Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1078  —  581. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um fullgildingu samnings um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fengið á sinn fund frá utanríkisráðuneyti Helga Ágústsson ráðuneytisstjóra og Ragnheiði Elfu Þorsteinsdóttur.
    Tillagan felur í sér staðfestingu samnings sem samþykktur var á ráðstefnu um alþjóðlegt bann við jarðsprengjum sem beint er gegn liðsafla, í Ósló í september 1997, og var síðan lagður fram til undirritundar í Ottawa 3. og 4. desember 1997. Þá var samningurinn, sem síð­an er kenndur við þá borg, undirritaður fyrir Íslands hönd.
    Nefndin hefur á undanförnum árum rætt efni þessa samnings, þ.e. um alþjóðlegt bann við notkun jarðsprengna, einkum á 121. löggjafarþingi, sbr. nefndarálit á þskj. 1219, en tillaga um staðfestingu Ottawa-samningsins hefur hins vegar ekki áður verið lögð fram. Nefndinni hafa borist gögn um stöðu þessara mála og áskoranir um að fullgilda samninginn um bann við notkun jarðsprengna við fyrsta tækifæri, meðal annars frá Rauða krossi Íslands og Hjálparstofnun þjóðkirkjunnar.
    Steingrímur J. Sigfússon, áheyrnarfulltrúi á fundum nefndarinnar, er samþykkur áliti þessu.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 9. mars 1999.



Tómas Ingi Olrich,


form., frsm.


Össur Skarphéðinsson.


Siv Friðleifsdóttir.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Sighvatur Björgvinsson.


Árni R. Árnason.



Gunnlaugur M. Sigmundsson.


Ásta R. Jóhannesdóttir.


Árni M. Mathiesen.