Ferill 95. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Nr. 9/123

Þskj. 1121  —  95. mál.


Þingsályktun

um sérstakt átak til að draga úr reykingum kvenna.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að efna til sérstaks átaks til að draga úr reykingum kvenna. Verði sjónum einkum beint að stúlkum og ungum konum þannig að takast megi að koma í veg fyrir að stúlkur hefji reykingar og þær sem byrjaðar eru hætti.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1999.