Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Nr. 16/123

Þskj. 1158  —  581. mál.


Þingsályktun

um fullgildingu samnings um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra sem samþykktur var í Ósló 18. september 1997.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1999.