Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Nr. 19/123

Þskj. 1161  —  241. mál.Þingsályktun


um stuðning ríkisvaldsins við kræklingarækt og annan fjörubúskap.


    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa, með lagasetningu ef þarf, kræklingaeldi og hvers konar annan fjörubúskap sem ætla má að verði á næstu árum tekinn upp á lögbýlum sem aðgang eiga að sjó og að sjá til þess að á viðeigandi rannsóknastofnunum verði sú sérfræðiþekking fyrir hendi sem að haldi má koma og þarf til þess að leiðbeina væntanlegum ræktendum skelfisks og hafa fullnægjandi eftirlit með framleiðslu þeirra í samræmi við kröfur einstakra markaða.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1999.