Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1172, 123. löggjafarþing 592. mál: Landsvirkjun (eignarhlutur í fyrirtækjum).
Lög nr. 50 19. mars 1999.

Lög um breytingu á lögum um Landsvirkjun, nr. 42/1983, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 2. mgr. 2. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Landsvirkjun er einnig heimilt að stofna og eiga hlut í innlendum fyrirtækjum sem annast rannsóknar- og þróunarverkefni, þó ekki að taka að sér ráðgjöf eða verktöku í samkeppni við önnur fyrirtæki á almennum markaði hér á landi. Þá er Landsvirkjun heimilt að eiga aðild að innlendum fyrirtækjum sem annast framleiðslu, flutning, dreifingu eða sölu orku.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 1999.