Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 973  —  183. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á skaðabótalögum, nr. 50 19. maí 1993, sbr. lög nr. 42 13. maí 1996.

Frá meiri hluta allsherjarnefndar (SP, VS, JónK, HjálmJ, ÁRÁ, KPál).



     1.      Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
                  a.      1. mgr. orðast svo:
                        Bætur fyrir atvinnutjón skal ákveða fyrir tímann frá því að tjón varð þangað til tjónþoli getur hafið vinnu að nýju eða þar til heilsufar hans er orðið stöðugt.
                  b.      Á eftir orðunum „veikinda- eða slysaforföllum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: 60% af greiðslu frá lífeyrissjóði, greiðslur frá sjúkrasjóði.
     2.      Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  1. og 2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Greiða skal þjáningabætur fyrir tímabilið frá því að tjón varð þar til heilsufar tjónþola er orðið stöðugt, 1.300 kr. fyrir hvern dag sem hann er rúmfastur og 700 kr. fyrir hvern dag sem hann er veikur án þess að vera rúmfastur. Þegar sérstaklega stendur á er heimilt að greiða þjáningabætur þótt tjónþoli sé vinnufær.
     3.      Við 4. gr. Greinin orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
                  a.      1. mgr. orðast svo:
                       Valdi líkamstjón, þegar heilsufar tjónþola er orðið stöðugt, varanlegri skerðingu á getu til að afla vinnutekna á tjónþoli rétt á bótum fyrir varanlega örorku.
                  b.      4. mgr. orðast svo:
                       Frá skaðabótakröfu vegna líkamstjóns dragast greiðslur sem tjónþoli fær frá al­ manna tryggingum, bætur frá slysatryggingu ökumanns eftir umferðarlögum og bætur frá sams konar slysatryggingu manns er slasast sem farþegi í eigin ökutæki. Greiðsl­ ur frá samnings- eða lögbundinni atvinnuslysatryggingu launþega dragast frá skaða bóta kröfu hans á hendur vinnuveitanda þeim sem slysatrygginguna keypti. Jafnframt skal draga frá skaðabótakröfu 40% af reiknuðu eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóði og skal við útreikninginn miðað við 4,5% ársafvöxtun. Aðrar greiðsl ur sem tjónþoli fær frá þriðja manni vegna líkamstjóns, svo sem lífeyrissjóði eða vátryggingafélagi, dragast ekki frá skaðabótakröfu.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      Inngangsmálsgrein greinarinnar orðist svo:
                      6. gr. laganna, sbr. lög nr. 42/1996, orðast svo.
                  b.      Í stað orðanna „þegar honum er metin varanleg örorka“ í 1. efnismgr. komi: sem upphaf varanlegrar örorku miðast við.
                  c.      Í stað töflu í 1. efnismgr. komi eftirfarandi tafla:

Aldur Stuðull Aldur Stuðull Aldur Stuðull
0 11,438 25 15,101 50 7,834
1 11,746 26 14,567 51 7,626
2 12,064 27 14,161 52 7,370
3 12,389 28 13,750 53 7,139
4 12,724 29 13,474 54 6,932
5 13,067 30 12,813 55 6,678
6 13,420 31 12,595 56 6,378
7 13,782 32 12,367 57 6,037
8 14,155 33 12,150 58 5,687
9 14,537 34 11,915 59 5,329
10 14,929 35 11,678 60 4,960
11 15,332 36 11,433 61 4,581
12 15,746 37 11,180 62 4,211
13 16,171 38 10,988 63 3,841
14 16,608 39 10,784 64 3,451
15 17,057 40 10,577 65 3,038
16 17,517 41 10,358 66 2,567
17 17,990 42 10,083 67 2,067
18 18,476 43 9,851 68 1,994
19 18,031 44 9,565 69 1,902
20 17,572 45 9,265 70 1,783
21 17,106 46 9,014 71 1,626
22 16,626 47 8,750 72 1,412
23 16,130 48 8,440 73 1,109
24 15,619 49 8,116 74 0,667

                  d.      Í stað orðanna „þegar honum er metin örorka“ í 2. efnismgr. komi: á þeim tíma sem upphaf varanlegrar örorku miðast við.


     5.      Við 6. gr. Í stað orðanna „er honum er metin varanleg örorka“ í lok 1. efnismgr. komi: sem upphaf varanlegrar örorku miðast við.
     6.      Við 13. gr. Á eftir orðunum „ásetningi eða“ í 2. efnismgr. komi: stórfelldu.
     7.      Við 15. gr. Í stað „1. janúar 1999“ í 1. mgr. komi: 1. maí 1999.