Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Nr. 23/123

Þskj. 1179  —  195. mál.


Þingsályktun

um eflingu internetsamvinnu skóla á Vestur-Norðurlöndum.


    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra Íslands, í samvinnu við menntamálaráðherra Færeyja og Grænlands, að hvetja til og beita sér fyrir aukinni samvinnu skóla í löndunum þremur varðandi samskipti og samvinnu á internetinu.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 1999.