Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Nr. 10/123

Þskj. 1122  —  45. mál.


Þingsályktun

um vegtolla.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er kanni hvort unnt sé og skynsamlegt að beita vegtollum til þess að draga úr þörf fyrir gerð samgöngumannvirkja, stuðla að minni mengun og afla fjár til vegagerðar. Miðað verði við að heildarskattheimta af bifreiðum og umferð aukist ekki.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1999.