Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1083  —  241. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um stuðning ríkisvaldsins við kræklingarækt og annan fjörubúskap.

Frá sjávarútvegsnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sigmar Arnar Steingrímsson, Guð­rúnu Þórarinsdóttur og Hrafnkel Eiríksson frá Hafrannsóknastofnuninni. Umsagnir hafa ekki borist um málið.
    Nefndin tekur undir markmið tillögunnar og telur þarft mál að huga að undirbúningi skel­dýraeldis hér við land, meðal annars með því að efla rannsóknarstarf Hafrannsóknastofnun­arinnar á þessu sviði. Ekki er einsýnt um að breyta þurfi löggjöf og eru því lagðar til breyt­ingar á tillögutextanum.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með svofelldri

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa, með lagasetningu ef þarf, kræklinga­eldi og hvers konar annan fjörubúskap sem ætla má að verði á næstu árum tekinn upp á lög­býlum sem aðgang eiga að sjó og að sjá til þess að á viðeigandi rannsóknastofnunum verði sú sérfræðiþekking fyrir hendi sem að haldi má koma og þarf til þess að leiðbeina væntanleg­um ræktendum skelfisks og hafa fullnægjandi eftirlit með framleiðslu þeirra í samræmi við kröfur einstakra markaða.

Alþingi, 9. mars 1999.



Kristinn H. Gunnarsson,


form., frsm.


Guðmundur Hallvarðsson.


Lúðvík Bergvinsson.



Svanfríður Jónasdóttir.


Einar Oddur Kristjánsson.


Árni R. Árnason.



Vilhjálmur Egilsson.


Stefán Guðmundsson.


Hjálmar Árnason.