Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
123. löggjafarþing 1998–99.
Nr. 7/123

Þskj. 1036  —  341. mál.


Þingsályktun

um rannsóknir á vetrarafföllum rjúpu.


    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að láta gera ítarlegar rannsóknir á vetrarafföllum rjúpu með það að markmiði að stuðla að skynsamlegri nýtingu rjúpnastofnsins. Tilgangur rannsóknanna verði að kanna umfang og áhrif skotveiða á stofninn, viðkomu hans eftir svæðum, samhengi veiða og náttúrulegra affalla og að gera samanburð á rjúpnastofninum undir mismiklu veiðiálagi.

Samþykkt á Alþingi 8. mars 1999.