Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 1103  —  327. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um kortlagningu ósnortinna víðerna á Íslandi.

Frá umhverfisnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust um það frá umhverfisnefnd Félags ís­lenskra náttúrufræðinga og Landmælingum Íslands.
    Í tillögunni er lagt til að umhverfisráðherra verði falið að láta kortleggja ósnortin víðerni á Íslandi. Fyrir tæpum tveimur árum samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um varðveislu ósnortinna víðerna Íslands þar sem umhverfisráðherra var falin stefnumörkun um varðveislu þeirra og að stofna starfshóp sem falið yrði það verkefni að skilgreina hugtakið ósnortin víðerni. Starfshópurinn var stofnaður í september 1997 og lauk hann störfum í febrúar á síð­asta ári. Í frumvarpi til laga um náttúruvernd sem nú liggur fyrir þinginu er lagt til að skil­greining sú sem hópurinn lagði til á ósnortnum víðernum verði lögfest. Nefndin telur að eðlilegt framhald þessa máls sé að ósnortin víðerni landsins verði kortlögð.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 9. mars 1999.



Ólafur Örn Haraldsson,


form., frsm.


Margrét Frímannsdóttir.


Hjörleifur Guttormsson.



Árni M. Mathiesen.


Magnús Árni Magnússon.


Kristján Pálsson.



Ísólfur Gylfi Pálmason.