til að eyða birgðum af jarðsprengjum gegn liðsafla í síðasta lagi fjórum árum eftir gildistöku samningsins að því er viðkomandi ríki varðar.
5. gr. skuldbindur ríki til eyðingar jarðsprengna gegn liðsafla á svæðum sem heyra undir lögsögu þess eða stjórn innan tíu ára frá gildistöku samningsins að því er viðkomandi ríki varðar. Einnig er kveðið á um að fundur aðildarríkja megi veita allt að tíu ára viðbótarfrest telji aðildarríki sig ekki getað staðið við skuldbindingu um eyðingu innan tilskilins frests. Einnig eru ákvæði um verndun íbúa gegn jarðsprengjum með tilteknum aðgerðum.
6. gr. fjallar um alþjóðlega samvinnu og aðstoð við að hreinsa jarðsprengjusvæði og eyða birgðum ásamt aðstoð við fórnarlömb jarðsprengna.
7. og 8. gr. kveða á um aðgerðir sem tryggja eiga framkvæmd samningsins. Í grundvallaratriðum er byggt á víðtækri upplýsingagjöf aðildarríkja til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, m.a. um ráðstafanir á landsvísu til að hrinda ákvæðum samningsins í framkvæmd, birgðir af jarðsprengjum og staðsetningu jarðsprengjusvæða. Skulu upplýsingar uppfærðar árlega. Komi upp vafi um hvort ákvæði samningsins séu virt er kveðið á um ákveðin skref sem aðildarríki geta stigið fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjórans í því skyni að fá úr honum skorið. Meðal annars er gert ráð fyrir skipun rannsóknarsendinefnda í þessu skyni.
9. gr. skuldbindur aðildarríki til að gera allar viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu og á öðrum sviðum til þess að koma í veg fyrir brot á samningnum af hálfu einstaklinga eða á yfirráðasvæði sem heyrir undir lögsögu þess eða stjórn.
10. gr. fjallar um lausn deilumála sem upp kunna að koma og kveður á um samráð og samvinnu í slíkum tilfellum, m.a. með því að leggja þau fyrir fund aðildarríkja.
11. gr. kveður á um reglulega fundi aðildarríkja um mál er varða framkvæmd samningsins og skal aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna boða til fyrsta fundar innan árs frá því að samningurinn öðlast gildi. Fundir skulu síðan vera árlega þar til fyrsta endurskoðunarráðstefnan er haldin en skv. 12. gr. skal boða til hennar fimm árum eftir að samningurinn öðlast gildi.
13. gr. staðfestir rétt sérhvers aðildarríkis til að leggja til breytingar á samningnum og kveður á um meðferð slíkra tillagna. Breytingar eru háðar samþykki tveggja þriðju hluta greiddra atkvæða þeirra aðildarríkja sem eiga fulltrúa á ráðstefnu um breytingar.
14. gr. lýtur að kostnaði af fundum og ráðstefnum aðildarríkja.
15.–22. gr. fjalla m.a. um undirritun, fullgildingu, gildistöku, beitingu til bráðabirgða, fyrirvara, gildistíma, uppsögn og vörsluaðila, en hann er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Dómsmálaráðuneytið hefur til athugunar setningu nýrra laga eða breytingu á núgildandi lögum til þess að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem í samningnum felast.
Fylgiskjal.
SAMNINGUR
um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla
og um eyðingu þeirra.
Formálsorð.
sem hafa einsett sér að binda enda á þjáningar og manntjón af völdum jarðsprengna gegn liðsafla sem drepa eða limlesta hundruð manna í viku hverri, oftast saklausa og varnarlausa borgara, einkum börn, hindra efnahagsþróun og endurreisn, koma í veg fyrir heimsendingu flóttamanna og uppflosnaðra manna innan lands og hafa í för með sér fleiri alvarlegar afleiðingar árum saman eftir að þeim er komið fyrir,
sem telja nauðsynlegt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stuðla á skilvirkan og samræmdan hátt að því að tekist verði á við það örðuga verkefni að fjarlægja jarðsprengjur gegn liðsafla sem hefur verið komið fyrir um heim allan og tryggja að þeim verði eytt,
sem hyggjast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða við umönnun og endurhæfingu fórnarlamba jarðsprengna, meðal annars félagslega og efnahagslega enduraðlögun þeirra,
sem viðurkenna að algert bann við jarðsprengjum gegn liðsafla yrði einnig mikilvægur liður í að vekja traust,
sem fagna samþykkt bókunar um bann við eða takmarkanir á notkun jarðsprengna, sprengigildra og annars tækjabúnaðar, eins og henni var breytt 3. maí 1996, sem fylgir með samningnum um bann við eða takmarkanir á notkun tiltekinna hefðbundinna vopna sem telja má að séu háskaleg úr hófi fram eða hafi tilviljunarkennd áhrif og beina þeim tilmælum til allra ríkja, sem hafa enn ekki fullgilt fyrrnefnda bókun, að þau geri það hið fyrsta,
sem fagna einnig ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 51/45 S frá 10. desember 1996 þar sem öll ríki eru hvött til þess að framfylgja í einu og öllu skilvirkum, lagalega skuldbindandi alþjóðasamningi sem bannar notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutning jarðsprengna gegn liðsafla,
sem fagna enn fremur ráðstöfunum sem hafa verið gerðar á undanförnum árum, bæði einhliða og marghliða, og miða að því að banna, takmarka eða hætta notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla,
sem leggja áherslu á þann þátt sem vitund almennings á í því að þoka meginreglum mannúðar áleiðis, eins og hún birtist í kröfunni um algert bann við jarðsprengjum gegn liðsafla, og sem viðurkenna tilraunir Alþjóða rauða krossins og Rauða hálfmánans, alþjóðlegs átaks til að stuðla að banni við jarðsprengjum og fjölmargra annarra frjálsra félagasamtaka um heim allan í þá átt,
sem hafa í huga Ottawayfirlýsinguna frá 5. október 1996 og Brusselyfirlýsinguna frá 27. júní 1997 þar sem þjóðir heims eru hvattar til að gera alþjóðlegan og lagalega bindandi samning sem bannar notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutning jarðsprengna gegn liðsafla,
sem leggja áherslu á gildi þess að fá öll ríki til þess að gerast aðilar að þessum samningi og sem ásetja sér að vinna ötullega að því að hann öðlist almenna viðurkenningu á viðeigandi vettvangi, meðal annars hjá Sameinuðu þjóðunum, á afvopnunarráðstefnunni, meðal svæðisbundinna stofnana og hópa og á ráðstefnu um endurskoðun samningsins um bann við eða takmarkanir á notkun tiltekinna hefðbundinna vopna sem telja má að séu háskaleg úr hófi fram eða hafi tilviljunarkennd áhrif,
sem ganga út frá þeirri meginreglu alþjóðlegra mannúðarlaga að réttur aðila að hernaðarátökum til þess að velja aðferðir eða brögð í ófriði er ekki ótakmarkaður, þeirri meginreglu sem leggur bann við að í hernaðarátökum séu notuð vopn, skeyti og efni og stríðsaðferðum beitt sem valda meini eða þjáningum að óþörfu og þeirri meginreglu að gera beri greinarmun á borgurum og stríðsmönnum,
hafa orðið ásátt um eftirfarandi:
1. gr.
Almennar skuldbindingar.
a. að nota jarðsprengjur gegn liðsafla;
b. að þróa, framleiða, verða sér úti um með öðrum hætti, safna birgðum af, varðveita eða flytja til einhvers, beint eða óbeint, jarðsprengjur gegn liðsafla;
c. að aðstoða, hvetja eða ýta undir einhvern, á hvaða hátt sem er, til að taka þátt í einhverjum þeim aðgerðum sem aðildarríki eru óheimilar samkvæmt þessum samningi.
2. Sérhvert aðildarríki skuldbindur sig til að eyða öllum jarðsprengjum gegn liðsafla, eða tryggja að þeim verði eytt, í samræmi við ákvæði þessa samnings.
2. gr.
Skilgreiningar.
2. ,,Jarðsprengja“ merkir hergagn sem koma á fyrir undir yfirborði jarðar eða öðru yfirborði, leggja á það eða koma fyrir í námunda við það og er ætlað að springa sakir nærveru, nálægðar eða snertingar manns eða ökutækis.
3. ,,Meðhöndlunarvarnarbúnaður“ merkir búnað sem er ætlað að verja jarðsprengjuna og er hluti af henni eða tengdur, festur við eða settur undir hana og fer í gang þegar tilraun er gerð til þess að meðhöndla jarðsprengjuna eða eiga við hana af ásetningi með öðrum hætti.
4. ,,Flutningur“ merkir, auk eiginlegs flutnings jarðsprengna gegn liðsafla inn á innlent yfirráðasvæði eða út af því, flutning eignarréttar á og yfirráða yfir jarðsprengjunum, en ekki afsal yfirráðasvæðis þar sem jarðsprengjum gegn liðsafla hefur verið komið fyrir.
5. ,,Jarðsprengjusvæði“ merkir svæði þar sem hætta er á ferðum vegna þess að þar eru jarðsprengjur eða grunur leikur á að svo sé.
3. gr.
Undanþágur.
2. Heimilt er að flytja jarðsprengjur gegn liðsafla í þeim tilgangi að eyða þeim.
4. gr.
Eyðing birgða af jarðsprengjum gegn liðsafla.
5. gr.
Eyðing jarðsprengna gegn liðsafla á jarðsprengjusvæðum.
2. Sérhvert aðildarríki skal leitast við að finna öll svæði, sem heyra undir lögsögu þess eða stjórn, þar sem vitað er eða grunur leikur á að jarðsprengjum gegn liðsafla hafi verið komið fyrir og skulu tryggja eins fljótt og við verður komið að öll jarðsprengjusvæði sem heyra undir lögsögu þess eða stjórn, þar sem jarðsprengjur gegn liðsafla er að finna, séu afmörkuð, haft sé eftirlit með þeim og þau umgirt eða varin á annan hátt þannig að tryggt sé að borgarar fari ekki inn á þau þar til öllum jarðsprengjum gegn liðsafla á svæðinu hefur verið eytt. Merkingar skulu að minnsta kosti vera í samræmi við staðlana sem eru í bókun um bann við eða takmarkanir á notkun jarðsprengna, sprengigildra og annars tækjabúnaðar, eins og henni var breytt 3. maí 1996, sem fylgir með samningnum um bann við eða takmarkanir á notkun tiltekinna hefðbundinna vopna sem telja má að séu háskaleg úr hófi fram eða hafi tilviljunarkennd áhrif.
3. Telji aðildarríki sig ekki geta eytt öllum jarðsprengjum gegn liðsafla sem um getur í 1. gr. eða tryggt að þeim verði eytt innan tilskilins frests er því heimilt að leggja beiðni fyrir fund aðildarríkjanna eða endurskoðunarráðstefnu þess efnis að frestur til að ljúka eyðingu slíkra jarðsprengna verði framlengdur um allt að tíu ár.
4. Í beiðninni skal eftirfarandi koma fram:
a. gildistími fyrirhugaðrar framlengingar;
b. ítarlegur rökstuðningur fyrir fyrirhugaðri framlengingu, þar með talið eftirfarandi:
i. undirbúningur og staða verkefna sem eru unnin samkvæmt innlendum áætlunum um eyðingu jarðsprengna;
ii. fjármagn og tækniaðstaða sem aðildarríkið ræður yfir til þess að eyða öllum jarðsprengjum gegn liðsafla; og
iii. aðstæður sem standa í vegi fyrir því að aðildarríkið geti eytt öllum jarðsprengjum gegn liðsafla á jarðsprengjusvæðum;
c. afleiðingar sem framlengingin hefur í för með sér í mannúðlegu, félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu tilliti; og
d. allar aðrar upplýsingar sem varða beiðnina um fyrirhugaða framlengingu.
5. Fundur aðildarríkjanna eða endurskoðunarráðstefnan skal, að teknu tilliti til þeirra þátta sem um getur í 4. mgr., taka beiðnina til athugunar og ákveða með meiri hluta greiddra atkvæða þeirra aðildarríkja sem eiga fulltrúa á fundinum eða ráðstefnunni hvort orðið skuli við beiðninni um framlengingu.
6. Heimilt er að endurnýja framlenginguna sé ný beiðni lögð fram í samræmi við 3., 4. og 5. mgr. þessarar greinar. Samhliða beiðni um frekari framlengingu ber aðildarríki að leggja fram viðeigandi viðbótarupplýsingar um það sem unnist hefur á fyrra framlengingartímabili samkvæmt þessari grein.
6. gr.
Alþjóðleg samvinna og aðstoð.
2. Sérhvert aðildarríki skuldbindur sig til að greiða fyrir því að skipst sé á tækjabúnaði, efni og vísindalegum og tæknifræðilegum upplýsingum sem varða framkvæmd þessa samnings og á rétt á aðild að slíkum skiptum eftir því sem þeim verður komið við. Aðildarríkin skulu ekki takmarka á óréttmætan hátt aðgang að tækjabúnaði til jarðsprengjuhreinsunar og tæknifræðilegum upplýsingum tengdum honum sem notuð eru í mannúðarskyni.
3. Sérhvert aðildarríki sem hefur aðstöðu til skal aðstoða við að veita fórnarlömbum jarðsprengna umönnun, endurhæfa þau og enduraðlaga í félagslegu og efnahagslegu tilliti og enn fremur aðstoða við áætlanir um að skerpa vitund manna um þá ógn sem stafar af jarðsprengjum. Slíka aðstoð má meðal annars veita fyrir milligöngu stofnanakerfis Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegra, svæðisbundinna eða innlendra samtaka eða stofnana, alþjóðanefndar Rauða krossins, landssambanda Rauða krossins og Rauða hálfmánans og alþjóðlegra samtaka þeirra eða frjálsra félagasamtaka, eða með tvíhliða samstarfi.
4. Sérhvert aðildarríki sem hefur aðstöðu til skal aðstoða við að hreinsa burt jarðsprengjur og annað sem því tengist. Slíka aðstoð má meðal annars veita fyrir milligöngu stofnanakerfis Sameinuðu þjóðanna, alþjóðlegra eða svæðisbundinna samtaka eða stofnana, frjálsra félagasamtaka eða óháðra stofnana, eða á grundvelli tvíhliða samstarfs, eða með því að leggja í sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir frjáls framlög til aðstoðar við jarðsprengjuhreinsun eða aðra svæðisbundna sjóði sem eru bundnir eyðingu jarðsprengna.
5. Sérhvert aðildarríki sem hefur aðstöðu til skal aðstoða við eyðingu birgða af jarðsprengjum gegn liðsafla.
6. Sérhvert aðildarríki skuldbindur sig til að láta í té upplýsingar fyrir gagnagrunn um hreinsun svæða af jarðsprengjum sem komið var á fót innan stofnanakerfis Sameinuðu þjóðanna, einkum upplýsingar um ólíkar aðferðir og tækni sem beita má við jarðsprengjuhreinsun og skrár yfir sérfræðinga, sérhæfðar stofnanir eða innlendar miðstöðvar á því sviði.
7. Aðildarríkjum er heimilt að fara fram á að Sameinuðu þjóðirnar, svæðisbundnar stofnanir, önnur aðildarríki eða aðrar til þess bærar milliríkjastofnanir eða frjáls félagasamtök aðstoði yfirvöld í hlutaðeigandi ríki við að gera landsáætlun um eyðingu jarðsprengna til þess að ákvarða meðal annars:
a. umfang og útbreiðslu vandans sem jarðsprengjur gegn liðsafla skapa;
b. nauðsynlegt fjármagn, tækni og mannafla til þess að hrinda áætluninni í framkvæmd;
c. þann árafjölda sem ætla má að þurfi til að eyða öllum jarðsprengjum gegn liðsafla á jarðsprengjusvæðum sem heyra undir lögsögu eða stjórn hlutaðeigandi aðildarríkis;
d. aðgerðir til að skerpa vitund manna um þá ógn sem stafar af jarðsprengjum í því skyni að draga úr áverkum eða fækka dauðsföllum af þeirra völdum;
e. aðstoð við fórnarlömb jarðsprengna;
f. samskipti ríkisstjórnar hlutaðeigandi aðildarríkis og viðkomandi ríkisstofnana, milliríkjastofnana eða óháðra aðila sem koma að framkvæmd áætlunarinnar.
8. Aðildarríki sem veitir eða þiggur aðstoð samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, skal ganga til samstarfsins með það að markmiði að áætlanir um aðstoð, sem hafa verið samþykktar, komi til framkvæmda að fullu og án tafar.
7. gr.
Ráðstafanir til að tryggja gagnsæi.
a. ráðstafanir á landsvísu, sem um getur í 9. gr., til að hrinda samningnum í framkvæmd;
b. heildarbirgðir af jarðsprengjum gegn liðsafla sem það á eða hefur umráð yfir, eða sem heyra undir lögsögu þess eða stjórn, sundurliðað eftir tegundum, magni og, ef unnt er, lotunúmeri hverrar tegundar jarðsprengna gegn liðsafla sem birgðir eru til af;
c. eftir því sem við verður komið, staðsetningu allra jarðsprengjusvæða þar sem jarðsprengjur gegn liðsafla sem heyra undir lögsögu þess eða stjórn er að finna eða grunur leikur á að sé að finna, þar sem fram koma sem ítarlegastar upplýsingar um tegund og magn hverrar tegundar jarðsprengna gegn liðsafla á hverju jarðsprengjusvæði og hvenær þeim var komið fyrir;
d. tegundir, magn og, ef unnt er, lotunúmer allra jarðsprengna gegn liðsafla sem eru geymdar eða fluttar í því skyni að undirbúa og veita þjálfun í jarðsprengjuleit, jarðsprengjuhreinsun eða í aðferðum til að eyða þeim, eða eru fluttar í því skyni að eyða þeim, og þær stofnanir sem hafa umboð aðildarríkis til að geyma eða flytja jarðsprengjur gegn liðsafla í samræmi við 3. gr.;
e. stöðu áætlana um breytingu eða lokun aðstöðu fyrir framleiðslu á jarðsprengjum gegn liðsafla;
f. stöðu áætlana um eyðingu jarðsprengna gegn liðsafla í samræmi við 4. og 5. gr., að meðtöldum upplýsingum um aðferðir sem beita á við að eyða jarðsprengjunum, upplýsingar um alla þá staði þar sem eyðing þeirra fer fram og viðeigandi öryggis- og umhverfisverndarstaðla sem fara ber eftir;
g. tegundir og magn allra jarðsprengna gegn liðsafla sem er eytt eftir að þessi samningur öðlast gildi að því er viðkomandi aðildarríki varðar, sundurliðað eftir magni hverrar tegundar jarðsprengna gegn liðsafla sem er eytt skv. 4. og 5. gr. og, ef unnt er, lotunúmeri hverrar tegundar jarðsprengna gegn liðsafla þegar um eyðingu þeirra er að ræða í samræmi við 4. gr.;
h. tæknilega eiginleika hverrar tegundar jarðsprengna gegn liðsafla sem er framleidd, að svo miklu leyti sem þeir eru þekktir, og þær tegundir sem aðildarríkið á eða hefur til umráða eins og sakir standa, þar sem fram koma, eftir því sem við verður komið, upplýsingar sem geta greitt fyrir því að finna og hreinsa burt jarðsprengjur gegn liðsafla; í upplýsingunum skal að minnsta kosti koma fram eftirfarandi: stærð, gerð kveikjubúnaðar, sprengiefnisinnihald, málminnihald, litljósmyndir og annað sem kann að auðvelda hreinsun svæða af jarðsprengjum; og
i. ráðstafanir sem eru gerðar til að vara almenning án tafar og á skilvirkan hátt við öllum þeim svæðum sem finnast skv. 2. mgr. 5. gr.
2. Aðildarríkin skulu uppfæra árlega upplýsingarnar sem eru látnar í té í samræmi við þessa grein fyrir næstliðið almanaksár og senda aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna eigi síðar en 30. apríl ár hvert.
3. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal senda aðildarríkjunum allar slíkar skýrslur sem berast.
8. gr.
Aðstoð við og skýring á framfylgd.
2. Vilji eitt aðildarríki eða fleiri skýra vafaatriði og leita svara við spurningum sem tengjast því hvort annað aðildarríki virði ákvæði þessa samnings er því heimilt að senda hlutaðeigandi aðildarríki beiðni, fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að málið verði skýrt. Allar upplýsingar sem máli skipta skulu fylgja beiðninni. Aðildarríkin skulu ekki senda órökstuddar skýringarbeiðnir og gæta þess að misnota ekki aðstöðu sína. Aðildarríki sem fær beiðni um skýringar skal, innan 28 daga og fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjórans, láta aðildarríkinu sem óskar skýringa í té allar upplýsingar sem að gagni geta komið við að skýra málið.
3. Berist aðildarríkinu sem óskar skýringa ekki svar fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna innan fyrrnefnds frests, eða telji það svarið við skýringarbeiðninni ófullnægjandi, er því heimilt að beina málinu til næsta fundar aðildarríkjanna fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjórans. Aðalframkvæmdastjórinn skal framsenda öllum aðildarríkjunum málið ásamt öllum viðeigandi upplýsingum sem lúta að skýringarbeiðninni. Afhenda ber aðildarríkinu sem fær beiðni um skýringar allar slíkar upplýsingar og því ber réttur til andsvara.
4. Þar til fundur aðildarríkjanna er boðaður geta öll hlutaðeigandi aðildarríki farið þess á leit að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna greiði fyrir því að umbeðin skýring fáist.
5. Aðildarríkinu sem óskar skýringa er heimilt að leggja til, fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að boðað verði til sérstaks fundar aðildarríkjanna til að fjalla um málið. Aðalframkvæmdastjórinn skal því næst senda öllum aðildarríkjunum tillöguna, ásamt öllum upplýsingum sem hlutaðeigandi aðildarríki leggja fram, og óska eftir að þau gefi til kynna hvort þau séu því fylgjandi að halda sérstakan fund aðildarríkjanna þar sem málið verði tekið til meðferðar. Ef í ljós kemur, innan 14 daga frá dagsetningu erindis aðalframkvæmdastjórans, að minnst þriðjungur aðildarríkjanna sé fylgjandi því að sérstakur fundur aðildarríkjanna verði haldinn skal aðalframkvæmdastjórinn boða til hans með 14 daga fyrirvara. Fundurinn telst ályktunarhæfur ef meiri hluti aðildarríkjanna á þar fulltrúa.
6. Fundur aðildarríkjanna eða sérstakur fundur aðildarríkjanna, eftir því sem við á, skal í upphafi ákveða hvort fjalla beri frekar um málið með hliðsjón af öllum upplýsingum sem hlutaðeigandi aðildarríki leggja fram. Á fundi aðildarríkjanna eða sérstökum fundi aðildarríkjanna skal reynt til þrautar að komast að niðurstöðu með samhljóða samþykki. Þyki fullreynt að samkomulag náist ekki skal fundurinn taka ákvörðun með meiri hluta greiddra atkvæða þeirra aðildarríkja sem eiga fulltrúa á fundinum.
7. Aðildarríkin skulu öll vinna ötullega með fundi aðildarríkjanna eða sérstökum fundi aðildarríkjanna að því að hann geti lokið skoðun málsins, m.a. með rannsóknarsendinefndum sem eru heimilaðar skv. 8. mgr.
8. Fundur aðildarríkjanna eða sérstakur fundur aðildarríkjanna skal heimila ferð rannsóknarsendinefndar, ef frekari skýringar er þörf, og ákveða umboð hennar með meiri hluta greiddra atkvæða þeirra aðildarríkja sem eiga fulltrúa á fundinum. Aðildarríki sem beðið er skýringa er hvenær sem er heimilt að bjóða rannsóknarsendinefnd inn á yfirráðasvæði sitt. Ekki er nauðsynlegt að afla heimildar fundar aðildarríkjanna eða sérstaks fundar aðildarríkjanna vegna slíkrar ferðar. Sendinefndinni, sem er skipuð allt að níu sérfræðingum, tilnefndum og samþykktum í samræmi við 9. og 10. mgr., er heimilt að safna viðbótarupplýsingum á vettvangi eða öðrum stöðum sem tengjast beint meintu samningsbroti og heyra undir lögsögu eða stjórn aðildarríkisins sem beðið er skýringa.
9. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal semja og uppfæra skrá með nöfnum og þjóðerni viðurkenndra sérfræðinga og öðrum gögnum sem skipta máli og aðildarríkin láta í té og senda öllum aðildarríkjunum. Líta ber svo á að sérfræðingur sem er talinn upp í skránni sé tilnefndur í allar rannsóknarsendinefndir nema aðildarríki gefi skriflega yfirlýsingu um að það samþykki ekki tilnefninguna. Ef sérfræðingur er ekki samþykktur skal hann ekki taka þátt í ferðum rannsóknarsendinefnda á yfirráðasvæði eða til annarra staða sem heyra undir lögsögu eða stjórn aðildarríkisins sem hreyfði andmælum, svo fremi aðildarríkið hafi lýst yfir andstöðu sinni áður en viðkomandi sérfræðingur er skipaður til slíkra ferða.
10. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal, að höfðu samráði við aðildarríkið sem beðið er skýringa, skipa í sendinefndina, þar með talinn formann hennar, að fengnum tilmælum frá fundi aðildarríkjanna eða sérstökum fundi aðildarríkjanna. Eigi skal skipa í sendinefndina ríkisborgara þeirra aðildarríkja sem fara fram á ferð rannsóknarsendinefndar eða aðildarríkja sem slík ferð hefur áhrif á með beinum hætti. Þeir sem eru í rannsóknarsendinefnd skulu njóta réttinda og griðhelgi skv. VI. gr. samningsins um réttindi og griðhelgi Sameinuðu þjóðanna sem var samþykktur 13. febrúar 1946.
11. Rannsóknarsendinefndin skal koma á yfirráðasvæði aðildarríkisins sem beðið er skýringa við fyrsta tækifæri og með þriggja sólarhringa fyrirvara. Aðildarríkið sem beðið er skýringa skal gera nauðsynlegar stjórnsýsluráðstafanir til þess að taka á móti sendinefndinni, sjá henni fyrir flutningi, fæði og húsnæði, og tryggja öryggi hennar til hins ýtrasta meðan á dvöl hennar á yfirráðasvæði þess stendur.
12. Með fyrirvara um fullveldi aðildarríkisins sem beðið er skýringa er rannsóknarsendinefndinni heimilt að flytja inn á yfirráðasvæði þess nauðsynlegan tækjabúnað sem einungis ber að nota til að afla upplýsinga um meint samningsbrot. Sendinefndin skal fyrir komu sína tilkynna aðildarríkinu sem beðið er skýringa um þann tækjabúnað sem hún hyggst nota í rannsóknarferðinni.
13. Aðildarríkið sem beðið er skýringa skal gera allt sem í þess valdi stendur til að tryggja að rannsóknarsendinefndin fái tækifæri til að hitta að máli alla þá einstaklinga sem kunna að geta veitt upplýsingar um meint samningsbrot.
14. Aðildarríkið sem beðið er skýringa skal veita rannsóknarsendinefndinni aðgang að öllum svæðum og mannvirkjum undir stjórn þess þar sem talið er líklegt að unnt verði að afla gagna sem varða meint samningsbrot. Þetta er þó með fyrirvara um ráðstafanir sem aðildarríkið sem beðið er skýringa telur nauðsynlegar:
a. til að vernda viðkvæman tækjabúnað, upplýsingar og svæði;
b. til að standa vörð um stjórnarskrárbundnar skyldur sem aðildarríkið sem beðið er skýringa kann að hafa með tilliti til eignarréttar, leitar og löghalds eða annars stjórnarskrárbundins réttar;
c. til að vernda líf og limi og tryggja öryggi þeirra sem eru í rannsóknarsendinefndinni.
Geri aðildarríkið sem beðið er skýringa slíkar ráðstafanir ber því að gera sitt ýtrasta til að sýna á annan hátt að það virði ákvæði þessa samnings.
15. Rannsóknarsendinefndinni er óheimilt að dveljast á yfirráðasvæði hlutaðeigandi aðildarríkis lengur en 14 daga og á einstaka stað lengur en sjö daga nema samið hafi verið um annað.
16. Allar veittar trúnaðarupplýsingar sem eru viðfangsefni rannsóknarsendinefndarinnar óviðkomandi skal fara með sem trúnaðarmál.
17. Rannsóknarsendinefndin skal skila fundi aðildarríkjanna eða sérstökum fundi aðildarríkjanna skýrslu um niðurstöður sínar fyrir milligöngu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
18. Fundur aðildarríkjanna eða sérstakur fundur aðildarríkjanna skal taka tillit til allra upplýsinga sem skipta máli, meðal annars skýrslu rannsóknarsendinefndarinnar, og getur beint þeim tilmælum til aðildarríkisins sem beðið er skýringa að það geri ráðstafanir vegna meints samningsbrots innan tiltekins frests. Aðildarríkið sem beðið er skýringa skal gefa skýrslu um allar ráðstafanir til að bregðast við þessum tilmælum.
19. Fundur aðildarríkjanna eða sérstakur fundur aðildarríkjanna getur bent hlutaðeigandi aðildarríki á hvernig skýra megi frekar og leysa það viðfangsefni sem um ræðir, meðal annars um að hefja viðeigandi málsmeðferð í samræmi við þjóðarétt. Ef fyrir liggur að rekja megi mál sem er til umfjöllunar til aðstæðna sem eru ekki á valdi aðildarríkisins sem beðið er skýringa getur fundur aðildarríkjanna eða sérstakur fundur aðildarríkjanna mælt með viðeigandi ráðstöfunum, meðal annars þeim sem lúta að samvinnu og um getur í 6. gr.
20. Á fundi aðildarríkjanna eða sérstökum fundi aðildarríkjanna skal reynt til þrautar að ná samstöðu um þær ákvarðanir sem um getur í 18. og 19. mgr., en að öðrum kosti skal ákvörðun tekin með tveimur þriðju hlutum greiddra atkvæða þeirra aðildarríkja sem eiga fulltrúa á fundinum.
9. gr.
Ráðstafanir á landsvísu til að hrinda ákvæðum samningsins í framkvæmd.
10. gr.
Lausn deilumála.
2. Fundur aðildarríkjanna getur stuðlað að lausn deilunnar á þann hátt sem hann telur við hæfi, meðal annars með því að bjóða fram aðstoð, skora á aðildarríkin sem deila að hefja málsmeðferð að eigin vali til lausnar deilunni og gera tillögu um tímamörk fyrir málsmeðferð sem samið er um.
3. Þessi grein er með fyrirvara um ákvæði þessa samnings um aðstoð og skýringu á framfylgd.
11. gr.
Fundir aðildarríkjanna.
a. virkni og stöðu þessa samnings;
b. mál sem skýrslur sem eru lagðar fram samkvæmt þessum samningi gefa tilefni til;
c. alþjóðlega samvinnu og aðstoð í samræmi við 6. gr.;
d. þróun tækni til að hreinsa svæði af jarðsprengjum gegn liðsafla;
e. beiðnir frá aðildarríkjunum skv. 8. gr.; og
f. ákvarðanir sem tengjast beiðnum aðildarríkja skv. 5. gr.
2. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal boða fyrsta fund aðildarríkjanna innan árs frá því að þessi samningur öðlast gildi. Aðalframkvæmdastjórinn skal síðan boða fundi árlega uns fyrsta endurskoðunarráðstefnan er haldin.
3. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skal boða sérstakan fund aðildarríkjanna samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í 8. gr.
4. Heimilt er að bjóða ríkjum sem eru ekki aðilar að þessum samningi, og einnig Sameinuðu þjóðunum, öðrum hlutaðeigandi alþjóðlegum samtökum eða stofnunum, svæðisbundnum stofnunum, alþjóðanefnd Rauða krossins og hlutaðeigandi frjálsum félagasamtökum að eiga áheyrnarfulltrúa á áðurnefndum fundum í samræmi við starfsreglur sem samþykktar hafa verið.
12. gr.
Endurskoðunarráðstefnur.
2. Á endurskoðunarráðstefnu skal:
a. endurmeta virkni og stöðu þessa samnings;
b. fjalla um nauðsyn funda aðildarríkjanna sem um getur í 2. mgr. 11. gr. og hversu langt skuli vera á milli funda;
c. afgreiða beiðnir aðildarríkja eins og kveðið er á um í 5. gr.; og
d. samþykkja í lokaskýrslu, ef nauðsyn krefur, úrlausnir sem varða framkvæmd þessa samnings.
3. Heimilt er að bjóða ríkjum sem eru ekki aðilar að þessum samningi, og einnig Sameinuðu þjóðunum, öðrum hlutaðeigandi alþjóðlegum samtökum eða stofnunum, svæðisbundnum stofnunum, alþjóðanefnd Rauða krossins og hlutaðeigandi frjálsum félagasamtökum að eiga áheyrnarfulltrúa á sérhverri endurskoðunarráðstefnu í samræmi við starfsreglur sem samþykktar hafa verið.
13. gr.
Breytingar.
2. Heimilt er að bjóða ríkjum sem eru ekki aðilar að þessum samningi, og einnig Sameinuðu þjóðunum, öðrum hlutaðeigandi alþjóðlegum samtökum eða stofnunum, svæðisbundnum stofnunum, alþjóðanefnd Rauða krossins og hlutaðeigandi frjálsum félagasamtökum að eiga áheyrnarfulltrúa á sérhverri ráðstefnu um breytingar í samræmi við starfsreglur sem samþykktar hafa verið.
3. Halda ber ráðstefnuna um breytingar strax eftir fund aðildarríkjanna eða endurskoðunarráðstefnu nema meiri hluti aðildarríkjanna æski þess að hún verði haldin fyrr.
4. Breytingar við þennan samning ber að samþykkja með tveimur þriðju hlutum greiddra atkvæða þeirra aðildarríkja sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni um breytingar. Vörsluaðilinn skal tilkynna aðildarríkjunum um allar breytingar sem eru samþykktar með þessum hætti.
5. Breyting á þessum samningi öðlast gildi að því er varðar öll ríki sem eru aðilar að honum og hafa staðfest breytinguna þegar meiri hluti aðildarríkjanna hefur afhent vörsluaðilanum staðfestingarskjal sitt til vörslu. Eftir það öðlast breytingin gildi að því er önnur aðildarríki varðar daginn sem þau afhenda staðfestingarskjal sitt til vörslu.
14. gr.
Kostnaður.
2. Aðildarríkin skulu bera kostnað vegna aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna skv. 7. og 8. gr. og kostnað vegna rannsóknarsendinefnda samkvæmt gjaldskrá Sameinuðu þjóðanna með viðeigandi leiðréttingum.
15. gr.
Undirritun.
16. gr.
Fullgilding, staðfesting, samþykki eða aðild.
2. Öll ríki sem undirrita ekki samninginn eiga þess kost að gerast aðilar að honum.
3. Afhenda ber vörsluaðilanum skjöl um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu.
17. gr.
Gildistaka.
2. Að því er varðar ríki sem afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu eftir afhendingardag fertugasta skjalsins um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild skal þessi samningur öðlast gildi á fyrsta degi sjötta mánaðar eftir daginn þegar það ríki afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu.
18. gr.
Beiting til bráðabirgða.
19. gr.
Fyrirvarar.
20. gr.
Gildistími og uppsögn.
2. Sérhvert aðildarríki skal í krafti fullveldis síns eiga rétt á því að segja samningnum upp. Það skal tilkynna uppsögn sína öllum hinum aðildarríkjunum, vörsluaðilanum og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Í uppsagnarbréfinu skal skýra til fulls þær ástæður sem liggja að baki uppsögninni.
3. Uppsögnin skal eigi öðlast gildi fyrr en að sex mánuðum liðnum frá því að vörsluaðilanum berst uppsagnarbréfið. Eigi aðildarríkið sem segir samningnum upp aðild að hernaðarátökum við lok sex mánaða tímabilsins skal uppsögnin eigi öðlast gildi fyrr en að þeim loknum.
4. Segi aðildarríki þessum samningi upp skal það í engu hafa áhrif á þá skyldu ríkja að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt þjóðarétti.
21. gr.
Vörsluaðili.
22. gr.
Jafngildir textar.
CONVENTION
on the Prohibition of the Use, Stockpiling, Production and Transfer of Anti Personnel Mines and on Their Destruction
Preamble
The States Parties,
Determined to put an end to the suffering and casualties caused by anti personnel mines, that kill or maim hundreds of people every week, mostly innocent and defenceless civilians and especially children, obstruct economic development and reconstruction, inhibit the repatriation of refugees and internally displaced persons, and have other severe consequences for years after emplacement,
Believing it necessary to do their utmost to contribute in an efficient and coordinated manner to face the challenge of removing anti personnel mines placed throughout the world, and to assure their destruction,
Wishing to do their utmost in providing assistance for the care and rehabilitation, including the social and economic reintegration of mine victims,
Recognizing that a total ban of anti personnel mines would also be an important confidence building measure,
Welcoming the adoption of the Protocol on Prohibitions or Restrictions on the Use of Mines, Booby Traps and Other Devices, as amended on 3 May 1996, annexed to the Convention on Prohibitions or Restrictions on the Use of Certain Conventional Weapons Which May Be Deemed to Be Excessively Injurious or to Have Indiscriminate Effects, and calling for the early ratification of this Protocol by all States which have not yet done so,
Welcoming also United Nations General Assembly Resolution 51/45 S of 10 December 1996 urging all States to pursue vigorously an effective, legally binding international agreement to ban the use, stockpiling, production and transfer of anti personnel landmines,
Welcoming furthermore the measures taken over the past years, both unilaterally and multilaterally, aiming at prohibiting, restricting or suspending the use, stockpiling, production and transfer of anti personnel mines,
Stressing the role of public conscience in furthering the principles of humanity as evidenced by the call for a total ban of anti personnel mines and recognizing the efforts to that end undertaken by the International Red Cross and Red Crescent Movement, the International Campaign to Ban Landmines and numerous other non governmental organizations around the world,
Recalling the Ottawa Declaration of 5 October 1996 and the Brussels Declaration of 27 June 1997 urging the international community to negotiate an international and legally binding agreement prohibiting the use, stockpiling, production and transfer of anti personnel mines,
Emphasizing the desirability of attracting the adherence of all States to this Convention, and determined to work strenuously towards the promotion of its universalization in all relevant fora including, inter alia, the United Nations, the Conference on Disarmament, regional organizations, and groupings, and review conferences of the Convention on Prohibitions or Restrictions on the Use of Certain Conventional Weapons Which May Be Deemed to Be Excessively Injurious or to Have Indiscriminate Effects,
Basing themselves on the principle of international humanitarian law that the right of the parties to an armed conflict to choose methods or means of warfare is not unlimited, on the principle that prohibits the employment in armed conflicts of weapons, projectiles and materials and methods of warfare of a nature to cause superfluous injury or unnecessary suffering and on the principle that a distinction must be made between civilians and combatants,
Have agreed as follows:
Article 1
General obligations
a) To use anti personnel mines;
b) To develop, produce, otherwise acquire, stockpile, retain or transfer to anyone, directly or indirectly, anti personnel mines;
c) To assist, encourage or induce, in any way, anyone to engage in any activity prohibited to a State Party under this Convention.
2. Each State Party undertakes to destroy or ensure the destruction of all anti personnel mines in accordance with the provisions of this Convention.
Article 2
Definitions
2. “Mine” means a munition designed to be placed under, on or near the ground or other surface area and to be exploded by the presence, proximity or contact of a person or a vehicle.
3. “Anti handling device” means a device intended to protect a mine and which is part of, linked to, attached to or placed under the mine and which activates when an attempt is made to tamper with or otherwise intentionally disturb the mine.
4. “Transfer” involves, in addition to the physical movement of anti personnel mines into or from national territory, the transfer of title to and control over the mines, but does not involve the transfer of territory containing emplaced anti personnel mines.
5. “Mined area” means an area which is dangerous due to the presence or suspected presence of mines.
Article 3
Exceptions
2. The transfer of anti personnel mines for the purpose of destruction is permitted.
Article 4
Destruction of stockpiled anti personnel mines
Article 5
Destruction of anti personnel mines
in mined areas
2. Each State Party shall make every effort to identify all areas under its jurisdiction or control in which anti personnel mines are known or suspected to be emplaced and shall ensure as soon as possible that all anti personnel mines in mined areas under its jurisdiction or control are perimeter marked, monitored and protected by fencing or other means, to ensure the effective exclusion of civilians, until all anti personnel mines contained therein have been destroyed. The marking shall at least be to the standards set out in the Protocol on Prohibitions or Restrictions on the Use of Mines, Booby Traps and Other Devices, as amended on 3 May 1996, annexed to the Convention on Prohibitions or Restrictions on the Use of Certain Conventional Weapons Which May Be Deemed to Be Excessively Injurious or to Have Indiscriminate Effects.
3. If a State Party believes that it will be unable to destroy or ensure the destruction of all anti personnel mines referred to in paragraph 1 within that time period, it may submit a request to a Meeting of the States Parties or a Review Conference for an extension of the deadline for completing the destruction of such anti personnel mines, for a period of up to ten years.
4. Each request shall contain:
a) The duration of the proposed extension;
b) A detailed explanation of the reasons for the proposed extension, including:
(i) The preparation and status of work conducted under national demining programs;
(ii) The financial and technical means available to the State Party for the destruction of all the anti personnel mines; and
(iii) Circumstances which impede the ability of the State Party to destroy all the anti personnel mines in mined areas;
c) The humanitarian, social, economic, and environmental implications of the extension; and
d) Any other information relevant to the request for the proposed extension.
5. The Meeting of the States Parties or the Review Conference shall, taking into consideration the factors contained in paragraph 4, assess the request and decide by a majority of votes of States Parties present and voting whether to grant the request for an extension period.
6. Such an extension may be renewed upon the submission of a new request in accordance with paragraphs 3, 4 and 5 of this Article. In requesting a further extension period a State Party shall submit relevant additional information on what has been undertaken in the previous extension period pursuant to this Article.
Article 6
International cooperation and assistance
2. Each State Party undertakes to facilitate and shall have the right to participate in the fullest possible exchange of equipment, material and scientific and technological information concerning the implementation of this Convention. The States Parties shall not impose undue restrictions on the provision of mine clearance equipment and related technological information for humanitarian purposes.
3. Each State Party in a position to do so shall provide assistance for the care and rehabilitation, and social and economic reintegration, of mine victims and for mine awareness programs. Such assistance may be provided, inter alia, through the United Nations system, international, regional or national organizations or institutions, the International Committee of the Red Cross, national Red Cross and Red Crescent societies and their International Federation, non governmental organizations, or on a bilateral basis.
4. Each State Party in a position to do so shall provide assistance for mine clearance and related activities. Such assistance may be provided, inter alia, through the United Nations system, international or regional organizations or institutions, non governmental organizations or institutions, or on a bilateral basis, or by contributing to the United Nations Voluntary Trust Fund for Assistance in Mine Clearance, or other regional funds that deal with demining.
5. Each State Party in a position to do so shall provide assistance for the destruction of stockpiled anti personnel mines.
6. Each State Party undertakes to provide information to the database on mine clearance established within the United Nations system, especially information concerning various means and technologies of mine clearance, and lists of experts, expert agencies or national points of contact on mine clearance.
7. States Parties may request the United Nations, regional organizations, other States Parties or other competent intergovernmental or non governmental fora to assist its authorities in the elaboration of a national demining program to determine, inter alia:
a) The extent and scope of the anti personnel mine problem;
b) The financial, technological and human resources that are required for the implementation of the program;
c) The estimated number of years necessary to destroy all anti personnel mines in mined areas under the jurisdiction or control of the concerned State Party;
d) Mine awareness activities to reduce the incidence of mine related injuries or deaths;
e) Assistance to mine victims;
f) The relationship between the Government of the concerned State Party and the relevant governmental, inter governmental or non governmental entities that will work in the implementation of the program.
8. Each State Party giving and receiving assistance under the provisions of this Article shall cooperate with a view to ensuring the full and prompt implementation of agreed assistance programs.
Article 7
Transparency measures
a) The national implementation measures referred to in Article 9;
b) The total of all stockpiled anti personnel mines owned or possessed by it, or under its jurisdiction or control, to include a breakdown of the type, quantity and, if possible, lot numbers of each type of anti personnel mine stockpiled;
c) To the extent possible, the location of all mined areas that contain, or are suspected to contain, anti personnel mines under its jurisdiction or control, to include as much detail as possible regarding the type and quantity of each type of anti personnel mine in each mined area and when they were emplaced;
d) The types, quantities and, if possible, lot numbers of all anti personnel mines retained or transferred for the development of and training in mine detection, mine clearance or mine destruction techniques, or transferred for the purpose of destruction, as well as the institutions authorized by a State Party to retain or transfer anti personnel mines, in accordance with Article 3;
e) The status of programs for the conversion or de commissioning of anti personnel mine production facilities;
f) The status of programs for the destruction of anti personnel mines in accordance with Articles 4 and 5, including details of the methods which will be used in destruction, the location of all destruction sites and the applicable safety and environmental standards to be observed;
g) The types and quantities of all anti personnel mines destroyed after the entry into force of this Convention for that State Party, to include a breakdown of the quantity of each type of anti personnel mine destroyed, in accordance with Articles 4 and 5, respectively, along with, if possible, the lot numbers of each type of anti personnel mine in the case of destruction in accordance with Article 4;
h) The technical characteristics of each type of anti personnel mine produced, to the extent known, and those currently owned or possessed by a State Party, giving, where reasonably possible, such categories of information as may facilitate identification and clearance of anti personnel mines; at a minimum, this information shall include the dimensions, fusing, explosive content, metallic content, colour photographs and other information which may facilitate mine clearance; and
i) The measures taken to provide an immediate and effective warning to the population in relation to all areas identified under paragraph 2 of Article 5.
2. The information provided in accordance with this Article shall be updated by the States Parties annually, covering the last calendar year, and reported to the Secretary General of the United Nations not later than 30 April of each year.
3. The Secretary General of the United Nations shall transmit all such reports received to the States Parties.
Article 8
Facilitation and clarification of compliance
2. If one or more States Parties wish to clarify and seek to resolve questions relating to compliance with the provisions of this Convention by another State Party, it may submit, through the Secretary General of the United Nations, a Request for Clarification of that matter to that State Party. Such a request shall be accompanied by all appropriate information. Each State Party shall refrain from unfounded Requests for Clarification, care being taken to avoid abuse. A State Party that receives a Request for Clarification shall provide, through the Secretary General of the United Nations, within 28 days to the requesting State Party all information which would assist in clarifying this matter.
3. If the requesting State Party does not receive a response through the Secretary General of the United Nations within that time period, or deems the response to the Request for Clarification to be unsatisfactory, it may submit the matter through the Secretary General of the United Nations to the next Meeting of the States Parties. The Secretary General of the United Nations shall transmit the submission, accompanied by all appropriate information pertaining to the Request for Clarification, to all States Parties. All such information shall be presented to the requested State Party which shall have the right to respond.
4. Pending the convening of any meeting of the States Parties, any of the States Parties concerned may request the Secretary General of the United Nations to exercise his or her good offices to facilitate the clarification requested.
5. The requesting State Party may propose through the Secretary General of the United Nations the convening of a Special Meeting of the States Parties to consider the matter. The Secretary General of the United Nations shall thereupon communicate this proposal and all information submitted by the States Parties concerned, to all States Parties with a request that they indicate whether they favour a Special Meeting of the States Parties, for the purpose of considering the matter. In the event that within 14 days from the date of such communication, at least one third of the States Parties favours such a Special Meeting, the Secretary General of the United Nations shall convene this Special Meeting of the States Parties within a further 14 days. A quorum for this Meeting shall consist of a majority of States Parties.
6. The Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties, as the case may be, shall first determine whether to consider the matter further, taking into account all information submitted by the States Parties concerned. The Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties shall make every effort to reach a decision by consensus. If despite all efforts to that end no agreement has been reached, it shall take this decision by a majority of States Parties present and voting.
7. All States Parties shall cooperate fully with the Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties in the fulfilment of its review of the matter, including any fact finding missions that are authorized in accordance with paragraph 8.
8. If further clarification is required, the Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties shall authorize a fact finding mission and decide on its mandate by a majority of States Parties present and voting. At any time the requested State Party may invite a fact finding mission to its territory. Such a mission shall take place without a decision by a Meeting of the States Parties or a Special Meeting of the States Parties to authorize such a mission. The mission, consisting of up to 9 experts, designated and approved in accordance with paragraphs 9 and 10, may collect additional information on the spot or in other places directly related to the alleged compliance issue under the jurisdiction or control of the requested State Party.
9. The Secretary General of the United Nations shall prepare and update a list of the names, nationalities and other relevant data of qualified experts provided by States Parties and communicate it to all States Parties. Any expert included on this list shall be regarded as designated for all fact finding missions unless a State Party declares its non acceptance in writing. In the event of non acceptance, the expert shall not participate in fact finding missions on the territory or any other place under the jurisdiction or control of the objecting State Party, if the non acceptance was declared prior to the appointment of the expert to such missions.
10. Upon receiving a request from the Meeting of the States Parties or a Special Meeting of the States Parties, the Secretary General of the United Nations shall, after consultations with the requested State Party, appoint the members of the mission, including its leader. Nationals of States Parties requesting the fact finding mission or directly affected by it shall not be appointed to the mission. The members of the fact finding mission shall enjoy privileges and immunities under Article VI of the Convention on the Privileges and Immunities of the United Nations, adopted on 13 February 1946.
11. Upon at least 72 hours notice, the members of the fact finding mission shall arrive in the territory of the requested State Party at the earliest opportunity. The requested State Party shall take the necessary administrative measures to receive, transport and accommodate the mission, and shall be responsible for ensuring the security of the mission to the maximum extent possible while they are on territory under its control.
12. Without prejudice to the sovereignty of the requested State Party, the fact finding mission may bring into the territory of the requested State Party the necessary equipment which shall be used exclusively for gathering information on the alleged compliance issue. Prior to its arrival, the mission will advise the requested State Party of the equipment that it intends to utilize in the course of its fact finding mission.
13. The requested State Party shall make all efforts to ensure that the fact finding mission is given the opportunity to speak with all relevant persons who may be able to provide information related to the alleged compliance issue.
14. The requested State Party shall grant access for the fact finding mission to all areas and installations under its control where facts relevant to the compliance issue could be expected to be collected. This shall be subject to any arrangements that the requested State Party considers necessary for:
a) The protection of sensitive equipment, information and areas;
b) The protection of any constitutional obligations the requested State Party may have with regard to proprietary rights, searches and seizures, or other constitutional rights; or
c) The physical protection and safety of the members of the fact finding mission.
In the event that the requested State Party makes such arrangements, it shall make every reasonable effort to demonstrate through alternative means its compliance with this Convention.
15. The fact finding mission may remain in the territory of the State Party concerned for no more than 14 days, and at any particular site no more than 7 days, unless otherwise agreed.
16. All information provided in confidence and not related to the subject matter of the fact finding mission shall be treated on a confidential basis.
17. The fact finding mission shall report, through the Secretary General of the United Nations, to the Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties the results of its findings.
18. The Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties shall consider all relevant information, including the report submitted by the fact finding mission, and may request the requested State Party to take measures to address the compliance issue within a specified period of time. The requested State Party shall report on all measures taken in response to this request.
19. The Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties may suggest to the States Parties concerned ways and means to further clarify or resolve the matter under consideration, including the initiation of appropriate procedures in conformity with international law. In circumstances where the issue at hand is determined to be due to circumstances beyond the control of the requested State Party, the Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties may recommend appropriate measures, including the use of cooperative measures referred to in Article 6.
20. The Meeting of the States Parties or the Special Meeting of the States Parties shall make every effort to reach its decisions referred to in paragraphs 18 and 19 by consensus, otherwise by a two thirds majority of States Parties present and voting.
Article 9
National implementation
measures
Article 10
Settlement of disputes
2. The Meeting of the States Parties may contribute to the settlement of the dispute by whatever means it deems appropriate, including offering its good offices, calling upon the States Parties to a dispute to start the settlement procedure of their choice and recommending a time limit for any agreed procedure.
3. This Article is without prejudice to the provisions of this Convention on facilitation and clarification of compliance.
Article 11
Meetings of the States Parties
a) The operation and status of this Convention;
b) Matters arising from the reports submitted under the provisions of this Convention;
c) International cooperation and assistance in accordance with Article 6;
d) The development of technologies to clear anti personnel mines;
e) Submissions of States Parties under Article 8; and
f) Decisions relating to submissions of States Parties as provided for in Article 5.
2. The First Meeting of the States Parties shall be convened by the Secretary General of the United Nations within one year after the entry into force of this Convention. The subsequent meetings shall be convened by the Secretary General of the United Nations annually until the first Review Conference.
3. Under the conditions set out in Article 8, the Secretary General of the United Nations shall convene a Special Meeting of the States Parties.
4. States not parties to this Convention, as well as the United Nations, other relevant international organizations or institutions, regional organizations, the International Committee of the Red Cross and relevant non governmental organizations may be invited to attend these meetings as observers in accordance with the agreed Rules of Procedure.
Article 12
Review Conferences
2. The purpose of the Review Conference shall be:
a) To review the operation and status of this Convention;
b) To consider the need for and the interval between further Meetings of the States Parties referred to in paragraph 2 of Article 11;
c) To take decisions on submissions of States Parties as provided for in Article 5; and
d) To adopt, if necessary, in its final report conclusions related to the implementation of this Convention.
3. States not parties to this Convention, as well as the United Nations, other relevant international organizations or institutions, regional organizations, the International Committee of the Red Cross and relevant non governmental organizations may be invited to attend each Review Conference as observers in accordance with the agreed Rules of Procedure.
Article 13
Amendments
2. States not parties to this Convention, as well as the United Nations, other relevant international organizations or institutions, regional organizations, the International Committee of the Red Cross and relevant non governmental organizations may be invited to attend each Amendment Conference as observers in accordance with the agreed Rules of Procedure.
3. The Amendment Conference shall be held immediately following a Meeting of the States Parties or a Review Conference unless a majority of the States Parties request that it be held earlier.
4. Any amendment to this Convention shall be adopted by a majority of two thirds of the States Parties present and voting at the Amendment Conference. The Depositary shall communicate any amendment so adopted to the States Parties.
5. An amendment to this Convention shall enter into force for all States Parties to this Convention which have accepted it, upon the deposit with the Depositary of instruments of acceptance by a majority of States Parties. Thereafter it shall enter into force for any remaining State Party on the date of deposit of its instrument of acceptance.
Article 14
Costs
2. The costs incurred by the Secretary General of the United Nations under Articles 7 and 8 and the costs of any fact finding mission shall be borne by the States Parties in accordance with the United Nations scale of assessment adjusted appropriately.
Article 15
Signature
Article 16
Ratification, acceptance, approval or accession
2. It shall be open for accession by any State which has not signed the Convention.
3. The instruments of ratification, acceptance, approval or accession shall be deposited with the Depositary.
Article 17
Entry into force
2. For any State which deposits its instrument of ratification, acceptance, approval or accession after the date of the deposit of the 40th instrument of ratification, acceptance, approval or accession, this Convention shall enter into force on the first day of the sixth month after the date on which that State has deposited its instrument of ratification, acceptance, approval or accession.
Article 18
Provisional application
Article 19
Reservations
Article 20
Duration and withdrawal
2. Each State Party shall, in exercising its national sovereignty, have the right to withdraw from this Convention. It shall give notice of such withdrawal to all other States Parties, to the Depositary and to the United Nations Security Council. Such instrument of withdrawal shall include a full explanation of the reasons motivating this withdrawal.
3. Such withdrawal shall only take effect six months after the receipt of the instrument of withdrawal by the Depositary. If, however, on the expiry of that six month period, the withdrawing State Party is engaged in an armed conflict, the withdrawal shall not take effect before the end of the armed conflict.
4. The withdrawal of a State Party from this Convention shall not in any way affect the duty of States to continue fulfilling the obligations assumed under any relevant rules of international law.
Article 21
Depositary
Article 22
Authentic texts